Á stórfelld tilraunastarfsemi að renna ljúflega í gegn?

Það hefur komið fram að sú framleiðsluaðferð, sem Silicor Materials ætlar að nota á Grundartanga sé alveg ný uppfinning, sem valdi nær engum umhverfisáhrifum. 

Svo virðist sem mikill vilji sé fyrir því að láta fyrirtækið komast upp með að fara í þessa stóru framkvæmd sem allra ljúflegast á forsendum, sem skilað er á pappírum. 

Og sagt er að það skipti engu máli hvort mat á umhverfisárhrifum fari fram eða ekki, né heldur skipti máli hver niðurstaða þess verði, verksmiðjan verði samt örugglega reist. 

Fyrirtækið hefur gefið loforð út og suður ár eftir ár um að fjármagna verkefnið og borga tilskilin gjöld án þess að standa við eitt eða neitt. 

Fortíð fyrirtækisins sýnir að við þessu mátti búast, en samt segja íslenskir viðsemjendur fullum fetum að verksmiðjan muni rísa. 

Þetta minnir á það þegar sveitarstjórinn í Vesturbyggð marg endurtók fyrir tæpum áratug að það væri 99,9% fullvíst að risa olíuhreinsistöð yrði reist í Hvestudal við Arnarfjörð. 

Sú yfirlýsing hefur aldrei verið afturkölluð. 

Formlega hefur heldur aldrei verið hætt við reisa álver Norðuráls í Helguvík, sem krefjast myndi virkjana allt frá Reykjanesi upp á miðhálendið og austur í Skaftafellssýslur. 

Og norður í landi kaupa kaupfélagsstjórinn á Sauðárkróki og aðrir upp allar "virkjanajarðir" sem hægt er að krækja í til að reisa álver milli Blönduóss og Skagastrandar, sem enn er stefnt að að reiaa. 


mbl.is Ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Silicor er anzi dularfullt fyrirtæki, sem kynnt hefur til sögunnar nýja aðferð við að hreinsa kísil til að framleiða sólarhlöðukísil.  Mér vitanlega hefur sú aðferð aldrei verið reynd í raunverulegu framleiðsluferli.  Fjárfestar virðast hafa svo litla trú á þessu ferli, að treglega gengur að fjármagna.  Þegar þekkingu vantar á starfsemi, er mest nauðsyn á vönduðu umhverfismati, sem feli í sér stranga áhættugreiningu, þar sem þeir taki þátt, er gerst mega vita.  Að yfirvöld gefi yfirlýsingu út í loftið um, að engin þörf sé á umhverfismati við þessar aðstæður, er ábyrgðarlaust.  Óvandað umhverfismat er þó verra en ekkert.  Hugmynd Silicor er spennandi og óskandi, að hún reynist raunhæf, en það verður að sannreyna hana á undirbúningsstigum, eins og kostur er, jafnvel með líkani, til að finna út, hvaða aukaefni myndast.  Umhverfisyfirvöld ættu að vera brennd af reynslunni frá Helguvík.  Þar myndast gastegundir, sem hreinsikerfi verksmiðjunnar hefur ekki náð að fanga.  Þær eru e.t.v. ekki hættulegar, en óþægilegar fyrir starfsmenn og íbúa í grennd. 

Bjarni Jónsson, 17.6.2017 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband