Vonandi að rofa til og birta.

Frá upphafi Guðmundar- og Geirfinnsmálsins hefur ríkt svartnætti á þeirri villuvegferð sem hafin var í málinu og hefur ekki linnt fyrr en nú, þegar von vaknar um að hægt sé að komast út úr þeirri vegferð fárs í blindgötu, sem málið hefur hrakist um frá upphafi.Trölladyngja

Vonandi gerist svipað og gerðist í ferð á flugvél í gær á leið frá Tungubökkum í Mosfellsbæ til Sauðárflugvallar á Brúaröræfum.

Yfir Sprengisandi miðjum, fyrir austan Hofsjökul, var flogið undir þykkt og dökkt rigningarský, sem varpaði svörtumm skugga á sandinn fyrir neðan, svo að svartnætti virtist framundan. 

En þá byrjaði að myndast lárétt glufa af birtu undir skýinu sem stækkaði ört, en í gegn sást risavaxin gosdyngja, Trölladyngja, böðuð í sól með snjódreifaslæðu á toppi. 

Hornið á Öskju gægðist fram vinstra megin á bak við þessa stærstu af mörgum fjölbreyttum dyngjum á hálendinu norðan Vatnajökuls. 

Þessu lík er draumsýnin um endurupptöku og nýtt sjónarhorn á mannshvarfamálin miklu, sem í stað þess að hafa létt þungu fargi af þjóðinni, eins og dómsmálaráðherrann vonaði fyrir tæpum fjórum áratugum, hafa hvílt eins og mara á þjóðinni. Tæknin tók af mér ráðin og birti myndina tvisvar hér á síðunni án þess að það væri ætlun mín. Vonandi er það fyrirboði um að bæði málin, varðandi hvarf Guðmundar og hvarf Geirfinns, verði afgreidd sem aðskilin mál með svipaðri niðurstöðu, hvort um sig.Trölladyngja

  


mbl.is Rök fyrir endurupptöku á máli Erlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband