Ótal vel geymd leyndarmál. Mörgum ógnað.

"Ég hélt eins og þjóðin að Eyjabakki væri gata í Breiðholtinu" sagði forsætisráðherra í sjónvarpi skömmu fyrir síðustu aldamót, þegar það var einbeittur vilji ráðamanna að sökkva Eyjabökkum í miðlunarlón fyrir Fljótsdalsvirkjun. 

Í þessum orðum kristallast margt varðandi hálendi Íslands. 

Í fyrsta lagi hve mörg "leyndarmál" það geymir, staði og slóðir sem eru aðeins örfáum kunnug. Fyrir bragðið eru þetta fjársjóðir sem geyma möguleika á því að upplifa það, sem er svo mörgum dýrmætt á okkar tímum, friður, kyrrð og fegurð. 

Í öðru lagi væri hægt að dreifa ferðamannastraumnum betur ef markvisst væri unnið að því að auka umferð um áður óþekktar slóðir án þess þó að úr verði of mikil örtröð og ónæði.

Í þriðja lagi sjá virkjanafíklar sér leik á borði að eyðileggja þessi náttúruundur með því að umturna þeim á fjölbreyttan hátt, af því að svo fáir vita hvað um er að ræða og leggja trúnað á síbylju um að þetta sé bara urð og grjót. 

Örfá nöfn i umræðunni þessa dagana: Svartá, Krókdalur, Hvalá, Skrokkalda, Skatastaðavirkjun, Kjalölduveita, Búlandsvirkjun.

Til að rugla fólk enn meira, felst alls ekki í flestum nöfnunum í hverju virkjanirnar felast.

Kjalölduvirkjun ætti að heita Þjórsárfossavirkjun, Búlandsvirkjun Skaftárvirkjun, Hrafnabjargavirkjun Skjálfandafljótsvirkjun og Skrokkölduvirkjun Köldukvíslarvirkjun.

Í fjórða lagi samtvinnast þessi þrjú atriði á þann hátt, að á sama tíma sem rætt er um nauðsyn þess að bregðast við of hraðri fjölgun ferðamanna með því að dreifa henni, er sótt í það að eyðileggja þau svæði með virkjunum, sem gætu opnað ferðafólki nýjar leiðir um slóðir, sem færa því það, sem það sækist mest eftir; fegurð einstæðrar náttúru, friður og kyrrð.  

 

 


mbl.is „Óvíða jafntignarlegt víðerni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband