Refsiaðgerðir stundum gerðar af skammsýni og hræsni .

1979 sat ríkisstjórn í Afganistan, sem var það hliðholl Sovétmönnum, að hún var oft skilgreind sem leppstjórn.  Í augum ráðamanna Sovétríkjanna var Afganistan afar mikilvægt hernaðarlega, því að landið átti löng landamæri að Sovétríkjunum, en einnig landamæri að Íran og Pakistan.

Þá gerðu svonefnd Muhaheddin samtök, sem voru múslimskur fyrirrennari Talibana, uppreisn og steyptu stjórninni. 

Þetta þótti ráðamönnum Sovétríkjanna óviðunandi ógn við það sem kallað er "öryggishagsmunir" og sendu herlið inn í landið "til þess að rétta stjórninni hjálparhönd" eins og það var orðað. 

Þetta vakti mikla hneykslan víða um lönd, og Bandaríkjamenn og Bretar stóðu fyrir refsiaðgerðum gegn Sovétríkjunum, sem meðal annars fólust í því að fá það margar þjóðir til að sniðganga Ólympíuleikana í Moskvu 1980, að jaðraði við eyðileggingu. 

Sovétmenn hefndu fyrir þetta með því að fá kommúnistaríkin til að sniðganga Ólympíuleikana í Los Angeles 1984, þannig að tvennir Ólynpíuleikar fóru að miklu leyti í súginn fyrir þetta brölt allt. 

1985 gáfust Sovétmenn upp við stríðsreksturinn í Afganistan, enda höfðu Bandaríkjamenn stutt þau öfl dyggilega í Afganistan sem gerðu Afganisatn að hreiðri fyrir hryðjuverkasamtök, sem gerðu árásina á Bandaríkin 2001. 

Þá snerist dæmið við þegar NATO undir forystu Bandaríkjanna sendi herlið inn í landið, sem kom á jafn mikilli leppstjórn og Sovétmenn höfðu haft þar fyrir 1979. 

En þetta sýndi hve grunnhyggin stefna Bandaríkjanna hafði verið 22 árum fyrr þegar Sovétmönnum var refsað fyrir að senda her inn í landið. 

Öll sagan á suðurlandamærum Sovétríkjanna og síðar Rússlands er vörðuð skammsýnu mati á aðstæðum. 

Nikita Krústjoff og stjórn hans gerðu mikil mistök þegar Krímskagi var færður úr Rússlandi yfir í nágrannalýðveldið Úkraínu. 

Þetta var að vísu göfugmannlegt og átti að sýna einingu og bræðralag ríkjanna í Sovétsambandinu, en Krústjoff hefði átt að hafa í huga, að Rússar höfðu fórnað meira en 50 þúsund hermönnum í Krímstríðinu rúmri öld fyrr og milljónum manna í Seinni heimsstyrjöldinni til að tryggja öryggishagsmuni Rússa á suðurlandamærum Rússlands.

Þegar sókn NATO og ESB til austurs var komin á það stig að Úkraína gæti færst undir efnahagsleg yfirráð ESB og hugsanlega orðið NATO ríki eins og Eystrasaltslöndin, náði gamalkunnug tortryggni Rússa gagnvart "sókn til austurs" (Drang nach osten) yfirhöndinni með réttu eða röngu og Krímskaginn var tekinn með valdi.

Staða Krímskaga hernaðarlega er svipuð gagnvart Rússlandi og Florida og suðausturríkja Bandaríkjanna er í Bandaríkjunum, - Sevastopol álíka mikilvæg flotastöð fyrir Rússa og Norfolk fyrir Bandaríkjamenn.  


mbl.is Herða refsiaðgerðir gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ágætis útlistun. 

Á sama hátt má benda á að hálfstuðningur Bandaríkjamanna við uppreisnaröfl í Sýrlandi  hafði skelfilegar afleiðingar. 

Þar var friðarverðlaunahafinn Obama síst til gagns geðslegur sem hann þó er persónulega. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.7.2017 kl. 15:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú heldur til streitu þessu rugli þínu við undirleik öfgahægrimanna, Ómar Ragnarsson.

Þorsteinn Briem, 23.7.2017 kl. 15:50

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Innlimun Krímskaga í Rússland var kolólögleg og ríkið sætir því alþjóðlegum efnahagsþvingunum, þar á meðal af hálfu íslenska ríkisins.

Þorsteinn Briem, 23.7.2017 kl. 16:03

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandið er fyrst og fremst efnahagsbandalag en ekki eitt ríki eins og Bandaríkin eru.

Aðildarríki Evrópusambandsins geta sagt sig úr sambandinu en bandarísku fylkin, til að mynda Kalifornía, geta ekki sagt sig úr Bandaríkjunum.

Þorsteinn Briem, 23.7.2017 kl. 16:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 23.7.2017 kl. 16:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 23.7.2017 kl. 16:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations

Þorsteinn Briem, 23.7.2017 kl. 16:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt Úkraína vilji fá aðild að annars vegar Evrópusambandinu og hins vegar NATO fengi það ekki aðild strax í fyrramálið.

Serbía sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005.

Þar að auki þurfa öll Evrópusambandsríkin að samþykkja aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu og engan veginn víst að þau samþykki öll aðild til að mynda Tyrklands að sambandinu, enda þótt samningar tækjust einhvern tímann um aðildina.

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 23.7.2017 kl. 16:20

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ukraine has a close relationship with NATO and has declared interest in eventual membership."

En það er ekki þar með sagt að Úkraína fái einhvern tímann aðild að NATO, hvað þá á meðan borgarastyrjöld er austast í landinu.

Þorsteinn Briem, 23.7.2017 kl. 16:27

11 identicon

Er ekki kominn tími á aðgerðir?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.7.2017 kl. 16:39

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eru 13 ár, Steini, frá því að Pútín sagði skoðun sína á stöðu mála í austanverðri Evrópu eins og mál stóðu þá. Aðstæður voru allt aðrar áratug síðar. 

Þú hlýtur að sjá að það er ekki eðlilegt að copy past mokstur þinn á sömu athugasemdunum í tugi skipta sé þrefalt lengri í hvert skipti en pistillinn hjá mér og athugasemdir annarra samanlagt. 

Ég sé að minnsta kosti ekki neina hliðstæðu á neinni annarri bloggsíðu. 

Ómar Ragnarsson, 23.7.2017 kl. 21:21

13 identicon

Heyr!!!

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 23.7.2017 kl. 22:46

14 identicon

Sæll

Þetta er málum blandið eins og ég hef bent þér á. Nikita Krústjoff og stjórn hans færðu Krímskaga úr Rússlandi yfir í Úkraínu mest af hagkvæmnisástæðum. Enginn landaðgangur er til skagans frá Rússlandi og Rússar fengu jafnstórt land í skiptum. Nú er staðan reyndar ekki þessi með stuldi Donetsk sem stjórnað með ógnarstjórn glæpahópa. Þetta mætti fjalla um í löngu máli, en þetta er kjarni málsins.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 25.7.2017 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband