Skussaháttur. Flugbrautir eru annars eðlis en þjóðvegir.

Flugbrautir eru ekki sams konar samgöngumannvirki og vegir vegana hraðamismunar flugvéla og bíla. 

Hraði bíla á þjóðvegum er takmarkaður við 80-90 km/klst hámarkshraða, og sé vegur ósléttur er hægt að komast leiðar sinnar með því að lækka hraðann eftir þörfum og setja upp skilti þar um.

Verktakar hafa því víða komist upp með það að skilja vegi eftir öldótta og varasama, oft vegna skussaháttar.

Lágmarkshraði við lendingar áætlunarflugvéla innanlands er hins vegar tvöfalt meiri en bíla, eða um 160 km/klst og það er einfaldlega ekki hægt að fara hægar í lendingu. Lendingarhraði sjúkraflugvéla er líka langt yfir hraða bíla, varla minna en 130/km klst.

Flugbrautir og flugvellir taka ekki mikið rými okkar landi miðað við vegina. Lengstu flugbrautir utan Reykjavíkur eru 1500-2200 metrar.

Samt er eins og að Landsnet geti ómögulega hnikað línum sínum til vegna flugvalla, heldur þurfi endilega að fara í gegnum vellina með skurðgreftri til að koma þeim í jörð, eða að leggja línurnar í lofti alveg við þá.

 

Þannig hafa staðið árum saman rökræður um nauðsyn þess að fara með risaháspennulínu fyrir stóriðjuna þvert yfir aðflugsstefnu Akureyrarflugvallar.

Nú kemur upp að Landsnet taldi sig þurfa nauðsynlega að fara með raflínu sína þvert undir flugbrautina í Neskaupstað með tilheyrandi skurðgreftri í gegnum brautina, sem er þó ekki nema um 1500 metra löng.

Þá var það bara gert rétt sisvona án tillits til eðlis þessa samgöngumannvirkis, enda komin hefð fyrir svipuðu kæruleysi á Vestfjörðum, þar sem verktökum tókst að eyðileggja Þingeyrarflugvöll með algerlega ófullnægjandi lagningu slitlags á hann svo að tjónið hleypur á hundruðum milljóna króna.

Ekki hefur farið hátt um þetta og ekki hefur sést í fréttum að neinn sé skaðabótaskyldur.

Reykjavíkurborg hefur komist upp með að leggja allt of þunnt slitlag á götur til að spara með því peninga það ár sem slitlagið hefur verið lagt, en á móti þurft síðar að leggja í kostnað við að reyna að lagfæra holur og skemmdir vegna hins þunna og lélega slitlags.

Þegar upp er staðið verður kostnaðurinn jafnvel meiri og við hann bætist kostnaður og óþægindi bíleigenda, sem er ævinlega einskis metinn. 

 

Mismunurinn á svona háttsemi varðandi akvegi og því sem nauðsynlegt er að viðhafa á flugbrautum sést á samanburði við Reykjavíkurflugvöll þar sem flugbrautir voru endurnýjaðar með 10 sentimetra þykku vönduðu malbiki fyrir 15 árum sem hefur enst fullkomlega síðan.  


mbl.is Geta ekki lent sjúkraflugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reykjavíkurborg hefur komist upp með að leggja allt of þunnt slitlag á götur til að spara með því peninga það ár sem slitlagið hefur verið lagt ..."

Margbúið að svara þessu hér, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 4.12.2016 kl. 11:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er dýrt að vera fátækur og vegagerð um allt land hefur einnig verið í lamasessi eftir Hrunið hér á Íslandi haustið 2008.

En það hefur greinilega farið framhjá þér eins og svo margt annað í lífinu, Ómar Ragnarsson.

Steini Briem, 15.11.2016

Þorsteinn Briem, 4.12.2016 kl. 11:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki betur en að að íslenska ríkið hafi verið að spara á flestum eða öllum sviðum, til að mynda á Landspítalanum, hvort sem kostnaðurinn við sparnaðinn er mikill eða lítill.

Steini Briem, 15.11.2016

Þorsteinn Briem, 4.12.2016 kl. 11:16

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þaö er laukrétt hjá þér, Steini, hvernig Vegagerðin hefur verið svelt, en aðalefni pistilsins fjallar reyndar um klúður á tveimur flugvöllum úti á landi, sem ekki heyra undir Vegagerðina.

Ómar Ragnarsson, 4.12.2016 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband