Það er verra að búa í Kópavogi.

Stundum er ekki einleikið hvernig fréttir byrja að hrúgast upp á einhverjum afmörkuðum stað eða sviði. Þetta á við um Kópavog þessa dagana þegar fréttirnar taka við hver af annarri.

Ég sé fram á að þurfa að bæta vísu við þær tvær sem ég hef notað um málefni bæjarstjórans. Sú fyrri var gerð í tilefni af því að það var borið út að bæjarstjórinn hefði sést á ferli á eða við súlustað Geira Goldfingers.

Þá varð til þessi vísa og skal tekið fram að síðustu hendinguna verður fyltjandinn að lesa í gegnum rör með eins djúpri röddu og honum er unnt:

Á súlustaðnum Gunnar allvel undi. /

Úr augum hans skein bjartur frygðarlogi  /

þegar að hann þreifaði´um og stundi: /

"Það er gott að búa í Kópavogi."

 

Seinni vísan varð til þegar Gunnar hafði komið í viðtal í sjónvarpi nær gráti nær yfir því hve mörgum milljörðum bærinn hefði tapað á því að fólk skilaði lóðum sínum og að nú yrði að draga saman í rekstri hins góða bæjarfélags. Sú vísa er svona og skal síðasta hendingin lesin djúpri röddu í gegnum rör:

Heimurinn er allur orðinn breyttur.  /

Allt of hátt var spenntur okkar bogi.  /

Gunnar Birgisson nú þusar þreyttur:

"Það er verra að búa í Kópavogi."

Er á leið frá Akureyri til Reykjavíkur og bíð spenntur eftir nýjustu fréttum úr Kópavogi og hugsanlegu tilefni til þriðju vísunnar um málefni þess góða bæjarfélags.


mbl.is Sakar Gunnar um blekkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Frábært að sjá Flosa uppfylla öll skilyrði Samfylkingarmanns. "Ekki benda á mig". Jújú, hann vissi af þessu öllu, en nú þegar hitna fer undir pottinum stekkur hann manna fyrstur frá borði og reynir að fría sig ábyrgð.

Flosi er ómerkilegur pappír eins og flestir Samfylkingarmenn, hlaupa alltaf í burtu þegar erfiðleikar fara í hönd.

Það mætti kannski spyrja Flosa hvernig málum var háttað þegar hann fékk úthlutað á besta stað lóð í Kópavogi í aðdraganda síðustu kosninga.

Liberal, 21.6.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú ert sekur um að draga fram leirinn í manni:

Enn á ný þeir Gunnar elta

alltaf kveður að lygi og rógi

Þrotinn þrótti mun kóngur velta

"Það er verst að búa í Kópavogi."

Haukur Nikulásson, 21.6.2009 kl. 11:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að fífli var hafður Flosi,
af fallegu hrífst hans brosi,
en kynlegur Gunnars kjaftur,
sem kelling á súlu sá raftur.

Þorsteinn Briem, 21.6.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Liberal, Flosi er reyndar að segja að hann hafi ekki vitað þetta. Hann kom fram og varði gjörðir lífeyrissjóðsins á föstudag en síðan fær hann upplýsingar um að öðruvísi hafi verið staðið að verki en stjórninni var greint frá. Það er fréttin í dag, að hann og aðrir stjórnarmenn hafi verið blekktir.

Mér sýnist Flosi alls ekki vera að hlaupast undan merkjum vegna erfiðleika heldur er að benda á að stjórnarformaðurinn hafi ekki haft rétt við.

Elfur Logadóttir, 21.6.2009 kl. 13:11

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hvað varðar lóðaúthlutun til Flosa þá voru loksins komnar málefnalegar úthlutunarreglur í Kópavog þegar að þessari úthlutun kom. Án þess að ég viti hversu margir sóttu um nákvæmlega sömu lóð og Flosi, þá var hann einn metinn uppfylla skilyrðin fyrir úthlutuninni.

En því verður ekki neitað að þessi lóðaúthlutun er ekki góð fyrir Samfylkinguna.

Elfur Logadóttir, 21.6.2009 kl. 13:13

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ómar trítill kreistir úr sér vísu

aumur er,hann nær sér ekki skvísu,

grettur, sköllóttur,finnst allt voða gaman

getur aldrei, haldið kjafti saman.

Sigurgeir Jónsson, 21.6.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ómar Ragnarsson djöflaðist í Landsvirkjun þangað til þeir borguðu honum. Þá þagnaði hann.Hann fer væntanlega að byrja aftur til að fá meiri peninga.Í flestum öðrum tilfellum væri það kallað fjárkúgun.Fyrir síðustu kosningar gekk hann í Samfylkinguna. Ágætt væri að hann upplýsti hvað hann fékk í staðinn.

Sigurgeir Jónsson, 21.6.2009 kl. 15:54

8 Smámynd: Elfur Logadóttir

Málefnalegur og flottur Sigurgeir!

Það væri óskandi að fleiri skrifuðu svona fallega í athugasemdakerfin.

Elfur Logadóttir, 21.6.2009 kl. 16:00

9 identicon

1

Það sem hundirhakan er að reyna að segja er að ef þú brýtur lög er það í lagi ef tilgangurinn er góður! Þetta þíðir auðvitað að þú getur farið með byssu í bankann og rænt hann ef þú bara gefur aurana í fjölskylduhjálpina!

óli (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 17:23

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hygg að ég hafi undanfarnar vikur og mánuði bloggað svo tugum skiptir um Landsvirkjun og andmælt kröftuglega fyrirætlunum hennar. Eytt í það miklum tíma og fyrirhöfn að fara um nýjustu virkjunarsvæðin á hinum enda landsins nú í vor og birta myndir hér á blogginu.

Á þessu hefur ekkert lát orðið síðan ég tók afstöðu í málefnum hennar 2006. 

Á síðustu þremur árum hef ég farið allls sjötíu ferðir frá Reykjavík austur á virkjunarsvæði Landsvirkjunar á Austur og Norðausturlandi og eytt þar hátt í 200 vinnudögum til að heyja mér efni í kvikmyndir um framkvæmdir hennar, sem ég hef gagnrýnt stanslaust. 

Líklega hef ég fjallað meira um Landsvirkjun og gagnrýnt hana að undanförnu og þessi síðustu þrjú ár en allir aðrir til samans. 

Það heitir á máli Sigurgeirs að ég hafi þagnað!

Ómar Ragnarsson, 21.6.2009 kl. 21:51

11 Smámynd: Dexter Morgan

Ég segi nú bara við Kópavogs-búa núna: Það er gott, "á þig", að búa í Kópavogi.

Þið kusuð þetta yfir ykkur, aftur og aftur.

En gleymum ekki; að þessi meirihluti er til vegna Framsóknarmanna. Ómar fer "vel í vasa", og þess vegna var Gunnar með hann með sér. NÚ er það á ábyrgð Framsóknarmanna í Kópavogi hvort þetta samstarf heldur áfram eða ekki.

Miðað við fyrri gjörðir framsóðar, þá spái ég því að þeir hafa ekkert lært og siðgæðisvitund þeirra hafi ekkert skánað, svo meirihlutasamstarfið heldur áfram, eins og ekkert hafi í skorist.

Dexter Morgan, 21.6.2009 kl. 21:54

12 Smámynd: Dexter Morgan

Ómar, blessaður vertu, þessar athugasemdir frá þessum Sigurgeiri eru ekki svaraverðar. Þú þarft ekkert að afsaka þig. Þín verk tala sínu máli. Þú ert maðurinn sem gekkst í broddi fylkingar, um 15 þúsund manna, til að mótmæla virkjunarframkvæmdum fyrir austan. Og varst kosinn maður ársins, ef mig minnir rétt.

Dexter Morgan, 21.6.2009 kl. 21:58

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jú, Dexter minn, þótt margir undrist af hverju ég er að svara svona athugasemdum hefur það sýnt sig að þeir sem þær birta gera það aftur og aftur í trausti þess að sé lygin endurtekin nógu oft, fari menn að trúa henni.

Gott dæmi um það eru síendurteknar ásakanir um að ég hafi framið umhverfisspjöll í lónstæði Hálslóns sem geti varðað tveggja ára fangelsi.

Þær koma aftur og aftur þótt staðreyndin sé sú að ítarleg lögreglurannsókn leiddi í ljós að ekkert saknæmt hefði verið unnið. Og þær koma aftur og aftur þótt ég endurteki þessar staðreyndir.

Ég ætla ekki að láta þeim það eftir að hafa það þannig heldur svara þeim jafnharðan, jafnvel þótt svarið verði alltaf eins.

Ómar Ragnarsson, 22.6.2009 kl. 16:09

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Get bætt því við að þrátt fyrir þetta svar mitt núna heldur Steinþór áfram í sama dúr í athugasemd við bloggið um Hálslón !

Ómar Ragnarsson, 22.6.2009 kl. 16:20

15 Smámynd: Elfur Logadóttir

Þetta er óþolandi staða sem allt of margir einstaklingar í þjóðfélaginu eru í. "Let them deny it" aðferðinni er beitt sem aldrei fyrr á Íslandi. Markvisst notuð til að hamra á andstæðingum sínum hvar sem þeir finnast.

Ég skil þig vel að grípa til varna en veit líka að með því að vera stöðugt í vörninni eins og þetta, þá æsirðu mennina til áframhaldandi skrifa - því þeir vita að þeir fá frá þér viðbrögð.

"Damned if you do, damned if you don't"

Elfur Logadóttir, 23.6.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband