Þungi rafhlaðna er meginvandamál í notkun rafbíla.

Þungi rafhlaðna og vandinn við að viðhalda orku rafknúinna farartækja á ferðum þeirra er meginvandamálið, sem leysa þarf varðandi það akipta um orkugjafa. Renault Zoe.

Sem dæmi um þetta viðfangsefni má nefna, að í meðalstórum rafbíl á borð við Renault Zoe, sem hefur í reynd drægni upp að 250 kílómetrum, vega rafhlöðurnar 300 kíló. 

Ef þetta eldsneyti væri dísilolía í svipuðum bíl, þyrfti aðeins 8 kíló af henni til að skapa jafn mikla drægni. Á móti kemur að vísu að vélbúnaður og drifbúnaður rafbíls er miklu léttari en samsvarandi bíls, sem knúinn er jarðefnaeldsnayti, en samt nemur þungamunurinn í heild meira en 200 kílóum. BMW rafhjól

Ofan á þetta bætist, að fram að þessu hefur endurnýjun orkunnar á ferðalögum eða í daglegri notkun verið tímafrekari þegar um rafmagn er að ræða en þegar um jarðefnaeldsneyti er að ræða. 

Þessi munur fer þó minnkandi, og athyglisverð yrði sú lausn, sem þegar hefur verið framkvæmd í Tapei, stærstu borg Tævans, að skipta rafhlöðunum út á skiptistöðvum á svipaðan hátt og ferðafólk endurnýjar gaskúta á bensínstöðvum. 

Nafn tævanska fyrirtækisins, sem hefur sett upp skiptikerfi um alla Tæpei-borg og nágrenni hennar, er GoGoRo, og á kynningarmyndbandi þess fyrirtækis má sjá, hvernig fólk rennir á rafhjólum sínum upp að utisjálfsölum sem líkjast gosdrykkjasjálfsölum, setur greiðslukort í sjálfsalana, tekur út tvær hlaðnar rafhlöður og skiptir með þeim út tveimur tæmdum rafhlöðum í hjólinu. 

Þetta tekur innan við mínútu, - styttrri tíma en að setja bensín á bíl, og er að sjálfsögðu aðeins brot af hraðhleðslutíma rafbíla. 

Gallinn við þessa aðferð tengist þunga rafhlaðnanna, því að á rafbílum yrði heildarþyngd hinna útskiptu rafhlaðna of mikil til þess að þetta yrði hagkvæmt. 

Sem aftur leiðir hugann að því hve tveggja hjóla farartæki hafa yfirburði yfir fjögurra hjóla farartæki hvað þyngd snertir. 

Af tengdri frétt á mbl.is er erfitt að ráða hvort rafhlaðnaverksmiðja Northvolt sé stærsta verksmiðja í Evrópu, jafnvel stærri en stærstu bílaverksmiðjurnar í álfunni, eða hvort þetta sé stærsta rafhlöðuverksmiðja álfunnar. 

Hið síðarnefnda virðist líklegra. 


mbl.is Stærsta verksmiðja Evrópu í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2016:

"Hægt væri að skipta út allt að 87% banda­rískra bíla með ódýr­um raf­magns­bíl­um jafn­vel þó að öku­menn þeirra gætu ekki hlaðið þá yfir dag­inn.

Þetta er niðurstaða rann­sak­enda við MIT-há­skóla og Santa Fe-stofn­un­ina sem könnuðu akst­urs­hegðun Banda­ríkja­manna og ýmsa þætti sem hafa áhrif á drægi raf­bíla."

Óttinn við drægi rafbíla ofmetinn

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 08:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er fjöldinn allur af einkabílum eingöngu notaðir á höfuðborgarsvæðinu, enda tveir bílar á mörgum heimilum.

Og einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 08:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 08:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar um fjögur þúsund kWst raforku á ári.

Raforka vegna rafbíls á heimilinu er minni en þriðjungur af þeirri notkun.

Einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Og öll h
eimili nota einungis 5% raforkunnar hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 08:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundraða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 08:51

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.4.2017:

"Þegar bíla­sala fyr­ir janú­ar og fe­brú­ar í ár í Nor­egi var gerð upp kom í ljós að nokkuð jafnt er á með raf- og tvinn­bíl­um ann­ars veg­ar og bíl­um með bruna­vél hins veg­ar hvað vin­sæld­ir varðar.

Hrein­ir raf­bíl­ar voru 35,5% af sölu nýrra bíla fyrstu tvo mánuði árs­ins og sé tvinn­bíl­um bætt við er hlut­fall vist­vænu bíl­anna 49,6% af ný­skrán­ing­um."

Hreinir rafbílar rúmlega þriðjungur af sölu nýrra bíla í Noregi

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 08:53

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur hvers einkabíls í Noregi er væntanlega ekki minni en á Íslandi.

"Einkabílaeign á Íslandi hefur alla jafna verið mun meiri en í nágrannalöndunum, líkt og kemur fram í tölum Alþjóðabankans frá árinu 2008.

Á Íslandi var þá 661 bíll á þúsund íbúa en sambærileg tala í Noregi var 461 og í Danmörku 337."

Ég vissi ekki að Noregur væri mun minna land en Ísland og þar væru allar aðstæður allt öðruvísi en á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 08:55

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einkarafbíla sem eingöngu eru notaðir á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi nægir yfirleitt að hlaða á nokkurra nátta fresti, þar sem meðalakstur einkabíla í Reykjavík er 30 kílómetrar á dag.

Á milli Dalvíkur og Akureyrar eru
til að mynda 44 kílómetrar, eða 88 kílómetrar báðar leiðir, og því engin þörf á að hlaða fullhlaðinn bíl á öðrum hvorum staðnum áður en ekið er til baka.

Tafla yfir ýmsar leiðir - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 22.10.2017 kl. 08:59

9 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Ómar, er ekki líka mesta vandamálið við rafmagnsbíla hvað kolefnissporið er hátt? En auðvita þurfa þeir að ná niður þunganum á batteríunum.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.10.2017 kl. 09:46

10 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

 Ég hlustaði á umfjöllun á youtube, þar var sagt frá þekktum tvinnbíl,  4x4.

 Auka þyngdin vegna rafdrifsins, var 300 kíló +, og var sagt að rúmur 1 lítri af bensíni gæfi sömu orku.

 Þróunin í rafgeymum, sem koma á markað, er mjög hröð, og er fyrirsjáanlegt að mun betri geymar fyrir raforkuna eru væntanlegir.

 Þetta er betra að hafa í huga í innviða uppbyggingunni.

 Gamli RARIK, sem nú er búið að skipta upp í þrjú fyrirtæki, hefði verið fljótur að setja nokkra 15 Amper og 60 Amper tengla við valda staði, nálægt þjónustu fyrirtækjunum.

 000

 Af hverju komast stóru fyrirtækin upp með að kaupa bestu orku geymslu lausnirnar, og taka lausnirnar úr umferð?

 Við verðum að muna að olíudreifingin er mjög vel skipulögð og hagkvæm.

 Við verðum láta öll orkuskipti fara fram þannig að allir geti að mestu verið sáttir.

  000

 Efnarafall

 Jónas Gunnlaugsson | 18. mars 2012

 http://www.mbl.is/greinasafn/grein/609466/?item_num=0&searchid=ad31f09a3a0f2b1be67699136691b567f8a20848

000

Egilsstaðir, 22.10.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 22.10.2017 kl. 09:54

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vantar ekki alveg í útreikninginn hvernig bílrafhlöðurnar eru framleiddar?  Er sjálf fáfróð í þeim tæknimálum, en hefur þó skilist að rafhlöður almennt séu stórvarasamar.  Jafnvel svo að amk þeim litlu þarf að eyða sérstaklega vegna "hættulegs" efnainnihalds og þá er spurning um hvernig þessa hættulega efnis er aflað - og með hvaða aðferðum rafhlöðurnar eru svo smíðaðar.

Kolbrún Hilmars, 22.10.2017 kl. 14:46

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vitað er að lithium er takmörkuð auðlind. Erfitt er að fá upplýsingar um það hvaða kolefnisspor það skilur eftir í heild að framleiða rafbíl, halda honum við og farga honum. 

Ljóst er að bíllinn er tíu sinnum dýrari, tíu sinnum þyngri og tíu sinnum flóknari. 

Mig grunar því að þegar rafbíllinn og vespuhjólið eru borin saman sé kolefnisspor hjólsins jafnvel minna í heild en spor rafbílsins. 

Til dæmis þarf eigandi bílsins að borga margfalda vexti af fjárfestingunni og verðfall bílsins er minnst 5-10 sinnum en hjólsins. Til þess að afla fjármagns til þess að eiga bílinn þarf því margfalt stærra spor en við að eiga hjólið. 

Ómar Ragnarsson, 22.10.2017 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband