"Það endar með því að þeir drepa einhvern".

Fleyg var meint setning, sem kerling ein átti að hafa mælt af vörm þegar hún frétti af því að Fyrri heimsstyrjöldin væri hafin: "Það endar með því að þeir drepa einhvern." 

Stjórnendur þeirra ríkja heims sem þegar eiga kjarnorkuvopn eða vinna að því að eignast þau, segjast gera það til að styrkja stöðu sína og auka öryggi sitt.

Stjórnendur Norður-Kóreu eiga undir högg að sækja gagnvart umheiminum vegna hræðilegrar ógnarstjórnar, sem á sér fáa ef nokkra líka.

Í huga þeirra er það nauðsynlegt að þjappa þjóð sinni á bak við sig gagnvart utanaðkomandi óvinum og að ráða yfir fælingarmætti gegn utanaðkomandi afskiptum annarra þjóða.

Nágrannaríki Norður-Kóreu og bandamenn þeirra eru samt svo miklu öflugri samanlagt en Norður-Kóreumenn, að varla dettur Kim Jong-Un í hug að það sé gæfulegt að lenda í kjarnorkustyrjöld við hugsanlegt ofurefli.

En fælingarmáttur kjarnorkuvopna hans er samt spil á hendi og stuðningur við digurbarkaleg ummæli, sem yfirleitt er ekki fylgt eftir í verki, sem betur fer.

En aldrei er þó að vita nema að svona firrtur einvaldur láti sér detta einhver býsn í hug.

Það er uggvænlegt.  


mbl.is Vill efla kjarnorkuvopnabúr N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er best að Framkv.stj. SAMEINUÐUÞJÓÐANNA höggv á hnútinn og segi hvað hann vil gera í stöðunni:

1..Að senda NATÓ á staðinn UNDIR MERKJUM SAMEINUÐUÞJÓÐANNA                  og láta þá eyðileggja allar kjarnorkustöðvar/skotpalla í N-Kóreu.

eða 

2.Að halda áfram "að pissa upp í vindinn" með gangslausum fordæmingum sem að skipta engu máli.

 

Jón Þórhallsson, 6.9.2016 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband