Athyglisverðar upphæðir í kjarabótinni.

Nú eru prófkjörin í fullum gangi og þá er heppilegur tími fyrir gylliboð frambjóðenda. 

Ekki skal amast við því út af fyrir sig þótt einhverjar úrbótatillögur varðandi brýnar umbætur á ýmsum sviðum líti dagsins ljós, heldur þvert á móti fagna því þegar örlar á skilningi á kjörum þeirra, sem minnst mega sín í þjóðfélaginu, jafnvel þótt þessi skilningur sé oft fljótur að hverfa og jafnvel strokaður strax út úr gögnum strax eftir kosningar, eins og reyndin varð eftir kosningarnar 2013. 

"Frítekjumark er réttlætismál" er yfirskrift ágætrar greinar um málið í Morgunblaðinu í dag um kjör aldraðra og upptöku frítekjumarks fyrir þá, og er þar reifað, að fái tillögur þar um framgang, muni kjarabótin nema allt að 23 prósentum hjá þeim sem minnst bera nú úr býtum.

Þetta þykir há tala á tímum þegar kjarabætur margs hálaunafólks, viðbótin sem það fær, nemur í krónum talið sem svarar margföldum launum ellilífeyrisþega. 

Hin stórkostlega kjarabót, 23% fyrir þá sem minnst bera úr býtum, gefur þeim hvorki meira né minna en 252.776 krónur í heildartekjur á mánuði samkvæmt þessari grein.

Hugsið ykkkur rausnina, til dæmis fyrir konur, sem hafa fætt og alið upp fjölda barna, að hafa úr hvorki meira né minna en rúmum 250 þúsund krónum að spila á mánuði á efri árum!

Já, mikil er rausnin!

Segir þetta ekki eitthvað um það hver hugsunarhátturinn er gagnvart þeim sem lögðu grundvöll að hinu svokallaða allsnægtaþjóðfélagi nútímans og lögðu fé í lífeyrissjóð, sem sjálfsagt þykir að ganga í til að kosta eitthvað allt annað en að greiða lífeyri?  


mbl.is Vill innleiða eitt frítekjumark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af 400 þúsund króna mánaðarlaunum eru útborguð laun einhleypings nú um 293 þúsund krónur:

Reiknivél staðgreiðslu - Ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 08:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af 253 þúsund króna mánaðarlaunum eru útborguð laun einhleypings nú um 205 þúsund krónur:

Reiknivél staðgreiðslu - Ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 08:47

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.4.2012:

"Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað.

Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi.

Húsnæðiskostnaður var rúmlega 18% ráðstöfunartekna hjá Íslendingum árið 2011.

Leigjendur húsnæðis greiddu hærra hlutfall ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað en eigendur.


Hlutfall fólks sem glímdi við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað árið 2010 var lægra í 18 Evrópuríkjum en á Íslandi."

Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 08:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.4.2014:

"Nú hafa stærstu efndir sögunnar á kosningaloforði litið dagsins ljós.

Forsætisráðherra greip til þess að nota pizzur til að útskýra fyrir fólki hvernig það ætti að nálgast efndirnar.

Hann hefði alveg getað haldið áfram með pizzurnar til að gera fólki grein fyrir upphæðum efndanna.

Samkvæmt tölum (fjölda heimila sem eiga rétt á leiðréttingu deilt í 72 milljarða) lækkar húsnæðisskuld meðalheimilis um 1 milljón.

Afborgun af hverri milljón í verðtryggðu húsnæðisláni til langs tíma er u.þ.b. 5 þúsund á mánuði sem dugir fyrir 2 vænum pizzum.

En, æ, skuldin lækkar bara um þriðjung úr milljón fyrsta árið sem gerir bara eina litla pizzu á mánuði.

Reiknað er með að fólk geti sótt þessa pizzu nú í desember sem er ekki nema einu og hálfu ári seinna en lofað var.

Og strax ári seinna dugir lækkunin fyrir 2 litlum pizzum.

Það eru vandfundnar stærri efndir á kosningaloforði."

Tvær pizzur á mánuði

Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 08:58

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vill Óli Björn Kárason:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 09:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn:

"
Fullur ellilífeyrir skal vera 2.553.312 kr. á ári [212.776 krónur á mánuði].

Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður."

Breytingar á lögum um málefni aldraðra o.fl. - Stjórnarfrumvarp (stefnt að því að ræða á þingfundi Alþingis í dag, 7.9.2016)

Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 09:30

7 identicon

Semsagt alveg eins gott að sleppa því að hækka og að hækka um 23%

Allavega ef sá sem leggur það til er í röngum flokki.

ls (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 09:35

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af 213 þúsund króna mánaðartekjum lífeyrisþega (sjá athugasemd nr. 6 hér að ofan) fær hann um 186 þúsund krónur útborgaðar:

Reiknivél staðgreiðslu - Ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 09:47

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fullur ellilífeyrir skal vera 2.553.312 kr. á ári [um 213 þúsund krónur á mánuði].

Ellilífeyri skal lækka um 45% af tekjum lífeyrisþegans
, sbr. 16. gr., uns lífeyririnn fellur niður."

Af 253 þúsund króna mánaðarlaunum eru útborguð laun einhleypings nú um 205 þúsund krónur:

Reiknivél staðgreiðslu - Ríkisskattstjóri

Ef hins vegar lífeyrisþegi fengi einnig 253 þúsund króna tekjur á mánuði lækkar lífeyrir hans um 45% af 40 þúsund króna tekjum hans 
(253 þúsund mínus 213 þúsund), eða 18 þúsund krónur á mánuði, þannig að lífeyrisgreiðslurnar yrðu 195 þúsund krónur á mánuði í stað 213 þúsund króna.

Heildartekjur lífeyrisþegans yrðu því 235 þúsund krónur á mánuði, 253 þúsund mínus 18 þúsund.

Og af þessum 235 þúsund krónum er tekinn um 35 þúsund króna skattur.

Lífeyrisþeginn fengi því 200 þúsund krónur útborgaðar á mánuði, eða fimm þúsund krónum minna en sá sem fengi sömu upphæð, 253 þúsund krónur á mánuði, í laun, enda þótt hann greiddi 4% af þeim í lífeyrissjóð.

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.

Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband