Íslenskir sjónvarpsstjórnmálamenn frá 1968.

Fyrsta sjónvarpskappræðan fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum 1960 er almennt talin hafa skipt sköpum fyrir það þýðingarmikla atriði í heimsstjórnmálunum, sem forsetaembættið vestra er. 

Margir áttu erfitt með að sætta sig við það að persónutöfrar hins sólbrúna og laglega John F. Kennedys nutu sín betur en fölt andlit Richard M. Nixons.

En þetta var samt staðreynd sem varð að taka tillit til.  

1968 var merkilegt ár í flestum skilningi á Vesturlöndum, árið sem Johnson Bandaríkjaforseti ákvað að hætta í stjórnmálum á því augnabliki sem hann sá umfjöllun Walters Cronkite um Vítanamstríðið í bandarísku sjónvarpi og árið sem fæddi af sér fyrsta "sjónvarpsforsetann" á Íalandi, þáttagerðarmanninn Kristján Eldjárn fornminjavörð Íslands. 

Án hinnar miklu kynningar, sem þættir hans í sjónvarpi færðu honum inn á hvert heimili í flestum landshlutum, er vafasamt að hægt hefði verið að bjóða hann fram með þeim mikla árangri, sem hann náði. 

Vigdís Finnbogadóttur þekktu allir landsmenn á svipaðan hátt vegna þáttagerðar í sjónvarpi þegar hún bauð sig fram 1980, og þáttagerð og framganga Ólafs Ragnars Grímssonar í sjónvarpi í meira en tuttugu ár gerðu hann þjóðþekktan. 

Alger tilviljun réði því að Guðni Th. Jóhannesson var inni á gafli hjá öllum í gegnum sjónvarpið síðastliðið vor á þeim dögum, sem mestu skiptu um framboð til forsetaembættisins. 

Allar götur frá 1968 hafa sumir átt erfitt með að sætta sig við hin miklu áhrif sjónvarpsins en við því er lítið að gera, heldur verða menn að laga sig að þessu fyrirbæri nútíma þjóðfélags.

Þegar ég var við laganám í Háskóla Íslands fannst mér Ólafur Jóhannesson afar þurr fræðimaður, og þegar hann myndaði ríkisstjórn 1971 vakti það hlátur á skemmtunum þegar ég úthlutaði íslenskum stjórnmálamönnum hlutverkum jólasveina og endaði með því að segja: "...Lúðvík Leppur, Gylfi Skreppur og forsætisráðherra Leiðindaskjóða." 

En Ólafur var fljótur að snúa þessu við, bjó til og laðaði fram á sjónvarpsskjánum sínar bestu hliðar, brosmildan, kíminn og skemmtilegan stjórnmálamann á þann hátt að færa honum yfirburðastöðu á stjórnmálasviðinu næsta áratug. 


mbl.is „Selja“ kjósendum tilfinningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mikið rétt nema með Guðna það var engin tilviljun. RÚV beitir fjórða valdinu óspart og gerir enn. 

Valdimar Samúelsson, 6.10.2016 kl. 12:05

2 identicon

Ólafur hefur sem sagt verið Besti flokkur síns tíma.  Kannski langfyrsta ekkert stress, vertu hress týpan.  Við höfum svo margt að þakka RÚV.  Takk.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2016 kl. 12:16

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þetta er allt eitt stórt samsæri!"

Byrjaði með Munum og minjum Kristjáns Eldjárns.

Þorsteinn Briem, 6.10.2016 kl. 12:18

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

 Dreadnoughtus 1....Titanosaurus 2 coolcool

Ragna Birgisdóttir, 6.10.2016 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband