Bæði í því að fínpússa sig.

Athyglisvert var að sjá hvernig bæði Hillary Clinton og Donald Trump virðast hafa reynt að fínpússa framkomu sína og málflutning fyrir kappræðurnar í nótt. 

Að vísu var Trump nokkuð gjarn á að grípa frammí fyrir Clinton á tímabili í kappræðunum, svo að jaðraði við ókurteisi, en að öðru leyti reyndi hann greinilega mestallan tímann að koma öllu betur og yfirvegaðri fram en hann hefur gert í kosningabaráttunni til þessa.

Líklega kemur það mörgum á óvart, sem hefur fundið hann óalandi og óferjandi. 

 

Clinton sýndi þess lítil merki að hún væri kona að nálgast sjötugt að stíga upp úr lungnabólgu og lagði sig fram um að vera hlýleg, brosmild og yfirveguð.

Það ætti að slá á áhyggjur af heilsufari hennar og getu,  og einnig á þá gagnrýni á hana að vera ekki nógu hlýleg og aðlaðandi. 

 

Hún greip til svipaðs málflutnings og Obama gerði 2008 að draga fram mikilvægi millistéttarinnar í bandarísku samfélagi, bæði til þess að slá niður kenningu Trumps um að stórgróði auðkýfinga skilaði sér niður eftir samfélaginu og áreiðanlega ekki síður til þess að höfða til millistéttarinnar sjálfrar.

Ég sá ekki fyrsta hluta kappræðnanna og vantaði nokkuð í seinni hlutann líka, svo að ég get ekki dæmt um það til fulls hver útkoma þeirra sé, hef hugsanlega misst af einhverju sem gæti hafa vakið athygli.

Mér fannst Clinton hins vegar koma öllu betur út fyrir mína parta og verjast gagnrýni Trump býsna vel í þeim atriðum sem hún hefur verið beittust. 


mbl.is Hvað gerist í nótt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kappræður?

Ómar, á hvaða hátt eru kappræður milli þessarra aðila athyglisverð?

Við vitum að Hillary Clinton verður forseti ... við vitum einnig, að útnefning hennar til forseta eru endalok Bandaríkjanna sem heimsveldi. Að horfa á Bandaríkin fara úr því að vera "ágætt" ríki, yfir í það að vera hreint fasista ríki ... er ekkert áhugavert.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 27.9.2016 kl. 10:07

2 identicon

https://www.youtube.com/watch?v=s8ZqxpbmtOo

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.9.2016 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband