Orðin tóm enn og aftur? Peningana eða lífið!

Fyrir kosningar 2013 voru loforð Bjarna Benediktssonar og flokks hans um leiðréttingar á kjörum aldraðra og öryrkja festar á blað. Í eftirmálum Hrunsins höfðu þessir hópar og heilbrigðiskerfið orðið fyrir barðinu á þeirri rústabjörgun, sem Hrunið skóp.  

Eftir kosningar var drifið í því að stroka þessi loforð öll út.

Nú er lofað fögru um meiri framlög til heilbrigðismála en það er með það eins og 2013, ennþá bara orðin tóm, og fjárhagsáætlun til næstu ára fellur í sér svik í málinu.

Í fyrra fékk gamall vinur minn heilablóðfall eftir að hafa verið á biðlista vegna gáttaflökts, sem oft veldur heilablóðfalli.

Hann var svo óheppinn að fjárveiting ársins fyrir aðgerðir var búin og ekkert hægt að gera í hans máli, fyrr en eftir áramót, þótt ekki skortaði starfskraftana.

Menn eiga náttúrulega ekki að fá gáttaflökt nema í byrjun árs. 

Tjónið af völdum þessa eina tilfellis í formi missis heilsunnar og og atvinnunnar og langrar endurhæfingar er margfalt meira en sem nemur kostnaðinum við að grípa nógu snemma til aðgerða.

Nú hefur annar vinur minn lent á biðlista vegna gáttaflökts og er auðvitað á biðlista. 

Hann hefur haft einkaflugmannsréttindi en gáttaflöktið hefur gert það að verkum að hann hefur misst þau. Það þýðir, að þetta er ekkert grín, þetta er fúlasta alvara. 

Í athugasemdum við þennan pistil upplýsir maður, að í stað þess að mega eiga von á aðgerð vegna gáttatifs eftir viku, hafi hann beðið í 21 mánuð og megi eiga von á 12 mánuðum í viðbót! 

Á sama tíma er sunginn hávær söngur um það hvað allir hafi það rosalega gott! 

Sjálfur lenti ég á sjö mánaða löngum biðlista í fyrra vegna þess að skoða þurfti, hvort ástand í nýra gæti verið byrjun á krabbameini.

Í upphafi var sagt að ekki mætti dragast lengur en í þrjá mánuði að tékka á þessu, þannig að maður beið milli vonar og ótta fjórum mánuðum lengur. 

Ég var heppinn, vann í þessari rússnesku rúllettu, en gat ómögulega verið glaður, - vissi að einhverjir höfðu tapað af þeim þúsundum, sem þá voru á svona biðlistum. 

Þegar þessi dæmi og önnur blasa við einum manni eins og mér má ráða af því hvert ástandið er víðar í heilbrigðiskerfinu. 

Kári Stefánsson nefndi gáttaflökt eða gáttatif sem dæmi þegar hann stóð fyrir stærstu undirskriftasöfnun sögunnar hér á landi vegna vanrækslu stjórnvalda í heilbrigðismálum.

Í grein hans í Morgunblaðinu í dag kemur vel í ljós, hvers vegna Eygló Harðardóttir gat ekki greitt atkvæði með fjárhagsáætlun þar sem loforðin um aukin framlög til velferðarmála eru gersamlega svikin.

Hún gekk þó ekki það langt að greiða atkvæði gegn þessari ósvinnu, en var samt atyrt af mörgum stjórnarliðum fyrir sviksemi í stjórnarsamstarfinu.

Enginn minntist hins vegar á þá einu sviksemi, sem nú blasir við í þessu máli, svik fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar.

Svo les maður kröfur fólks, sem telur það mikilsvert mál að hinir ríku geti keypt sig fram hjá þessu ástandi hér á landi í stað þess að þurfa að fara til útlanda til að gera það.

Þessa heilbrigðisstefnu mætti kalla: Peningana eða lífið!

Verður það bara ekki ágætis og raunsætt kosningaloforð flokks þess ráðherra, sem finnst hann standa í rústabjörgun og fjármálaráðherrans, sem finnst það bara hið besta mál að svíkja loforð sín strax núna í stað þess að geyma svikin þar til eftir kosningar? 

 


mbl.is „Leið eins ég væri í rústabjörgun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 29.8.2016 kl. 00:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 29.8.2016 kl. 00:55

5 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er sorglegt þegar stjórnmálamenn svíkja loforð sín um svona málefni sem kostar fólk lífið. Það er auðvita meirihluti alþingismanna sem ber ábyrgð á þessu. Sumir virðast bara breytast í skoðanalausar strengjabrúður við það eitt að ganga inn í þingsal.
Ég held að árið 2016 í Íslandssögunni verði merkilegt hvað Alþingi varðar. Ég skynja að flestir eru sammála um forgangsmálin og það verður að halda sérhagsmunahópum og strengjabrúðum frá Alþingi. Þegar ég tala um flestir þá er ég að tala um fólk úr öllum stéttum og aldri samfélagins - nema þá helst lögfræðingum, þeirra eðli er bara að sjúga blóð úr fólki. (Ég varð að enda þetta með smá húmor.)

Sumarliði Einar Daðason, 29.8.2016 kl. 02:26

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er með bréf frá Landsspítala Háskólasjúkrahúsi dags. 09.12.2014.

Bréfið staðfestir að sjúkrahúsinu hafi borist beiðni frá lækni um brennsluaðgerð vegna gáttatifs.

"Hringt verður í þig til innköllunar með u.þ.b. viku fyrirvara". Segir m.a. í þessu ágæta bréfi.

Núna, tæpum 21 mánuði síðar bíð ég enn eftir að síminn hringi. Mér er tjáð að reikna með allt að 12 mánaða bið til viðbótar hið minnsta.

Nema auðvitað að ég veðji á Bjarna Ben og félaga í komandi kosningum. Einhverntíman hljóta mennirnir að slysast til að standa við loforðin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.8.2016 kl. 04:42

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Axel Jóhann. Það er fullt af fólki þarna úti í sömu sporum og þú. Svo les maður bara heilsíðuviðtal við unga konu, sem finnst það sjálfsagt að elítan, þeir sem hafi efni á því, geti keypt sig fram hjá svona ömurlegu kerfi.

Þessi elíta er hins vegar óánægð með að þurfa að fara til útlanda til að sinna kallinu: Peningana eða lífið!.

Það vill láta reisa sér spítala fyrir sig hér á landi svo að allir fái að sjá, hverjir hafi efni á því að lifa.

Ómar Ragnarsson, 29.8.2016 kl. 07:06

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Axel Jóhann. Þetta ætti að vera skyldulesning fyrir alla.

Það er fullt af fólki þarna úti í sömu sporum og þú. Svo les maður bara heilsíðuviðtal við unga konu, sem finnst það sjálfsagt að elítan, þeir sem hafi efni á því, geti keypt sig fram hjá svona ömurlegu kerfi.

Þessi elíta er hins vegar óánægð með að þurfa að fara til útlanda til að sinna kallinu: Peningana eða lífið!.

Það vill láta reisa sér spítala fyrir sig hér á landi svo að það geti skroppið í aðgerð sem stysta vegalengd svo að að allir fái að sjá, hverjir eigi heimtingu á því að hafa efni á því að lifa.

Ómar Ragnarsson, 29.8.2016 kl. 07:08

9 identicon

Það standa allir flokkar að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.  Jafnaðarmaðurinn Sighvatur Björgvinsson vildi efla kostnaðarvitund sjúklinga.  R listinn seldi Heilsuverndarstöðina.  Að skella skuldinni á Bjarna einan er dæmigert fyrir óheiðarleikann sem einkennir umræðuna.  Þetta gengur allt út á lygi og fals.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 08:24

10 identicon

Tek undir med Elínu.

Allar thessar flokks druslur eru ábyrgar.

En thegar thetta lid veikist, thá er flogid med til úitlanda vegna

thess ad thau hafa meiri rétt á ad lifa en vid hin og

Íslenska heilbrigiskerfid ekki nógu fínt fyrir thaug.

Naegir ad benda á GHH, ISG, og má finna fleiri.

Adallinn hefur forgang og vid eigum ad saetta okkur vid thad

ad vera annars flokks theganr thessa lands.

Sorglegt en satt.

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 09:19

11 identicon

Hittir naglann á höfuðið sem svo oft áður! ,,Peningana eða lífið"! Motto dagsins.

Reynir Jónasson (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 10:02

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er rétt að ástand heilbrigðiskerfisins á sér langan aðdraganda. En við erum að tala um ástandið núna, í kjölfar stærstu undirskrifasöfnunar síðustu áratuga.

( Varið land 1974 var með stærra hlutfall kjósenda).  

Bjarni var að reyna að verja sig í hádegisfréttum áðan en fjárhagsáætlun næstu ára sýnir raunverulega og ömurlega framtíðarsýn hans. 

Ómar Ragnarsson, 29.8.2016 kl. 13:09

13 identicon

Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Íhaldsins, segist ekki vilja að fólk geti borgað aukalega fyrir betri þjónustu í grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins, heldur fyrir aukna þjónustu.

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað átt sé við með aukinni þjónustu?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.8.2016 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband