Norrænt módel í gangi á þingi?

Ástandið í stjórnmálum landsins á sér enga beina hliðstæðu hvað varðar þá samvinnu og gagnkvæmt tillit sem þingflokkarnir viðhafa við gerð fjárlaga. 

Að vísu hafa áður setið minnihlutastjórnir á svipuðum árstíma 1949 og 1979, en það er nýlunda að samráð um gerð fjárlaga og önnur forgangsmál sé eins víðtækt og núna.

Þetta minnir dálítið á þau vinnubrögð sem hafa tíðkast áratugum saman í sumum nágrannalöndum okkar.

Má jafnvel tala um norrænt módel í þessu efni, sem hefur stungið talsvert í stúf við átakastjórnmálin, sem hafa gegnsýrt störfin á Alþingi hér á landi lengur en elstu menn muna. 

 


mbl.is „Við erum að horfa á tímasprengju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allt nú féll í ljúfa löð,
loks á þingi friður,
fólið Vigdís fjandi gröð,
fastur var þar liður.

Þorsteinn Briem, 22.12.2016 kl. 22:31

2 identicon

Fyrir það fyrsta hvað átti það að fyrirstilla að halda kosningar rétt fyrir jólafrí og páskafrí alþingismanna?

Hversu margir vinnudagar alþingismanna fóru til spillis og ekki spöruðust?

Jú, auðvitað.

Stjórnarkreppa á íslandi er viðkvæmt mál, rétt eins og græðgi íslendinga í ferðamálafræðum sem minkarækt.

Ótrúlegt en samt sláum við met í hverju sem er, eins og strúturinn sem stingur hausnum í sandinn þá samt sláum við alltaf met ...

Að stinga hausnum í sandinn!

Norrænt módel?

L. (IP-tala skráð) 23.12.2016 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband