Verndarnýting er enn stórlega vanmetin hér á landi.

Það hefur lengi verið þrautin þyngri að opna augu Íslendinga fyrir þeim fjárhagslegu verðmætum em einstæð íslensk náttúra felur í sér. 

Við gerð Kárahnjúkavirkjunar var því hafnað alfarið að leggja neitt fjárhagslegt mat á þau stórfelldu náttúruveriðmæti sem fórnað var fyrir virkjunina þótt viðurkenndrr aðferðir við slíkt hefðu verið þróaðar í áratugi erlendis. 

Í mati á náttúruverðmæti efri hluta Þjórsár fyrir rúmum áratug var sá hluti árinnar og það svæði, sem svonefnd Kjalölduveita hefði stórfelld áhrif á metið metið sem lítilfjörlegt á þeim forsendum að vegna lélegs og erfiðs aðgengis hefðu nær engar mannaferðir verið þar!

Nafnið Kjalölduveita, áður Norðlingaölduveita var afvegaleiðandi, því vatnsorkan, sem átti að beisla fólst í þremur stórfossum, sem þurrka skyldi upp, og hefði heiti virkjunarinnar því átt að vera Þjórsárfossavirkjun. 1024px-King_Edward_Front_Panorama

Og fossarnir þrír gætu auðveldlega orðið aðgengilegir af austurbakkanum. 1024px-Banff_from_Sulphur_Mountain_2020

Þegar svipast er um erlendis má sjá, að í tengslum við þjóðgarða og friðuð svæði er víða búið að setja á fót ýmsa starfsemi, sem byggir á gildi náttúruverðmætanna og eru drjúg tekjulind. 

Gott dæmi um slíkt er átta þúaund íbua fjallabærinn Banff í Banff-Jasper þjóðgarðinum í Klettafjöllum Kanada, sem er beinlínis byggt sem aðsetur listafólks og annarra, sem þurfa friðsælan stað í ægifögru umhverfi til þess að auka andagift sína, innblástur og sköpunarmátt. 1024px-Town_of_Banff_viewed_from_Sulphur_Mountain

Þetta kemur upp í hugann þegar lesið er viðtal við erlendan tónlistarmann, Damon Albarn, sem ætlar að halda tónleika í Hörpu næsta vor og byggja efnisskrána á þeim áhrifum, sem íslensk náttúra hefur haft á hann.  

Með honum verður stór hljómsveit með strengjasveit til flutningsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband