Vandræðagangurinn heldur áfram. Skaut sig í báða fætur í beinni.

Mjög mikilvægur langur þingflokksfundur og fréttir af honum hefur ekki minnkað vandræðaganginn í kringum formann flokksins, sem varla virðist getað opnað munn um sín mál án þess að bæta við fyrra rugl. 

Í sjónvarpsumræðum í gærkvöldi kom hann með nýtt rugl um það að Wintrismálið hefði engan þátt átt í þeim sviptingum, sem ollu því í vor að kosningum yrði flýtt um rúmt hálft ár og bar sömuleiðis á móti því að Wintris hefði verið aflandsfélag. 

Þar á ofan lét hann eins og að það hefði verið alkunna og uppi á borðinu undanfarin ár að kona hans ætti þetta félag og væri einn af "hrægömmunum", sem SDG var svo iðinn við að gefa það heiti fyrir þremur árum. 

Blinda hans í málinu er slík að hann skilur ekki að David Cameron lenti ekki í sömu hremmingum og hinn heimsfrægi íslenski forsætisráðherra, sem lét það verða sín fyrstu viðbrögð við einfaldri spurningu um Wintris að ljúga og rjúka út úr viðtali. 

Þetta slapp Cameron við, af því að hann greip ekki til lyga og óheiðarlegra aðgerða gagnvart sínum eigin þingflokki eins og okkar forsætisráðherra.

P.S. Nú er ljóst að Sigmundur Davíð skaut sig í báða fæturnar í beinni útsendingu í gærkvöldi og virðist vera einkar laginn við slíkt. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tekið þá óhjákvæmilegu ákvörðun að bjóða sig fram í formannsembættið.  


mbl.is Hollt að kjósa um forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er vægast sagt orðið grátbroslegt hvað RUV rembist eins og rjúpa við staurinn að reyna allt hvað hún getur að ala á sundurþykkju innan Framsóknarflokksins. Fréttastofan virðist algerlega blind í málinu og hafi ekki áttað sig á því að allur málatilbúnaður hennar í Wintrismálinu er hrunin eins og spilaborg.  Það er orðið fullkomlega tímabært að RUV biðji Sigmund Davíð afsökunar en ekki öfugt. 

 

Daníel Sigurðsson, 23.9.2016 kl. 19:27

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Hvernig má það vera að axarsköft Sigmundar Davíðs eru jafnan RÚV að kenna?

Tryggvi L. Skjaldarson, 23.9.2016 kl. 20:05

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."

"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.

Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.

Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.

Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 20:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."

"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."

"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.

Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.

Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.

Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."

"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.

Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gildi um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."

"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."

Hæfi ræðst ekki af vinnu gegn kröfuhöfum - Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 23.9.2016 kl. 20:25

5 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Alveg með ólíkindum að ráðast alltaf að fréttamönnum RUV þegar sannnleikurinn afhjúpast hjá gerspilltum pólitíkusum eins og SDG .Maðurinn er algjörlega veruleikafirrtur það sér 3/4 hluti þjóðarinnar. 

Ragna Birgisdóttir, 23.9.2016 kl. 20:26

6 identicon

Að þú vinstri maðurinn Ómar ragnarsson  skulir ekki nefna þetta ,þú talar um túrbínu trix,en notar sjálfur aðferð strútsins.hvað með þetta sem þeir flokks eða skoðanabræður,núverandi."Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður, eru sagðir hafa selt stofnfjárhluti í SPRON fyrir háar upphæðir áður en bréf í sparisjóðnum fóru á markað. Fjölmargir aðilar, meðal annars stjórnarmenn SPRON og fjölskyldumeðlimir þeirra, gerðu slíkt hið sama.

Þegar í ljós kom á sínum tíma að stjórnarmenn í SPRON og stjórnendur fyrirtækisins höfðu selt stofnfjárhluti sína áður en þeir fóru á markað vakti það mikið uppnám og reiði meðal úti í þjóðfélaginu og meðal annarra stofnfjáreigenda.

Kaupendur hlutanna töðuðu miklu fé, enda bankinn gjaldþrota og farinn í slitameðferð. Kaupendurnir vilja fá að vita hvaða upplýsingar seljendurnir höfðu undir höndum og hvaða ástæða lá að baki sölu þeirra. Grunur leikur á því að um innherjasvik sé að ræða.

Viðskiptablaðið segir að Össur Skarphéðinsson, þáverandi iðnaðarráðherra og núverandi utanríkisráðherra, hafi selt alla 10 milljónir stofnfjárhluta sína. Markaðsvirði hlutanna hafi verið um 40 til 70 milljónir. Þá hafi Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, selt tæplega 1,3 milljónir stofnfjárhluti að nafnverði, en hann hélt eftir litlum hlut.

Einnig eru dæmi um að fjölskyldumeðlimir stjórnenda og stjórnarmanna hafi selt stofnfjárhluti. Áslaug Björg Viggósdóttir, eiginkona Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra, seldi rúmlega 10 milljónir hluta að nafnvirði. Halldór Kolbeinsson, eiginmaður stjórnarformannsins Hildar Petersen, seldi um 1,5 milljónir hluti á nafnvirði. Sjálf seldi Hildur rúmlega 5 milljónir hluti. Jón G. Tómasson, fyrrverandi stjórnarformaður SPRON, seldi um 400 þúsund hluti, og dóttir hans seldi fyrir litlu minna.


Össur og Árni Þór sitja heima og telja peningana sem þeir græddu á þessum viðskiptum á meðan hinn almenni starfsmaður missti ekki bara vinnuna, heldur situr uppi með milljónir í skuld á bakinu vegna sömu bréfa.

SSS (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 22:20

7 identicon

"Þar á ofan lét hann eins og að það hefði verið alkunna og uppi á borðinu undanfarin ár að kona hans ætti þetta félag og væri einn af "hrægömmunum", sem SDG var svo iðinn við að gefa það heiti fyrir þremur árum. "

Smá leiðrétting (nenni ekki að eltast við allt hitt) "hrægammar" eru hugtak yfir fjárfesta sem kaupa vonlitlar kröfur í þrotabú og reyna að gera sem mest úr þeim með ýmsum og of miður vönduðum ráðum.  

Eiginkona Sigmundar Davíðs átti alltaf sína kröfu en keypti hana ekki eftir Hrun.  Hún getur því á engan hátt talist til "hrægammanna" eins og þú Ómar og fleiri reyna þó að halda fram.Heyrði t.d.  Reyni Trausta rugla með þetta nýlega líka. 

Svolítið skrítið að menn sem eiga að vita betur skuli klifa stöðugt á svona vitleysu en líklega vita þeir betur, skýringanna hlýtur þá að vera að´leita í sálarlífi viðkomandi. 

Það er alla vega umhugsunarefni hvað veldur þessum endalausa illvilja út í Sigmund Davíð sem lýsir sér í svona bulli. 

Mögulega hafa svo margir orðið að éta svo mikið ofan í sig um Kúpur norðursins, ómöguleika þess að verja hagsmuni Íslendinga svo maður tali nú ekki um Þórðargleðina og skaðaviljann í kjölfar meints skipbrots kapítalismans, að skömmin og samviskubitið ýtir þeim út í baknagið við þá sem þorðu og gerðu. 

Stórmannlegt er það nú samt ekki!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.9.2016 kl. 23:55

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Var formaður Sjálfstæðisflokksins Bjarni Ben spurður hvort að hann ættli að reka ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins fyrir að hóta þingmönnum æru og tekjumissir?

Var kata littla VG foringi spurð hvernig henni finndist að leiguliðar hrægamma sjóðanna fái miljarða í blóðpeningum í verðlaun fyrir að koma 9 þúsund fjölskyldum á götuna? Sumir fyrirfóru sér.

Ég tel þetta upp sem dæmi, en nei það er ráðist á manninn sem á enga peninga í skattaskjólum. Í það minsta að ekki hefur það verið sannað og ef svo væri þá væri ríkisskattstjóri búinn að leggja kæru fram gagnvart manninum.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.9.2016 kl. 00:30

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það virðist blasa við að framsóknarmenn vítt um landið, - hafi sett SDG stólinn fyrir dyrnar.

Það vill náttúrulega enginn fara að verja Wintris og leynireikninga framsóknarmanna alla kosningabaráttuna.

Eins og bent er á í pistli,  þá var framkoma og málflutningur SDG með þeim hætti á RUV að  enganvegin getur talsit ásættanlegt fyrir framsóknarmenn.

Maðurinn átti Wintris, seldi á 1 dollar (sennilega sýndarsala), - en hélt áfram prókúrunni.

Prókúran skiptir öllu þarna í tengslum við leynireikninga í skattaskjóli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2016 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband