Brosleg ákvæði um fæðingarstað.

Allt frá því að Barack Obama varð heimsþekktur í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar 2008 hefur staðið yfir brosleg umræða um fæðingarvottorð hans og fæðingarstað. 

Hafa menn sem bera óvild til hans lagt sig í framkróka við að véfengja rétt hans til forsetaembættisins með því að halda því fram að hann sé ekki fæddur í Bandaríkjunum.

Það sýnir hvað athæfi hælbíta getur oft verið lágkúrulegt.  

Ákvæði í bandarískum lögum og jafnvel lögum fleiri landa um að fæðingarstaður sé skilyrði fyrir stöðu eða réttindum eru fáránleg á okkar tímum. 

Það þýðir að til þess að nýfædd börn njóti fullra réttinda frá fæðingu þurfi móðirin að ferðast jafnvel um langan veg til að eignast barn, sem muni njóta réttar um kjörgengi og fleiri hluta.

En fyrirbrigðið er svo sem ekki nýtt, eins og sést á jólaguðspjallinu. 


mbl.is Obama og fæðingarstaðurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölmenningarsinnarnir brosa væntanlega líka góðlátlega yfir 4,3 billjóna samningi Bandaríkjanna um hernaðaraðstoð til Ísraels.  Þeir gera jú út á flóttamennina.  Eða eins og Helgi Hrafn sagði:  Ef ekki Nató, þá hvað? 

http://www.visir.is/bandarikin-samthykkja-4,3-billjona-samning-um-hernadaradstod-til-israels/article/2016160919520

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 13:14

2 identicon

Sæll Ómar,

Mér vitanlega er forseta embættið það eina sem skilyrðislaust krefst þess að viðkomandi sé fæddur á Bandarískri grund.  Þar með teljast sendiráð, herbækistöðvar og önnur svæði, sem teljast Bandarísk.  Þetta varð að bitbeini í kosningabaráttunni því Ted Cruz var fæddur í Kanada!  Svo menn komu upp með að forseti yrði að vera fæddur á Bandarískri grund EÐA sem Bandarískur ríkisborgari, sem Cruz var þar sem móðir hans (minnir mig frekar en faðir?) var Bandarísk.

Í Bandaríkjunum er það ekki aðeins spurning um réttindi að fæðast hér.  Öll börn, sem fæðast á Bandarískri grund eru sjálfkrafa Bandarískir ríkisborgarar, með öllum rétti og skyldum, sem því fylgja og eru það til dauðadags nema viðkomandi afsali sér ríkisborgararéttinum.  

Kveðja frá westurströndinni!

Arnor Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.9.2016 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband