Svipað og tilkoma Iceland Express 2003? Eða annað Bauhaus?

Ísland er eyland langt norður í höfum og samgöngur til landsins því lífsnauðsyn fyrir Íslendinga.

Lélegar samgöngur til landsins voru meðal þátta í afsali valds til Noregskonungs 1262.

Árið 2002 ríkti einokun í flugsamgöngum til landsins. Eitt íslenskt flugfélag naut hennar.

Þá kom flugfélagið Iceland Express til sögunnar og margir gera sér kannski ekki grein fyrir því hve miklu skipti að einokunin var rofin, þannig að hún hefur ekki átt afturkvæmt.

Nú er öldin svo sannarlega önnur að þessu leyti með tugum flugferða á hverjum degi.

Verslun á Íslandi er líka mikils virði vegna fjarlægðar frá öðrum löndum og samgöngurnar, - og einokunarverslun Dana var þungbær.

Afnám hennar og síðar fullt verslunarfrelsi 1854 voru því framfaraspor.

En einokun getur líka verið af fleiri toga.

Á veldistíma Kolkrabbans svonnefnda var viss einokun fólgin í ofurveldi hans á innlendum smásölumarkaði.

Tilkoma lágvöruverslana á borð við Bónus og Hagkaup voru jafnvel meiri kjarabót en fékkst með launabaráttu verkalýðshreyfingarinnar.

En vegna smæðar þjóðfélagsins er ævinlega hætta á fákeppni sem er ákveðið afbrigði af einokun.

Tilkoma Costco veltir upp spennandi spurningum um áhrif hennar og eðli, sem á eftir að svara.

Gríðarlegt kaupæði í versluninni í Kauptúni segir ekki alla söguna, því að svipað kaupæði greip landann þegar stórverslun Bauhaus var opnuð fyrir nokkrum árum, án þess að hægt sé að segja að hún hafi markað mikil tímamót. 

Það liðu mörg ár frá opnun Bauhaus þangað til ég kom þangað fyrst inn, og þá vegna þess að mér hafði verið sagt frá ákveðinni verslunarvöru, sem aðeins fengist þar, mjóum plaströrum af ákveðinni þykkt.

Þetta var fyrir vorferð mína á Sauðárflugvöll fyrir rúmu ári. Ég var þá enn að jafna mig eftir slysfarir og kveið fyrir þvi að þurfa að fara um þetta langa hús.

En þá uppgötvaði ég, mér til mikils léttis, að fyrir fatlaða, eins og ég var þá, var til reiðu rafknúinn hjólastóll til að leita að mjóu rörunum, sem mig vantaði í þessu gríðarstóra húsi.

Kannski var hjólastóllinn þarna til reiðu, aðeins vegna þess, að það var samkeppni um að fá fatlað og aldrað fólk til að versla þar. Ja, hver veit? 


mbl.is Mikil örtröð í Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymir að á undan Iceland Express var um tíma breska lágflugfargjaldafélagið "Go" en þeir hættu og ég hygg að .að hafi verið kveikjan að Iceland Express.

Gisli Gislason (IP-tala skráð) 26.5.2017 kl. 13:53

2 Smámynd: Már Elíson

Og ekki má gleyma Arnarflugi innanlands sem utanlands, étið af ríkisstyrktum hrægömmum ríkis-flugfélagsins Loftleiðir/Flugleir eða hvað þeir hétu þá....

Már Elíson, 26.5.2017 kl. 22:41

3 Smámynd: Már Elíson

EDIT...Flugleiðir..á þetta nú að vera

Már Elíson, 26.5.2017 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband