"Staggering lack of information..."

Þetta voru orðin sem höfundar skýrslunnar um hættuna á bankahruni í apríl 2008 viðhöfðu í Silfri Egils um ástandið hér nú, - "hrikalegur skortur á upplýsingum."

Í stað þess að ráða strax vaska sveit erlendra sérfræðinga til að fara ofan í saumana á málinu hafa Geir og vinir hans þvælst um brunarústir hins hrunda húss og þyrlað upp ryki sem enginn sér í gegnum, svo að notuð sé sama samlíking og Geir notar sjálfur í Morgublaðsviðtalinu í dag.

Að láta Íslendinga rannsaka sjálfa orsakir brunans er á skjön við reynslu fyrri tíma.

Máttlausum og fumkenndum starfsaðferðum stjórnvalda er hægt að líkja við það að vanmegna slökkvilið feli sjálfu sér og brennuvörgunum, sem sumir eru innan þeirra eigin vébanda, að komast að hinu sanna um hrunið og grípa til viðeigandi aðgerða.

P.S. Það var athyglisvert að heyra skýrsluhöfunda segja frá því bankarnir hefðu tekið ábendingum, meðal annars um tafarlausa ósk eftir aðstoð IMF, af áhuga en stjórnvöld ekki. Stjórnvöld kenna bönkunum um hrunið en það er ekki hægt að sjá annað en að stjórnvöld beri enn meiri ábyrgð á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

Fólk hefur beðið í rúma 100 daga núna eftir alvöru rannsókn etc., en í þessu meðvirka samfélagi okkar er einskis slíks að vænta. Stjórnin ætlar að sitja þetta af sér.

Sylvía , 18.1.2009 kl. 16:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Icelanders are a very stupid nation,
but they don't have the information,
still think they are smart,
all go to London and fart,
there they need a good ventilation.

Þorsteinn Briem, 18.1.2009 kl. 16:46

3 identicon

Geir er að róta upp ryki,

réttast hann heldur að þyki

að gera ekki neitt

og geta engu breytt.

Og gapa eins og hani á priki.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verða kosningar eftir að rannsóknarnefndin hefur skilað niðurstöðum sínum í nóvember

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2009 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband