Sá á kvölina sem á völina.

Eitt það fyrsta sem Benedikt Jóhannesson sagði þegar fyrstu fundir forsetans með formönnum stjórnmálaflokkanna hófust, var að hann teldi heppilegt að hann fengi umboð forsetans til að mynda meirihlutastjórn. 

Þótti það næsta hraustlega mælt af formanni flokks með um tíu prósenta fylgi. 

En ummælin byggðust á því mati á aðstæðum flokksins að ekki yrði hægt að mynda meirihlutastjórn án þátttöku Viðreisnar og að þar með yrði það hlutverk þess flokks að velja stjórnarmynstur til hægri eða vinstri. 

Hjá Bjartri framtíð virtist svipað stöðumat vera ríkjandi, því að þingmenn hennar límdu sig strax við Viðreisn og styrktu þar með stöðu beggja flokka. 

En sá á kvölina sem á völina. Vegna klofnings um nokkur höfuðmál, sem ekki fara eftir vinstri-hægri línum, svo sem Evrópumálin, getur það verið ansi snúið við gerð stjórnarsáttmála að finna málamiðlanir sem allir sætta sig við án þess að það sé gert með óbragð í munni. 

Þau ummæli Björns Vals Gíslasonar um komandi niðurstöðu stjórnarmyndunarviðræðna, að varla sé nokkur maður ánægður með afurðina, virðast hins vegar eiga nokkuð almennt við um allar stjórnarmyndunarviðræðnar hingað til, úr því að þær strönduðu.

Ef gangur núverandi stjórnarmyndunarviðræðna bendur til áhugaleysis, hefur áhuginn ekki varla verið meiri í hinum viðræðunum. 

Það hefur verið sagt að það geti verið merki um sanngjarna samninga ef allir aðilar eru nokkurn veginn jafn óánægðir með þá.  

Það sé merki þess að allir hafi lagt sitt af mörkum til að ná skástu mögulegu niðurstöðu.

Nú á eftir að sjá hvort það eigi við í þetta sinn.


mbl.is Varla nokkur ánægður með afurðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Björn Valur Gíslason þingmaður Vinstri grænna 20. júlí 2009:

"Sú undarlega umræða hefur komið upp að ekki sé við hæfi að ESB andstæðingar komi að viðræðum um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu."

"Það vill líka þannig til að þó svo að ákveðið hafi verið að láta reyna á að ná samningi um aðild landsins að sambandinu er ríkisstjórn Íslands samansett til jafns af ESB sinnum og ESB andstæðingum."

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna 3.7.2010:

"Nú hafa komið fram hugmyndir um að rétt sé að draga ESB umsóknina til baka. Frá mínum bæjardyrum séð er það slæmur kostur. Það myndi að ég tel setja lok á frekari þjóðarumræðu um kosti og galla aðildar og koma í veg fyrir að þjóðin tæki ákvörðun á grundvelli upplýstrar umræðu og málefnalegra röksemda.

Upplýst umræða og lýðræðisleg ákvörðun þjóðarinnar í kjölfarið er margfalt farsælli til lengri tíma litið en sú einfalda leið að ýta málinu út af borðinu.

Slíkt á meira skylt við þöggun og það kemur ekki á óvart að harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum vilji fara þá leið."

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svandís Svavarsdóttir þingmaður Vinstri grænna þegar Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu:

"Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa kosið samkvæmt sannfæringu sinni í kosningunni um aðildarumsókn að Evrópusambandinu."

Fjölþætt sannfæring - Myndband

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:47

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Jakobsdóttir 21. apríl 2009, þremur dögum fyrir alþingiskosningarnar:

"Við höfum talað fyrir því að þetta mál þurfi að leysa á lýðræðislegan hátt með þjóðaratkvæðagreiðslu meðal íslensku þjóðarinnar, því það er ljóst að skiptar skoðanir eru um þetta mál," sagði Katrín.

"Við höfum rætt auðvitað ýmsar leiðir, bæði tvöfalda og einfalda. Ekki tekið sérstaka afstöðu til þess en lykilatriði er að þetta verði afgreitt á lýðræðislegan hátt.

Það eru ákveðnir gallar á þessari tvöföldu aðferð
," sagði Katrín."

Katrín Jakobsdóttir - Leysa þarf málið með þjóðaratkvæðagreiðslu og gallar eru á tvöföldu aðferðinni

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Úr kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009, bls. 4:

"Við viljum að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi
sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar, líkt og kveðið er á um í skilyrðum síðasta flokksþings framsóknarmanna.

Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu."

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Rúmlega 90% þingfulltrúa á rúmlega 900 fulltrúa flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti að hefja ætti aðildarumsókn [að Evrópusambandinu]."

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:55

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 7.1.2017 kl. 21:56

11 identicon

Ætti ekki Björn Valur að vera mest fýldur útí flokksformann sinn, Katrínu Jakobsdóttur ?

Hún hafði mikla möguleika á að vera með í stjórn, en glopraði því..

En svo er Björn Valur reyndar allftaf í fýlu, og sennilegast af því, hann er sjálfur svo leiðinlegur.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 7.1.2017 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband