Deilan sem ekki vinnst með stríði.

Hvorugur deiluaðilinn, Ísraelsmenn eða Palestínumenn, geta unnið sigur í deilu sinni með hervaldi.

Þótt Ísraelsmenn hafi margfalda hernaðarlega yfirburði eins og sést á mannfallinu, 100 á móti 1, geta þeir ekki sigrað með hervaldi nema að ganga enn harðar að Palestínumönnum en þeir hafa gert hingað til og beita aðferðum í ætt við þær sem nasistar beittu gegn Gyðingum á sinni tíð.

Með hverri hernaðaraðgerð á borð við þá sem þeir hafa beitt undanfarnar vikur, auka þeir hatur Palestínumanna og minnka þannig líkur á að þeir gefist upp eða semji. Þvert á móti harðna Hamas-menn og íbúar á Gasa í andstöðunni eftir því sem Ísraelsmenn ganga harðar fram.

Palestínumenn geta ekki unnið sigur á ofureflinu með hervaldi. Eina leiðin til friðar er í gegnum samninga sem þó fást ekki fram nema að Bandaríkin og umheimurinn setji þau skilyrði sem duga til að knýja fram lausn og leggi fram mannafla og aðstoð til að viðhalda friðnum og hefja uppbyggingarstarf.


mbl.is Hóta að vopna Hamas að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband