Að deila og drottna?

Það er gömul og ný saga að þegar einvher skorar sterkan foringja á hólm, eins og Höskuldur Þórhallsson hefur gert í Norðausturkjördæmi, er það höfuðnauðsyn fyrir áskorandann að safna til sín fylgi frá sem flestum og gera baráttuna þar með að einvígi tveggja manna.

Á sama hátt gagnast það efsta manni, ef fleiri slást í hóp þeirra, sem vilja velta forystumanninum úr sess og atkvæði andstæðinga hans dreifast á fleiri áskorendur en einn.

Eins og staðan er núna hjá Framsókn er mótsögn í því að segjast sækjast eftir efsta sætinu í Norðausturkjördæmi en styðja Sigmund Davíð samt sem formann.

Samkvæmt skoðanakönnunum nú er Norðausturkjördæmi það kjördæmi, sem helst gæti gefið SDG öruggt þingsæti.

Það var af þeim sökum sem hann fór í framboð þar 2013, og flutti lögheimili sitt á eyðibýli.

Ef hann verður færður niður á lista, er hann í sömu hættu og Jón Sigurðsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, var í Alþingiskosningunum 2007, þegar hann komst ekki inn og varð í kjölfarið að segja af sér formennsku og draga sig út úr pólitík.

Skiptir engu þótt Sigmundur Davíð verði kosinn formaður ef hann fellur af þingi. 

 

Spurningin er hvort upp sé að koma staða í kjördæmi Sigmundar Davíðs, þar sem hann deilir og drottnar, deilir andstöðunni gegn sér á milli þriggja áskorenda, sem rífa fylgi hver af öðrum svo að SDG vinnur sigur fyrir bragðið.

En líka hefur komið fyrir, að þegar tveir berjast mjög hart um efsta sæti, eins og gerðist í prestkosningum í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík 1950, verði kjósendur svo hvekktir á þessum átökum, að þeir kjósi hvorugan, heldur þriðja frambjóðandann.

Emil Björnsson og Árelíus Níelsson börðust hart um embættið, en þegar talið var upp úr kjörkössunum, komu úrslitin mjög á óvart; séra Þorsteinn Björnsson hafði sigrað.   


mbl.is Þrjú bjóða sig fram gegn Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn hann býr í eyðibyggð,
ekkert ljós þar nær inn,
þar er hamar, þar er sigð,
það er Garðabærinn.

Þorsteinn Briem, 3.9.2016 kl. 04:15

2 identicon

RÚV sér alfarið um það.  Á fundi fólksins rak RÚV fulltrúa Dögunar og Íslensku þjóðfylkingarinnar af sviðinu með þeim útskýringum að fundurinn væri bara fyrir forystumenn flokka með þingmenn á þingi.  Þó fékk fulltrúi Viðreisnar að vera áfram á sviðinu með góðfúslegu leyfi RÚV.  Síðan kom fréttaskýrandi RÚV eins og rakki upp að fulltrúum VG og Pírata og spurði hvar þau vildu nú að hann setti þann feita.  Svo er almenningi talin trú um það að RÚV sé alveg bráðnauðsynlegt fyrir lýðræðislega umræðu í landinu.   

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.9.2016 kl. 08:04

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Lýðræði er eitthvað sem ekki er til í huga stjórnmálamanna. Nema rétt fyrir kosningar. Síðan er andskotinn laus!!!!! í sukki upp fyrirhaus!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 8.9.2016 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband