Hvörfin eru oft miklu áhrifameiri en dauði.

Allir deyja einhvern tíma og hlíta þeirri meðferð skjala og líkamsleifa sem staðfestir líf þeirra og dauða. 

En jafnvel þótt dauðdaginn geti verið dramatískur virðist ekkert taka því fram að manneskja hverfi sporlaust. 

Amalía Erhardt vann afrek, sem nægðu til að halda nafni hennar á lofti í nokkra áratugi, en það eitt hvernig hún hvarf sporlaust og að sífellt hafa komið fram nýjar og nýjar kenningar um afdrif hennar, hefur hins vegar orðið til þess að frægð nafns hennar endurnýjast aftur og aftur.

Hér á landi þekkjum við svipuð fyrirbæri, sem halda lífinu í frægð horfins fólks að því er virðist endalaust, svo sem hvarf séra Odds í Miklabæ, dularfull örlög Reynistaðabræðra og hvörf þeirra Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar.  


mbl.is Lést Earhart í japönsku fangelsi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ég þekki til konu sem átti dreng sem hvarf sporlaust og hefur aldrei spurst til . Hún segist aldrei fá ró í sín bein fyrr en að líkamsleifar hans finnist þannig að hún geti jarðsett og kvatt hann. Hver dagur er henni kvöl og pína og allt bendir til að svo verði þar til yfir lýkur hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ragna Birgisdóttir, 7.7.2017 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband