Ígildi rafmagns, síma og útvarps á sinni tíð.

Fjarskipti á borð við nettengingu er forsenda byggðar á okkar tímum líkt og rafmagn, sími og útvarp voru á fyrri hluta síðustu aldar.

Án möguleika á aðstöðu til menntunar pg nútíma samskipta helst unga fólkið ekki heima og kemur ekki heim frá námi "fyrir sunnan." Ungar konur eru forsenda byggðar, og nútímakonur mennta sig og sætta sig ekki við að geta ekki notað menntun sína.

Hávær kór um að einkavæðing sé eina ráðið til þess að rétt sé að fjarskiptum staðið um allt land fékk því meðal annars framgengt að dreifikerfi Ríkisútvarpsins var einkavætt á þeim forsendum að RUV stæði sig svo illa í þeim efnum.

Þegar síðan hefur ýmislegt hallast á verri veg í þeim efnum hófu sömu menn upp einróma gagnrýniskór um það að þetta sýndi gagnsleysi Ríkisútvarps og nauðsyn þess að leggja það niður.

Þegar þeir voru minntir á það að dreifikerfið hefði verið einkavætt þögnuðu þessar raddir smám saman.

Og nú neyðist sveitarstjórn Rangárþings ytra til þess að ganga sjálf í ljósleiðaravæðingu sveitarfélags, sem stóru fjarkiptafyrirtækin "hafa ekki áhuga á."

Þetta er sveitarfélag í aðeins 90 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík í stærsta landbúnaðar- og ferðaþjónustusvæði landsins en er samt ekki "áhugavert" eða þess virði að sinna því hjá fjarskiptafyrirtækjunum.


mbl.is Rangárþing ytra verður ljósvætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband