Þegar sigurvegari í kosningum og verðandi samgönguráðherra fékk far.

Jón Gunnarsson samgönguráðherra er ekki fyrsti og kannski ekki heldur síðasti samgönguráðherrann sem lendir í því að komast ekki með áætlunarflugi á áríðandi fund. 

Í kosningunum 1971 vann Hannibal Valdimarsson afgerandi sigur í kosningum, dró með sér Karvel Pálmason kennara í Bolungarvík á þing og réði úrslitum um myndu vinstri stjórnar og síðan um slit hennar. 

En þegar halda átti umræður í Sjónvarpssal um úrslitin þar sem Hannibal yrði aðalmaðurinn, brá svo við að Flugfélagið tilkynnti að ófært væri til og frá Ísafirði. 

Ég rauk til og athugaði skilyrðin og sá að þetta var afsökun sem átti sér enga forsendu, heldur hafði flug til Akureyrar verið láta hafa forgang. 

Með leyfi fréttastjóra stökk ég því upp í tveggja hreyfla vél og flaug vestur til þess að sækja Hannibal, svo að hann rétt slyppi inn í umræðurnar. 

En þetta var afar pínlegt fyrir flugfélagið í aðdraganda þess, hver yrði næsti samgönguráðherra. 


mbl.is Samgönguráðherra fékk ekki far til Eyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband