Leysa nýja krafta úr læðingi.

Ég er á Akureyri og við hjónin vorum á flugsýningu hér. Við höfum farið á allmargar flugsýningar erlendis en sáum þó atriði á þessari sem sýndu bæði hugkvæmni og opinn hug. Ég tilgreini það ekki nánar nú.

Þarna mátti líka sjá annað dæmi um hugkvæmni og dug sem sýnir að í dreifbýli á Íslandi leynast meiri möguleikar en menn átta sig á.

Þetta dæmi heitir Mýflug. Fyrir 25 árum seldi ég Leifi Hallgrímssyni litla fjögurra sæta eins hreyfils flugvél sem hann notaði í útsýnisflug sem hann bryddaði upp á í sveitinni fyrir ferðamenn.

Á sýningunnni í dag var til sýnis skrúfuþota félagsins af gerðinni Beechcraft King Air með jafnþrýstiklefa og tilheyrandi.

Þetta er ekki eina tveggja hreyfla flugvél félagsins og þar að auki á það þrjár eins hreyfils vélar og geta tvær þeirra tekið fimm farþega í einu í útsýnisferð um hið óviðjafnanleg hálendi norðan Vatnajökuls sem teygir sig alla leið til sjávar.

Þetta magnaðasta, stærsta og fjölbreyttasta eldfjallasvæði í heiminum.

Það var samdráttur í íslensku þjóðfélagi 1984 þótt hann væri ekki eins mikill og nú. Árið áður var gripið til harkalegra aðgerða sem minnkuðu kaupmátt verulega.

Á slíkum tímum kvikna oft hugmyndir sem annars fengju aldrei vængi. Hugmynd Leifs fékk vængi.

Íslendingar þurfa á slíkum mönnum og slíkum hugmyndum að halda til að leysa nýja krafta úr læðingi á þeim tíma sem þeirra er mest þörf.


mbl.is Staðan skýrist í næstu viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Fyrst  las ég  þetta: Leysa  nýja krata úr  læðingi.   Það hefði verið  flott fyrirsögn !

Eiður Svanberg Guðnason, 20.6.2009 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband