Rétta hugarfarið: "Það er ekki annað í boði."

Einu sinni varð mér á að segja á óheppilegu augnabliki í beinni útsendingu: "Það gengur betur næst" og margir misskildu þau orð og hvað ég meinti með þeim undir þeim kringumstæðum, sem þau voru sögð. 

Ég ákvað að gera þessi orð að einum af kjörorðum mínum, því að í þeim felst viðurkenning og greining á mistökum en jafnframt vilji og ásetningur til að nota reynsluna til þess að gera betur.

Viðbrögð Ásdísar Hjálmsdóttur eru bæði eftirtektarverð og til eftirbreytni.

Því sendi ég henni kveðju og bestu óskir með laginu "Það er ekki annað í boði", sem er að finna á Youtube.

Þar eru meðal annars þessi erindi:

 

"....Ef misgjörðir fortíðar mæða þinn hug.

Þótt mistökin öll við þig loði

bættu þitt ráð, sýndu djörfung og dug, -

það er ekki annað í boði..."

 

"Og hvernig sem vera þín veltur og fer

í veraldar basli og moði

engu um flest að því færðu hér breytt, -

það er ekki annað í boði..." 


mbl.is Var of fljót fyrir atrennuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband