Þekkt misminni.

Vitnisburðir geta oft verið rangir þótt vitnin geri sitt besta til að segja satt og rétt frá. Eitt þekktasta dæmi um þetta er oft nefnt í kennslu í lagadeildum háskólanna en það er það að í meira en 90% tilfella þar sem flugvél hrapar og eldur kemur upp í lendingu, minnir vitni að eldurinn hafi komið upp á flugi.

Ástæðan er talin sú, að í undirmeðvitundinni raðast atburðir oft í sennilega röð án þess að vitnið fái við það ráðið. Vitnið sjá tvennt, hrap vélar og eldsprengingu og þessir tvö atriði raða sér í sennilega röð í endurminningu vitnisins.

Sjálfur hef ég lent í þessu sem vitni. Ég stóð fyrir norðan skýli númer eitt á flugvellinum, sá flugvél koma undarlega hægt fram hjá horninu á skýlinu og fara seint og illa í loftið. Þá fór hreyfillinn að hiksta og vélin brotlenti að lokum norðan við norræna húsið.

Eftir að ég hafði borið um þetta vitni og einnig það að afl hreyfilsins hefði verið undarlega lítið og vélin á lítilli ferð með hikstandi hreyfil.

Ég var þá nýbúinn að vera í lagadeild og vissi að vitnisburður minn gæti komið flugmanninum illa vegna þess að hann yrði álitinn hafa haldið áfram í flugtaki vitandi að hreyfillinn væri í ólagi.

Ég bað því um nánari upplýsingar um flugtakið og komst þá að því að aldrei þessu vant hafði flugmaðurinn fengið leyfi til að hefja flugtakið við brautarmót á miðjum velli. Það var skýringin á því af hverju vélin fór svona hægt fram hjá skýlishorninu fyrir framan mig, en standandi þar hafði ég enga möguleika á að sjá aðdragandann og í undirmeðvitundinni færðust gangtruflarnar fram í atburðarásiinni í minningu minni vegna þess að engin leið var fyrir mig að skilja ástæðu hins misheppnaða flugtaks á annan veg.


mbl.is Röð atburða leiddi til þess að vél Spanair fórst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband