Sem betur fer ekki sjálfskiptur.

Ég hef 15 ára reynslu af því að eiga fornbíla, og reynsla mín er sú, að því einfaldari, sem þeir eru, því betra.

Allt rafmagnsdrasl, afsakið orðbragðið, og vökvakerfi, eru allt of oft ávísun á vandræði.

Henry Ford sagði, að það sem ekki væri í bílnum, bilaði aldrei, og á þeim forsendum hafði hann ekki vatnsdælu, bensíndælu eða startara í fyrsta Ford T bílnum, gírarnir voru tveir og fjaðrirnar aðeins tvær, ein þverfjöður að framan og ein að aftan.

Ford tregðaðist við að setja vatnsdælu og bensíndælu í bíla sína, tafði í mörg ár að taka vökvahemla í notkun og frestaði í 14 ár við að taka upp sjálfstæða gormafjöðrun að framan og hætta við að þverfjöðrina að aftan.

Það er kostur við að bílar séu beinskiptir, að það er hægt að ýta þeim í gang, ef ekki er hægt að ræsa þá með startara, og sem betur fer, er gamli forsetabíllinn, árgerð 1942, ekki sjálfskiptur, þótt fyrstu bandarísku sjálfskiptingarnar kæmu fram í Oldsmobile tveimur árum fyrr.


mbl.is Ýttu forsetabílnum af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gamli Willys klikkaði aldrei í minni sveit.

En stundum þurfti að snúa honum í gang.

Eins og gömlum framsóknarmanni.

Þorsteinn Briem, 17.6.2016 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband