Vel þekktur hluti af túrbínutrixinu.

Það er vel þekktur hluti af túrbínutrixinu að kenna andófsfólk gegn flumbrugangi og yfirgangi virkjana- og stóriðjusinna um afleiðingar æðibunugangsins og ofstopans, sem felst í því trixi að vaða áfram með margfalt stærri framkvæmdir en þörf er á með risalínu yfir hvað sem fyrir verðu í trausti þess að komast upp með frekjuna.

Túrbínutrixið 1970 fólst í kaupum á margfalt stærri túrbínum en þá voru í Laxárvirkjun til þess að geta í framhaldinu knúið í gegn fráleitustu virkjanaframkvæmdir fram að því, svo að túrbínukaupin yrðu ekki gerð ónýt. 

Túrbínutrixið núna felst í því að vaða áfram með nýjar risaháspennulínur yfir náttúruverðmætt land vegna tíu sinnum minni orku en upphaflega stóð til að flytja til álvers á Bakka.

Þegar þessu offorsi er andæft og beitt til þess lagarökum, er rokið upp með dómsdagsspár og hamast við að bera sakir af þeim sem fyrir ósköpunum stóðu með háspennilínuæðinu.

Eins og þegar frekur krakki grenjar hástöfum til að fá sitt fram. 

Gjaldþrot Norðurþings og stórkostlegan álitshnekk Íslands á skrifa á náttúruverndarsamtök, rétt eins og það átti að skrifa túrbínutjónið 1970 á landeigendur og andófsfólk í Mývatnssveit.  


mbl.is Gæti þýtt gjaldþrot Norðurþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar þessu offorsi er andæft og beitt til þess lagarökum, er rokið upp með dómsdagsspár ..."

"Eins og þegar frekur krakki grenjar hástöfum til að fá sitt fram."

Ég hélt að þú værir að skrifa hér um Framsóknarflokkinn og flugvöllinn í Reykjavík, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 7.9.2016 kl. 00:12

2 Smámynd: Már Elíson

Hélstu það virkilega, Steini ? - Það var það ekki.

Már Elíson, 7.9.2016 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband