Gamalkunnug "skítalykt af málinu."

Við upphaf þess þegar Siggi Sigurjóns var að móta persónuna Ragnar Reykás varð orðtakið "skítalykt af málinu" í munni hinnar mjög svo íslensku persónu á allra vörum.

Síðan "áltrú" eða eins konar stóriðjutilbeiðsla var tekin upp hér á landi 1965 hefur ákveðin aðferð varðandi slík verkefni orðið að eins konar helgisið eða ritúali. 

Í þessari aðferð felst að selja orkuna á hrakviðri eða eins lágt og unnt sé til þess að það nægi fá erlenda stóriðju til landsins. 

Biblía átrúnaðarins var gefin út og send helstu stóriðjufyrirtækjum heims 1995 undir kjörorðinu "Lægsta orkuverð heims! - sveigjanlegt mat á umhverfisáhrifum." 

Í kjölfarið fylgdu eins margar stórvirkjanir og risa stóriðjufyrirtæki og hægt var að ryðja braut með ítrasta offorsi. 

Sem dæmi má nefna að í samningnum við Alcoa skuldbatt ríkið sig til þess að breyta ekki skattalöggjöf landsins næstu 40 ár í þá veru að hækka leyfilegt skuldaþak Fjarðaráls. 

Þetta var gert til þess að tryggja, að fyrirtækið þyrfi aldrei að borga krónu í tekjuskatt, sama hve mikið það græddi og nota í þessu skyni stórfelldar bókhaldsbrellur með því að láta dótturfélög Alcoa erlendis lána Fjarðaráli nógu mikið til þess að skuldsetningin æti upp gróðann á pappirunum. 

Á Bakka við Húsavík voru veittar stórfelldari ívilnanir hlutfallslega vegna kísílvers en nokkur ríkisstjórn hafði gert á undan. 

Í Helguvík komust menn upp með alls kyns frávik, allt frá búnaði verksmiðjunnar og hæð hennar til vanskila við nánast allt og alla auk stórfelldrar mengunar. 

Á Grundartanga átti stórfellt tilraunaverkefni Silicor Materials að fljúga í gegn án þess að það þyrfti einu sinni að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum, og annað var eftir því. 

Nú hefur náttúruverndarfólk unnið sigur í erfiðri baráttu gegn því sem þarna átti að keyra í gegn á sama hátt og tíðkast hefur æ ofan í æ.

Er ástæða til að fagna því og þakka þeim, sem stóðu vaktina í þessu máli.  


mbl.is Fagnar „fullnaðarsigri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

28.3.2013:

"Alþingi samþykkti í gær frumvarp sem veitir atvinnuvegaráðherra heimild til að gera fjárfestingasamning um byggingu 33 þúsund tonna kísilvers á Bakka við Húsavík.

Félagið fær sérstakar skattaívilnanir vegna nýfjárfestinga umfram aðrar heimildir í lögum hvað varðar tekjuskatt, tryggingagjald, stimpilgjöld, fasteignagjöld og fleira fyrir um 1,5 milljarða króna á tíu ára tímabili.

Ríkið greiðir einnig nærri 800 milljónir króna vegna framkvæmda við lóðina og þjálfun nýs starfsfólks.

Alþingi samþykkti einnig frumvarp um þátttöku ríkisins í gerð vegtengingar milli Húsavíkurhafnar og Bakka fyrir 1,8 milljarða króna.

Og ríkissjóður veitir víkjandi lán vegna hafnarframkvæmda fyrir 819 milljónir króna."

Þorsteinn Briem, 19.9.2017 kl. 21:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steingrímur J. Sigfússon veitti margra milljarða króna ívilnanir vegna kísilvers á Húsavík sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, núverandi iðnaðarráðherra, segir nú að verði einnig að gilda fyrir álver í Helguvík.

Steini Briem, 4.9.2013

Þorsteinn Briem, 19.9.2017 kl. 21:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.6.2015:

"Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, gefur lítið fyrir gagnrýni "eftiráspekinga" á framkvæmd Vaðlaheiðarganga sem nú er komin einn og hálfan milljarð fram úr kostnaðaráætlun.

Hann segir að gerð ganganna hafi verið forsenda þess að ráðist var í iðnaðaruppbyggingu á Bakka."

Þingmaður í Norðausturkjördæmi blæs á gagnrýni "eftiráspekinga" á Vaðlaheiðargöng

Þorsteinn Briem, 19.9.2017 kl. 21:06

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.6.2013:

"Nýjustu rannsóknir jarðvísindamanna sýna að aðkallandi er að gera nýtt mat á jarðskjálftavá á Norðurlandi.

Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu er til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Endurskoða þarf staðsetningu kísilmálmverksmiðju við Húsavík
og jafnvel færa sjúkrahúsið á staðnum, að mati Páls Einarssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands."

"Þriðjungurinn af hreyfingunni er á Húsavíkurmisgenginu, sem menn hafa mestar áhyggjur af, og það liggur beint í gegnum Húsavík.

Það misgengi er fast, ljóst er að þar hefur safnast upp spenna í stóran skjálfta og rannsóknir staðfesta að sú spennusöfnun er enn í gangi," segir Páll og bætir við að virkasta sprungugreinin, eða misgengið, sé kennt við Skjólbrekku.

"Það er í raun í framhaldi af Húsavíkurfjalli út í sjó og á þessu misgengi eru menn að hugsa um að reisa kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Það þarf að endurmeta jarðskjálftahættuna í sambandi við það."

"Skemmdir verða ekki stóralvarlegar ef upptökin eru úti í sjó en þegar fjarlægðin er orðin minni en fáeinir kílómetrar eru kraftarnir orðnir afar miklir og ófyrirsjáanlegir," segir Páll."

Endurmeta þarf staðsetningu kísilvers við Húsavík


Aðalskipulag Norðurþings 2010-2030 - Húsavík (pdf)


Jarðskorpumælingar sýna að spenna í Húsavíkurmisgenginu sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni 6,8.

Þorsteinn Briem, 19.9.2017 kl. 21:07

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.5.2013:

Skipulagsstofnun: Kísilver í Helguvík þarf 130 MW þegar það er komið í fulla stærð, sjá bls. 4


Norðurál:
"Álver í Helguvík þarf 625 MW þegar það er komið í fulla stærð."

Álver í Helguvík þyrfti því
um fimm sinnum meiri raforku en kísilver á sama stað.

Og samtals þyrftu álverið og kísilverið 755 MW.

Steini Briem, 14.5.2014

Þorsteinn Briem, 19.9.2017 kl. 21:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar.

Afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði."

Þorsteinn Briem, 19.9.2017 kl. 21:11

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýjar virkjanir á Suðurlandi:

Skrokkölduvirkjun 35 MW,
Hvammsvirkjun 82 MW,
Holtavirkjun 53 MW,
Urriðafossvirkjun 130 MW,
Hágönguvirkjun, 1. áfangi 45 MW,
Hágönguvirkjun, 2. áfangi 90 MW,
Búðarhálsvirkjun 95 MW.

Samtals um 530 MW.


Háhitasvæði á Reykjanesskaga:


Eldvörp 50 MW,
Sveifluháls 50 MW,
Gráuhnúkar 45 MW,
Hverahlíð 90 MW,
Meitillinn 45 MW,
Sandfell 50 MW,
Reykjanes 50 MW,
Stóra-Sandvík 50 MW.

Samtals um 430 MW.

Og engan veginn víst að allar þessar virkjanir komist í gagnið að einhverju eða öllu leyti.

Og álver verður ekki reist á Húsavík.

Steini Briem, 21.11.2012

Þorsteinn Briem, 19.9.2017 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband