Þetta kunna Kanarnir.

Áður en Gleðigangan kom til sögunnar hér á landi, var dapurlegt hvað við kunnum lítið í því að fara í skrúðgöngu. 

Gimli er á stærð við Árborg og því var það sem opinberun 1999 að fylgjast með hátíðarhöldunum á Íslendingadaginn. 

Allir, já, allir tóku þátt í því að gera þetta að stórviðburði. Varla var svo fámennur né fjárvana hópur eða félag til sem ekki sendi sveit í skrúðgönguna. 

Bændurnir komu meira að segja á dráttarvélunum sínum og drógu heyvagna með sveitahljómsveitum á eftir sér. 

Þetta er eitt af því sem Ameríkanar kunna fram í fingurgóma. Skrúðgöngur eru einskonar þjóðaríþrótt. 

Hér á landi ætti skrúðganga 17. júní að vera að minnsta kosti jafn mikilfengleg og Gleðigangan. 

Hin mikla aðsókn áhorfenda að Gleðigöngunni og þátttakan í henni sýnir, að það er þörf fyrir svona sameinandi viðburði hér á landi oftar en einu sinni á sumri. 


mbl.is Ísland í brennidepli á Gimli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrúðganga 17. júní er skógur regnhlífa. Sumardaginn fyrsta og fyrsta maí eru allir með sultardropa, loppnir og skjálfandi. Hefðbundnir skrúðgöngudagar okkar hafa ekki verið á besta tíma ársins. Gleðiganga í apríl næði aldrei þeim vinsældum sem hún fær auðveldlega í ágúst. Og þó gleðigangan sé vinsæl þá er ekki sjálfgefið að fólk nenni að fara í margar skrúðgöngur hvert sumar. Fjórir svona sameinandi viðburðir á hverju sumri og fólk mætir frekar illa í þrjá bendir til þess að þörfin sé ekki eins mikil og halda mætti ef aðeins er horft á þann viðburð sem fólkið mætir helst á.

Hábeinn (IP-tala skráð) 5.7.2017 kl. 01:55

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Islendingar skammast sín fyrir þjóðhátíðardag Íslendinga og þá sérstaklega meirihluti borgstjórnar Reykjavíkur.

Þegar ég var að alast upp þá var 17 júní hátíðarhöld sem stöðu yfir næstum i sólarhring. Að morgni þá voru þeir sem stöðu í sjálfstæðisbaráttu Íslands heiðraðir. Eftirmiðdagurinn var aðallega fyrir börn með skrúðgöngu og öðrum skemmtiatriðum. Um kvöldið þá var dansað út á götu, hljómsveit fyrir framan Moggahusið, hljómsveit á Lækjartorgi og hljómsveit við iðnaðranankan og Iðnó.

Vestan hafs þá eru fólk stolt af þjóð sinni og minnist þeirra sem fórnuðu lífi sínu og mikil hátíðarhöld, eins og það var á Íslandi i den tid.

Ég er ekki alveg að ná því hvað hefur gerst síðan að eg fluttist frá Íslandi 1971. Eitt er víst að landið er að tapa þjóðerni sinu og stolti.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 5.7.2017 kl. 02:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Islendingar skammast sín fyrir þjóðhátíðardag Íslendinga og þá sérstaklega meirihluti borgstjórnar Reykjavíkur."

Þetta bull í þér er með ólíkindum, Jóhann Kristinsson.

Þorsteinn Briem, 5.7.2017 kl. 08:22

4 identicon

Almennt fyllerí að kvöldi 17. júní þar sem dansað var út á götu, hljómsveit fyrir framan Moggahúsið, hljómsveit á Lækjartorgi og hljómsveit við Iðnaðarbankan og Iðnó er liðin tíð. Margir urðu mjög meðvitaðir um þjóðerni sitt og fylltust miklu stolti eftir nokkra sjússa. Og Öxar við ána og Eldgamla ísafold mátti heyra úr hverju skúmaskoti þar sem menn köstuðu af sér þvagi. 

Gústi (IP-tala skráð) 5.7.2017 kl. 09:27

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvers vegna var engin Gleðiganga á Íslandi árið 1971?!

Og hvers vegna er enn engin Gleðiganga hér í Hvíta-Rússlandi?!

Hér var haldið upp á þjóðhátíðardag landsins í fyrradag með mikilli hersýningu beint fyrir framan hótelið sem ég bý á.

Forseti Hvíta-Rússlands frá árinu 1994, Lukashenko eða Lúka pabbi eins og Hvít-Rússar kalla hann, hélt langa ræðu og til að komast inn á hátíðarsvæðið þurfti að fara í gegnum öryggishlið.

Ég ákvað að fá mér frískt loft, fór út af hótelinu og trítlaði inn á svæðið með smákökur til að hafa eitthvað að maula við að horfa á herinn marséra.

"Opnaðu boxið!" skipaði taugaveiklaður maður í öryggishliðinu. "Má bjóða þér smáköku?" spurði ég manninn og opnaði boxið.

Hann afþakkaði og hleypti mér inn á svæðið en í stað fríska loftsins var ég að kafna úr gríðarlegri mengun frá skriðdrekum í löngum bunum og alls kyns öðrum vígtólum.

Í kolli Lúka pabba og Jóhanns Kristinssonar, gömlu kommanna og mörlenskra öfgahægrimanna, er ennþá árið 1971 og á milli þeirra liggja gagnvegir.

Þorsteinn Briem, 5.7.2017 kl. 09:33

6 identicon

Hvernig var nú ekki með kökuna góðu, á langborði í miðbænum ... það var varla hægt að komist niður á lækjargötu fyrir fólkmergð.  Og hvernig var ekki verzlunarmannahelgin hér forðum ... bílalest úr bænum, svo langt sem augað eygði.

Ísland var ekkert draugabæli hér í eina tíð ... og kunni vel að fara í göngur um bæinn ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.7.2017 kl. 12:11

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Færðu verki með þessu Steini minn, ef svo er þá ættir þú að panta hjá lækni, þú kemst kanski að hjá lækninum rétt fyrir jól.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.7.2017 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband