Gæti orðið lúxusvandamál hve marga góða kornunga leikmenn við eigum.

Sagt er að Ísland sé með yngsta landslið Evrópu og víst eru leikmennirnir lygilega ungir upp til hópa. 

Þótt betra liðið sigraði í dag, var sá munur ekki meiri en það, að það skortir aðeins herslumun að breyta þeirri stöðu. 

Ef horft er rúman áratug aftur í tímann áttum við óvenju marga stórefnilega leikmenn þá yngri en 21 árs, sem sprungu síðan út í gullaldarliði Víkingaklappsins á tveimur stórmótum. 

Núna eigum við líkast til fleiri slíka og það jafnvel það marga að valið í liðið gæti orðið að lúxusvandamáli.  


mbl.is Ekki séns að Ísland myndi skemma partíið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

En erum við með réttan þjálfarann til að vinna úr þessum ungu mönnum??

Sigurður I B Guðmundsson, 14.11.2021 kl. 23:10

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er greinilegt að landslið okkar er á réttri leið og landsliðsþjálfarar okkar hafa gert kraftaverk á mjög stuttum tíma, og þá sérstaklega þegar þeir gátu ekki valið sitt besta lið.

Að hafa komið á leikskipulagi í sókn og miðju á svona stuttum tíma getur ekki verið neitt annað en dómur á hæfni þeirra og getu nýrra leikmanna.

Framtíðin er mjög björt.

Eggert Guðmundsson, 15.11.2021 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband