Vaxandi hótunarógn.

Hótunarógnin af Norður-Kóreu er nú orðin slík, að heimsbyggðin stendur frammi fyrir miklum vanda. 

Meginkostirnir sem staðið er frammi fyrir, eru tveir, og báðir slæmir. 

Annar er sá að ráðast af slíku afli á Norður-Kóreu að valdhafarnir þar fái ekki nægt ráðrúm til að svara í sömu mynt. 

Hinn er sá að reyna að halda aftur af valdhöfunum með enn meiri efnahagsþvingunum en hingað til. 

Gallinn er sá við fyrri kostinn, að Norður-Kóreuher getur valdið óskaplegu tjóni í Suður-Kóreu jafnvel þótt árás Bandaríkjamanna verði eins "fyrirbyggjandi" og mögulegt er.

Gallinn við síðari kostinn er hins vegar sá, að Norður-Kóreumenn virðast staðráðnir í því að efla kjarnorkuherafla sinn, sama hvaða þvingunum þeir eru beittir.

Þá er aðeins þriðji kosturinn eftir, svipaður því þegar fyrrverandi Bandaríkjaforseti heimsótti goðsögn Norður-Kóreumanna rétt fyrir andlát hins síðarnefnda og tókst að fá hann til að leggja af kjarnorkuáætlun landsins um sinn.  

Í slíku samkomulagi felst að vísu óbein viðurkenning á ógnarstjórninni í Norður-Kóreu en samt er þetta líklega illskásti kosturinn. 


mbl.is Fullyrða að N-Kórea sé nú kjarnorkuveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

=Kastljósið ætti að beinast miklu meira að nýkjórnunm FRAMKV.STJÓRA SAMEINUÐUÞJÓÐANNA heldur en að leiðtogum USA, kína og N-kóreu.

Það er hann sem að ber ábyrgð á að leysa þetta mál                                                  sem "bangsapabbinn" í Hálsaskóginum.

Einhver þarf einhverntíman að höggva á óvissuhnúta þessu tengdu og þá er FRAMKV.STJÓRI SAMEINUÐUÞJÓÐANNA best til þess fallinn.

Jón Þórhallsson, 4.7.2017 kl. 16:35

2 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Fjórði kosturinn væri að hætta að hóta Norður-Kóreu, semja um varanlegan frið og eðlileg samskipti og, í fyllingu tímans, sameiningu ríkjanna.

Vésteinn Valgarðsson, 4.7.2017 kl. 18:43

3 identicon

Af hverju stendur heimsbyggðinni hætta af Norður Kóreu?

Þessi hugmynd þín, Ómar ... byggist á "heilaþvætti" ... þú ert "heilaþveginn" í þessu samhengi, eins og margir af þinni og minni kynslóð.

Bandariki Norður Ameríku, hafa beitt sýklavopnum og myrt miljónir kóreumann með þeim. Miljónir ... með sýklavopnum. Þeir hafa myrt miljónir manna í Vietnam ... konur og börn, með efnavopnum.  Þeir hafa myrt miljónir í Írak, með fosfor, og geislavirkum vopnum.

Og þér finnst þér stafa ógn af N.Kóreu ... þetta hljómar eins og hafnarfjarðar brandari.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.7.2017 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband