"...Háð þeim takmörkunum sem lög mæla fyrir og nauðsyn ber til..."

"Frelsi til að rækja trú eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum sem lög mæla fyrir og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi." 

Þetta eru lokaorð 19. greinar stjórnarskrárinnar um trúfrelsi á Íslandi, sem stjórnlagaráð setti fram í frumvarpi árið 2011.

Orðalagið er skýrt: Landslög skulu ráða varðandi það að "öllum skal tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu eða standa utan trúfélaga.  Öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi." 

Í núverandi stjórnarskrá er hliðstætt ákvæði um þau takmörk sem eru sett iðkun trúarbragða eða það að rækja sannfæringu.

Það þýðir til dæmis að þegar framkvæmd Sharialaga múslimatrúar fer í bága við landslög, skuli landslög ráða.   

Sú leið var farin við kristnitökuna árið 1000 varðandi það að kristin trú væri lögtekin, að samt mættu menn iðka trúarathafnir ásatrúar á laun, "blóta á laun."

Ævinlega verða uppi mismunandi skoðanir á texta trúarrita, og er skipting kristinna manna í í sértrúarsöfnuði ágætt dæmi um það.

Sumt í Biblíunni er til dæmis býsna forneskjulegt svo sem eitt boðorðanna tíu, þar sem þrælahald virðist talið eðlilegt ástand og að eiginkonur séu samsvarandi eignir karla og uxar og asnar.

Alveg má leika sér að þeim möguleika að trúa þessu boðorði bókstaflega út í hörgul og jafnvel mæla með því að samsvarandi eignarhald og þrælahald verði aftur gert löglegt.

En meðan landslög leyfa þetta ekki verður slíkt athæfi að sjálfsögðu bæði ólöglegt og refsivert.  


mbl.is Hlutverk ríkisins að leiðrétta óréttlætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnarskráin 65.gr. "konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna"      svo kveða æðstu lög landsins, sjálf Stjórnarskráin.                             Óumdeilt að í Islam njóta konur ekki jafns réttar á við karla, þannig að Stjórnarskráin samþykkir ekki Islamstrú á Íslandi, því á að banna Islamstrú á á íslandi, og allar Moskubyggingar. Greinilegt að Stjórnlagaráð hefur gleymt þessari grein í Stjórnarskrárinni.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 8.1.2017 kl. 23:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lýðræði er vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum sem hann varðar.

Grunnútgangspunkturinn er því að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá fólkinu."

"Almenningur lét ekki til sína taka fyrr en franska byltingin var gerð.

Í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna er vísað til sameiginlegs "réttar fólksins" sem ekki hafði áður spurst til."

"Hér á Íslandi fengu konur fyrst kosningarétt árið 1915 en í Sviss þurftu þær að bíða til ársins 1975."

Þorsteinn Briem, 9.1.2017 kl. 01:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ten things that Irish women could not do in 1970s:

1. Keep their jobs in the public service or in a bank once they married

Women who worked in the civil service had to resign from their jobs when they became wives.

2. Sit on a jury

Any Irish citizen who sat on a jury had to be property owners according to the 1927 Juries Act, thus excluding the majority of women.

3. Buy contraceptives

According to the 1935 Criminal Law Amendment Act, the import, sale and distribution of contraceptives was illegal. As a result the majority of women had no access to contraceptives, apart from the Pill which was sometimes prescribed as a "cycle regulator".

4. Drink in a pub

During the 1970s, most bars refused to allow women to enter a pub. Those who allowed women to enter generally did not serve females pints of beer.

5. Collect their Children's Allowance

 In 1944, the legislation that introduced the payment of child benefits to parents specified they could only be paid to the father.

6. Women were unable to get a barring order against a violent partner

7. Before 1976 they were unable to own their home outright

According to Irish Law, women had no right to share the family home and her husband could sell their property without her consent.

Read More: Irish women speak out in anger over their abortions in Britain

8. Women could not refuse to have sex with their husband

A husband had the right to have sex with his wife and consent was not an issue in the eyes of the law.

9. Choose her official place of residence

Once married, a woman was deemed to have the same "domicile" as her husband.

10. Women could not get the same pay for jobs as men

In March 1970, the average hourly pay for women was five shillings, while that for men was over nine. The majority of women were paid less than male counterparts."

Þorsteinn Briem, 9.1.2017 kl. 01:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The majority of Kurds today are Muslim, belonging to the Shafi school of Sunni Islam."

27.1.2015:

Konur í fararbroddi í sigri hersveita Kúrda á Íslamska ríkinu:

Nalin Afrin hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína gegn vígasveitum Íslamska ríkisins.

Þorsteinn Briem, 9.1.2017 kl. 01:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. gr. Trúfrelsi.

Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins.

Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.

Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi.

Eigi er skylt að tilkynna stjórnvöldum um stofnun eða starfsemi trúfélaga eða annarra félaga um lífsskoðanir. ..."

Lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög

Listi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög

Þorsteinn Briem, 9.1.2017 kl. 01:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.2.2009:

"Konur voru með 17% lægri laun en karlar í fyrirtækjum hér á Íslandi, sem tóku þátt í launakönnun ParX í september.

Eftir að margvíslegar forsendur höfðu verið teknar með í reikninginn stóð eftir að konur voru með rúmlega 7% lægri laun en karlar án þess að aðrar skýringar fyndust á því en kynferði."

Þorsteinn Briem, 9.1.2017 kl. 02:02

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 9.1.2017 kl. 02:13

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 9.1.2017 kl. 02:13

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.

Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Listi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 9.1.2017 kl. 02:14

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Óumdeilt er að í launum njóta konur ekki sama réttar í hinni íslensku kristni og karlar. Á þá að banna kristni?

Ómar Ragnarsson, 9.1.2017 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband