Túrbínutrixið enn á dagskrá.

Í áraraðir hafa verið skiptar skoðanir um þá leið, sem Landsvirkjun og síðar Landsnet ætla leggja línuna. 

Deilan hefur ekki staðið í meginatriðum um línan skuli lögð, heldur hefur eingöngu verið beðið um að línan sé lögð eftir skaplegri leið og með miklu minni umhverfisáhrifum en á þeirri leið sem línulagningarmenn hafa hangið á eins og hundar á roði. 

Þetta kostar að vísu það að línan verði heldur lengri en krafist var, en miðað við, að um óafturkræf neikvæð áhrif er að ræða til allra framtíðar er sá kostnaður smámunir einir. 

Þessu hluti túrbínutrixisins, sem hefur átt að nota bæði á Kröflulínu og Þeystareykjalínu, er því enn í gangi, og áfram haldið við þá aðferð að keyra málið áfram af fyllstu óbilgirni og stilla andófsfólki upp við vegg og segja að það beri ábyrgð á töfum og aukakostnaði.

 

En þegar upphaflega túrbínutrixið var notað 1970 var sýnt fram á, að það voru virkjana- og túrbínukaupamenn sem höfðu keyrt málið áfram af fullu ábyrgrðarleysi og urðu að lokum að taka ábyrgð afleiðingunum af offorsi sínu.  


mbl.is Felldi framkvæmdaleyfi Þeistareykjalínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband