Hágengið átti stóran þátt í hruninu.

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor er áreiðanalega ekki einn um það að sjá vandkvæði á því að hækka nú gengi krónunnar um allt að fjórðung og ætla að láta það halda. Gylfi bendir á að ofurskuldsetningar fyrirtækja séu aðal vandamálið og við því má bæta að þessi hrikalega skuldasöfnun var möguleg vegna þess hve krónan var skakkt skráð.

Þörfin fyrir skuldsetninguna jókst þar að auki mjög hjá sjávarútvegi og öðrum útflutningsgreinum, einmitt vegna of hás gengis krónunnar. Vísa að öðru leyti til bloggs míns næst á undan þessu.


mbl.is Ekki raunhæft að festa gengið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér sýnist erfitt að ná samhengi úr því sem þú bloggar Ómar.

Hágengið sem Seðlabankinn skapaði var ein af orsökum vandans. Núna eru menn ekki að tala um hágengi heldur eðlilegt gengi miðað við efnahagsforsendur, eins og viðskiptajöfnuð.

Hágengið var ekki fastgengi, heldur ættu menn að tala um Seðlabanka hókus-pókus. Fastgengi næst eingöngu undir stjórn Myntráðs, sem tryggir þann gjaldmiðil sem gefinn er út. Við erum þá að tala um alvöru peninga (real money) í stað Krónunnar sem er sýndar peningur (fiat money).

Sjá meira hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/885488/

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.5.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég helda að draga megi í efa að það fastgengi sem menn dreymir um sé "eðlilegt miðað við efnahagsforsendur," heldur reynt að hafa það svona hátt til þess að lækka verð á innfluttum vörum.

Krónan er jú enn veikari en núverandi gengisskráning segir til um í ýmsum viðskiptum erlendis.

Ég er aðeins að benda á slæma reynslu af því fyrr á tíð að reyna að halda uppi háu fastgengi með handafli, því að það mistókst yfirleitt og útflutnginsatvinnuvegirnir töpuðu og ýtt var undir innflutning.

Ómar Ragnarsson, 27.5.2009 kl. 15:17

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég er sammála þér Ómar, að fastgengi má ekki vera hágengi, það er að segja gengi sem veldur okkur óþarfa þrengingum. Hins vegar er það svo að þegar gengið er orðið "fast undir stjórn Myntráðs" munu aðrir þættir efnahagslífsins aðlagast. Þetta gæti til dæmis þýtt launalækkun yfir línuna. Á móti kæmu þá lægri skuldir fyrirtækja og heimila.

Venjulega þegar menn hafa tekið í notkun "alvöru pening" undir stjórn Myntráðs, hafa menn sett gengi nýja gjaldmiðilsins mjög lágt. Af þessu hefur leitt verðbólga um stundarsakir, þar til verðlag hefur aðlagast genginu.

Reglan er sú að undir seðlabanka og "torgreindri peningastefnu" gera menn mistök, sem felast í of miklum slaka eða of mikilli festu. Seðlabankastjórar eru ekki allir illmenni, heldur er þetta peningakerfi svo laust í reipunum að menn gera mistök.

Það er mannlegt að gera mistök og ef menn fá nógu langan tíma verður ekki komist hjá þeim. Reglu-bundin peningastefna og alvöru peningur kemur hins vegar í veg fyrir að menn geti gert mistök með peningastefnuna. Peningakerfið er sett á sjálfstýringu, sem er ástand sem ég veit að þú kannt að meta. Það hindrar samt ekki mistök á öðrum sviðum hagkerfisins, en það er annar kapítuli.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.5.2009 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband