Köngulær, - haturs/ástarsamband. Koma við sögu í komandi bók.

Um daginn var ég að að morgni dags á ferð í nokkuð þröngu skoti milli þriggja bíla, sem ég get lagt í tvö bílastæði, af því að tveir bílanna eru svo litlir. Þá var þar allt iðandi af flugum, - sumarið var brostið á. 

Ég sá, að utan í gömlum Fox-jeppa mínum hafði köngulló vafið stóran og fallegan vef. 

Þetta fannst mér ekki gott að sjá, því að þessi jeppi var um allangt skeið úti í grasi á Ljónsstöðum í Flóa, og eftir að hann kom þaðan úr viðgerð, var hann allur morandi í köngulóm. Þær höfðu komist inn í bílinn og ekki var við þetta búandi. 

Við tók herferð, sem endaði eftir að búið var að drepa alls 30 köngullær. 

En köngullóin sem nú var komin utan á jeppann var þegar búin að veiða eina flugu í net sitt, svo að ég ákvað að ljúka erindi mínu við bílana án aðgerða í skordýramálum. 

Þegar ég kom aftur þangað síðdegis voru allar flugur horfnar en net köngullóarinnar fullt af flugum eða leifum af þeim. 

Daginn eftir þurfti ég að aka þessum jeppa og í þeiri ferð hvarf köngullóin og hefur ekki sést til slíkra kvikinda þarna síðan. 

Þetta sýndi vel hvað þessi frábæru kvikindi geta verið mögnuð og nytsöm. Hvað mig snertir er gallinn hinsvegar sá, að síðan ein risakönguló vakti mig um miðja nótt þegar ég var ungur drengur í Kaldárseli, skríðandi yfir andlitið á mér, hef ég alla tíð verið hræddur við köngullær. 

Á allra síðutu árum hefur óbeitin dofnað og sótt að aðdáun á þessum verkfræðisnillingum náttúrunnar. Núverandi ástand er eins konar ástar/haturssamband.

Ég hef nýlokið við að skrifa bók þar sem köngullær leika all stórt hlutverk.

Einkum það orð, sem fer af kvendýrinu, sem ku éta hinn væskilslega karl, þegar hann hefur lokið sínu hlutverki til viðhalds stofninum.   

 


mbl.is „Köngulær eru aldrei plága“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband