Mesta draumalið ævinnar.

Landslið Ungverjalands á árunum 1950-56 er mesta draumalið, sem ég hef upplifað, og sá ég það þó aldrei spila nema í örstuttum úrklippum úr erlendum fréttamyndum, sem stundum voru sýndar sem aukaefni á bíósýningumm.

Aldrei hefur jafn frægt landslið og lið Englendinga verið auðmýkt eins svakalega eins og þegar Ungverjar burstuðu Tjallana á Wembley, 6:3 í "knattspyrnuleik aldarinnar" eftir að enska landsliðið hafði ekki tapað leik þar í 90 ár. Hefðu rétt úrslit þó átt að verða 7:3, því að eitt mark Ungverja var ranglega dæmt af þeim vegna meintrar rangstöðu.

Í þeirri sókn sóttu Ungverjar svo hratt mað hröðum hnitmiðuðum sendingum og þríhyrningaspili, sem var aðall þeirra og bylting, "total football", að línuverðir og dómari rugluðust. Nöfnin Puscas, Koscsis og Hidegkuti hljómuðu eins og yndisleg tónlist í eyrunum þegar sagt var frá þeim í gamla útvarpstækinu í sveitinni í Langadalnum.

Ungverjar auðmýktu Englendinga aftur 1954 með 7:1 sigri og ekkert landslið í heimi hefur átt eins langan taplausan feril í landsleikjum, heil sex ár.

Ungverjar kjðldrógu Vestur-Þjóðverja á HM 1954 í fyrsta leik sínum, 8:3 en töpuðu óvænt fyrir þeim í úrslitaleik 3:2. Í uppreisninni í Ungverjalandi 1956 tvístraðist liðið, og Puscas fór til Real Madrid á Spáni og varð þar að goðsðgn.

Tvð gullaldarlið voru uppi á sama tíma á þessum árum, þegar unglingurinn er hrifnæmastur, því að spilið, sem Ríkarður Jónsson kom með til Akraness frá meginlandinu rétt fyrir 1950, umbylti íslenskri knattspyrnu á þann hátt, að lið Skagamanna var mesta innlenda draumalið, sem ég hef upplifað.

Þegar Skagamenn spiluðu við aðra en Framara, hélt maður alltaf með gullaldarliði þeirra, sem á tímabili skipaði meirihluta landsliðsins með föstum landsliðsmönnum á borð við Ríkarð Jónsson, Þórð Þórðarson, Donna, Þórð Jónsson, miðjumennina Guðjón Finnbogason og Svein Teitsson og Helga Daníelsson markvörð.  

Það þurfti ekki að spyrja mig tvisvar að því, sem hef þó verið skráður Framari frá því fyrir fæðingu, að gera textann "Skagamenn skoruðu mörkin."  

 


mbl.is Stórveldið sem breytti knattspyrnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir áhorfendur í Marseille í leiknum gegn Ungverjum á morgun syngja væntanlega "Ég er kominn heim":

Ég er kominn heim - Myndband

"Höfundur lagsins er ungverska óperutónskáldið Emmerich Kálmán."

"Despite his Jewish origins he was one of Adolf Hitler's favorite composers.

After the Anschluss, he rejected Hitler's offer to become an 'honorary Aryan' and was forced to move first to Paris, then to the United States, settling in California in 1940."

Þorsteinn Briem, 17.6.2016 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband