Aftur Reagan og Gorbatsjof eða ekki?

Þegar Ronald Reagan og Michael Gorbatsjof hittust fyrst í Vín 1985 stóð Kalda stríðið sem hæst. 

Reagan hafði nýtt alla slægustu ráðgjafa sína til að sjá svo um að Sovétríkin væru að komast í óbærilega stöðu í Kalda stríðinu, þyrftu að draga her sinn út úr Afganistan og aðlaga sig lækkuðu olíuverði. 

Reagan jók herafla Bandaríkjanna og setti fram umdeilda en harða "Stjörnustríðsáætlun" og það hafði verið ófriðarlegt í Evrópu vegna deilna um uppsetningu eldflauga. 

1983 stóð tæpast að allsherjar kjarnorkustyrjöld hæfist vegna lúmskrar bilunar í tölvustýrðu aðvörunarkerfi Sovétmanna. 

En í Vín og síðar enn frekar í Reykjavík 1986 náðist persónulegt samband á milli leiðtoga risaveldanna sem síðar leiddi til loka Kalda stríðsins og falls Sovétríkjanna án stórfelldra vandræða. 

Nú standa Rússar í raun enn lakar en 1985 varðandi efnahagslegt bolmagn, þótt þeir spili vel úr spilum góðs herafla og nýtingu hans í furðu vel ígrundaðri utanríkisstefnu.

Og í bakhöndinni hafa þeir annað af tveimur lang stærstu kjarnorkuvopnabúrum heims.

Það er ekki ómögulegt að það geti myndast jafn gott samband á milli Trumps og Pútíns og það sem myndaðist á milli Reagans og Gorbatsjofs.

En viðkvæm staða á Kóreuskaga og í Miðausturlöndum getur raskað myndinni. 


mbl.is Allra augu á Trump og Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hverjar eru 5 aðal spurningarnar                                                  sem ætti að keppast við að svara tengt þeirra fundi?

Jón Þórhallsson, 7.7.2017 kl. 11:23

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Finnst heimsbyggðinni það eðlilegt að forseti rússlands,  sem að á fulltrúa-sæti í ÖRYGGISRÁÐINU, vilji ekkert gera til að sporna gegn kjarnorkufikti N-kóreu?

(Innihaldslausar fordæmingar öryggisráðsins eru eins og "að pissa upp í vindinn"; þær virðast ekki hafa nein áhrif á forseta N-koreu).

Jón Þórhallsson, 7.7.2017 kl. 11:30

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langt frá því að hægt sé að fullyrða að utanríkisstefna Rússlands sé vel ígrunduð.

Enn í hernaðarbrölti í Miðausturlöndum og sæta alþjóðlegum efnahagsþvingunum vegna kolólöglegrar innlimunar Krímskagans.

Þorsteinn Briem, 7.7.2017 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband