Þarf virkilega nýjar risaháspennulínur fyrir nokkra senda?

Nú rétt í þessu var maður að heyra það í útvarpsfréttum frá talsmanni Landsnets, að útsláttur á nokkrum sendum á Austurlandi væri því að kenna að raforkukerfið á Austurlandi væri of veikt.

Of veikt? Er það svona óskaplega mikið og orkufrekt verkefni að halda nokkrum vesælum sendum í gangi?

Fyrr í fréttunum hafði komið fram, að að sjálfsögðu væri gert ráð fyrir varafli þegar rafafl færi af sendunum, en í þetta sinn hefði truflunin orðið svo víðtæk, að varaaflið hefði þrotið. 

Undanfarin ár hefur varla mátt neitt út af bera í dreifingu rafmagns til almennra nota nema að hjá Landsneti hafi verið kyrjaður söngurinn um að það þurfi að reisa risaháspennulínur til að "bæta afhendingaröryggi til almennings." Og nú virðist hann vera byrjaður útaf rafmagnslausum sendum í öryggiskerfi. 

 

Les: Það verður að njörva landshlutann í nýtt net risaháspennulína til þess að jafn lítilfjörlegt verkefni og að gefa nokkrum sendum vararafmagn sé framkvæmanlegt!

Ég er að velta því fyrir mér, hvort umrætt varaafl sé meira en sem nemur einum milljónasta af orkuþörf álversins í Reyðarfirði og get með engu móti skilið hvers vegna ekki er aflögu rafmagn til að halda þeim gangandi ögn lengur í núverandi kerfi ef bilun kemur upp.  


mbl.is Rafmagnslaust víða á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert eins og kellingin sem skilur ekki hvers vegna hún getur ekki ryksugað þó rafmagnsleysi slökkvi á sjónvarpinu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 13:04

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, þetta er ekki rétt hjá þér. "Varaafl" er venjulega algerlega óháð því rafkerfi sem getur bilað. Það var lengi sérstök varaflsstöð við Elliðaárstöð, algerlega óháð rafkerfinu í Reykjavík. 

Í álverinu í Straumsvík var strax í byrjun sett upp varaflsstöð, sem var óháð raforkukerfinu. 

Hjá RUV fer alveg óháð aflsstöð í gang ef rafmagnið fer af húsinu. 

"Kellingin" sem þú talar um, hefur ekki lítinn rafal á heimilinu til að fara í gang ef það verður rafmagnslaust. 

Ómar Ragnarsson, 17.5.2017 kl. 13:43

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eru það aðeins konur, sem skilja ekki að sama orkuuppsprettan knýr bæði sjónvarp og ryksugu? 

Ómar Ragnarsson, 17.5.2017 kl. 13:45

4 identicon

Eins og hjá kellu þá eru ekki varaflsstöðvar við hvern sendi og hverja ryksugu. Bæði þurfa að fá aflið frá rafkerfinu. Og ef varaaflið nægir ekki þá fá ekki allir straum þó tengdir séu við rafkerfið.

Það eru ekki aðeins konur, rauðhærðir eiga það einnig til að skilja ekki að sama orkuuppsprettan knýr bæði sendi og ryksugu og að orkan fer eftir sömu línum. Bregðist eitthvað þá virka hvorki sendar né ryksugur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.5.2017 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband