Smámunir, miðað við Sogin og Sogalækinn.

Umhverfisspjöll eru mismunandi mikil, ekki aðeins miðað við mikilvægi minjanna, heldur ekki síður eftir því, hvort þau eru afturkræf eða óafturkræf. '

Í flestum tilfellum er hægt að hlaða vegg á borð við vegginn við Húsmúlarétt, upp á ný og verður það vonandi gert. Algerlega óþörf spjöll hafa nýlega verið unnin hafa verið við svonefndan Sogalæk, sem kemur volgur út úr Sogunum, litfegursta gili á Suðvesturlandi við vesturhlíð Trölladyngju. 

Til að sjá jafn litfagurt gil þarf að fara austur í Friðland að Fjallabaki.

Án nokkurrar umfjöllunar há Skipulagsstofnun eða Umhverfisstofnun fengu virkjanafíklar að umturna einstaklega fallegri gönguleið upp með Sogalæknum.

Ég sýndi þessa gönguleið í Stiklum fyrir aldarfjórðungi og fékk ekkert nema hrós fyrir það þá, - hvað það væri nú stórkostlegt að eiga svona náttúruperlu og geta notið þess að komast í stuttri fjarlægð frá Reykavík út í dýrð hinnar óspilltu og fögru náttúru. 

Hinn volgi lækur liðast framhjá gíg með grónum sléttum botni, þar sem eru rústir Sels, og þekki ég ekki annan slíkan stað á Íslandi. 

Í dag fæ ég jafnvel að heyra það hjá sama fólkinu og hældi mér fyrir 25 árum hvað ég sé mikill öfgamaður að hafa viljað varðveita þetta ósnortið.

Ragnar Reykás lætur ekki að sér hæða ! 

 

DSCF0120Myndirnar tvær af Sogunum hér á síðunni eru teknar í nóvember og litadýrðin nýtur sín því ekki. Stefni að því að birta betri myndir síðar.  

Í fyrsta lagi átti alls ekki að leyfa tilraunaborun þarna. Það var búið að bora nóg þarna skammt frá. 

En í öðru lagi var auðvelt að bora tilraunaholu með skáborun og þar með þurfti ekki að leggja að henni verktakaveg, sem ylli neinum spjöllum þarna. 

Í þess stað var vaðið með jarðýturnar inn í græna, gróna hlíð við op Soganna og sargað inn í hlíðina 3000 fermetra svart borplan.

Í ofanálag var lagður vegur fyrir trukkana á bakka Sogalækjarins og gönguleiðinni tortímt.

DSCF0122

Ég ætla síðar að blogga um það þegar ég fór með þáverandi umhverfisráðherra á slóðir þarna skammt frá til að líta á ljót sár eftir vélhjól í grasi, sem nú eru horfin.

Um það gerði ég fréttir tvívegis þar sem slík spjöll voru réttilega fordæmd en ekki var við það komandi að ráðherrann sæi af hálftíma til að fara í ökuferð til að kynna sér miklu verri spjöll sem ekki verða afmáð.

Minni síðan á að hægt er að stækka myndirnar hér á siðunni með því að smella á þær í tvígang.

DSC00203

Það á einkum við um tvær neðstu myndirnar sem eru loftmyndir af fyrirhuguðu virkjunarsvæði í Gjástykki sem á eftir að toppa þetta allt saman hvað snertir umhverfisspjöll miðað við þann óvissa og í besta falli litla ávinning sem felst í því að skapa 20 störf í verksmiðju í 80 km fjarlægð með hugsanlegri orku af svæði, sem gæti gefið margfalt fleiri störf í Mývatnssveit ef það yrði látið ósnortið.  

P. S.

Í athugasemdum við þennan pistil er bent á ljósmynd af veginum við Sogalækinn þegar verið var að gera hann. Borplanið er raunar enn verri skemmd.

En slóðin á myndina er:

http://www.flickr.com/photos/arnitr/104594598  

Bendi á að á seinna bloggi mínu um þetta efni er hægt að tvísmella á mynd RAX af hluta hins raskaða svæðis.  

DSC00205
mbl.is Fornleifum spillt á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Rakst aftur á þessa mynd úr Sogunum.

Pétur Þorleifsson , 6.9.2009 kl. 03:59

2 Smámynd: Fríða Eyland

Mikiðsem þeim láá, aðeyðileggja landið þessum orkuherrum

Fríða Eyland, 6.9.2009 kl. 04:21

3 identicon

Set hér inn slóð á myndina sem Pétur Þorleifsson vísaði á.

Myndina tók ég þegar vinnuvélar HS voru að ryðja veginn upp í Sog í febrúar 2006.

http://www.flickr.com/photos/arnitr/104594598/sizes/o/

Svo er hér líka mynd sem sýnir Sogin upp á sitt besta nú í lok sumars. Lengst til hægri (við hliðina á manneskjunni) má sjá glitta í borplanið.

http://www.flickr.com/photos/arnitr/3872040846/

Árni Tryggvason (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 11:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kær þökk fyrir myndirnar, Pétur og Árni.

Ómar Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 16:07

5 identicon

Já þetta er sorglegt. Minnir óneitanlega á borplanið sem var gert suð-austan við Víti í Kröflu. Með smá hugsun og framsýni hefði verið hægt að hafa slíkt plan lengra frá þeim fjölsótta og magnaða ferðamannastað en nú sitja menn uppi með stórtjón. Satt er að í dag er hægt að skábora hundruði metra til hliðar svo auðvelt er að finna borstæði á minna viðkvæmum stöðum. Dæmi um slíka skáborun er nú að finna við Hverahlíð uppi í Hengli, þar sem einhverjar öflugustu borholur landsins eru að blása þessa dagana. Held að það vanti einhverja fræðslu eða vilja hjá þeim sem vinna umhverfismat.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 17:23

6 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Ég vil bara benda Tryggva á að fyrri linkurinn á Flickr krefst innskráningar.  Ef honum er breytt í http://www.flickr.com/photos/arnitr/104594598 þá kemur myndin upp:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 6.9.2009 kl. 21:14

7 identicon

f

Frábær frásögn af eiðileggingu við fætur okkar, ekki hægt að gera svona þetta er útivistasvæði aðeins í 30 mín. fjarlægð frá bænum. barátu kveðjur.

jón eiríksson (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 21:23

8 Smámynd: Magnús Jónsson

Ómar: ég var að skoða væðið í "Google Erth", og ég fæ ekki betur séð en að í um það bil 700 metra fjarlægð til NW, frá þeim stað sem þú bendir á,  sé þó nokkuð stórt plan sem er líklega eftir borun, þarf virkilega að bora um allt til að kanana svona lítið svæði, eða er svona dýrt að bora á ská, er að velta fyrir mér hvers vegna svona stutt er á milli tilrauna hola?, raskið er vissulega ljótt en líklega hefur verið farið eftir jeppaslóð, sem sést greinilega á gervitunglamyndinni, allt svæðið þarna er meira og mynna útsparkað af hjólförum, svo ekki sé mynnst á námugröftinn sem stundaður var í nánast hverjum einasta hól þarna, allt of lengi því miður, en hvar ætla þeir að setja stöðvarhús fyrir væntanlega virkjun þarna, harla trúi ég að þeir bori þarna að gani sínu, svona nærri annarri holu eða hvað??   

Magnús Jónsson, 6.9.2009 kl. 21:45

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sigfús Illugason, sem er Mývetningur og hundkunnugur norðan við Kröflu sagði fólki í hópferð þangað í sumar frá því að í upphafi framkvæmda við stækkun Kröflu hefðii Landsvirkjun haldið því að heimamönnum að með skáborun væri hægt að tryggja að ekki þyrfti að fara inn að Víti þar fyrir ofan eða inn fyrir brún Leirbotna, sem er norður af stöðvarhúsinu.

Sé svo, hefur Landsvirkjun blekkt heimamenn í upphafi og svikið þetta kyrfilega. Í sumar hefur verið hamast við boranir rétt ofan við Víti, sem á sér aðeins eina samsvörun á Íslandi, nafna sinn í Öskju,

Borað hefur verið alveg upp við Hrafntinnuhrygg, sem Jónas Hallgrímsson skoðaði á sínum tíma.

Holan, þar sem erlendu styrktarfé til djúpborana, alls milljarði króna var kastað út um gluggann, var boruð í kallfæri við Leirhnjúk nokkur hundruð metra ofan við brún Leirbotna og fyrirhugað er að sækja fram með frekari boranir til norðurs samsíða Leirhnjúki.

Ég hef margsinnis bloggað um þetta í sumar án þess að þessi óþörfu og skaðlegu umhverfisspjöll hafa ekki verið talin fréttnæm.

Um leið og hróflað er við réttarvegg í nágrenni Reykjavíkur, sem ég ætla svo sem ekki að mæla bót, en eru afturkræf spjöll, er það hinsvegar orðin frétt.

Sogin hringja loksins bjöllum núna, vegna samanburðarins við réttarvegginn og nálægðar við Reykjavík.

Aðeins rúmlega 20 km akstur er frá Hafnarfirði að Sogunum.

Ómar Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 21:47

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það vill svo til að ég gekk upp með Sogalæknum 1984 og tók myndir af svæðinu gersamlega ósnortnu.

Síðan gekk ég það aftur áður en verktakavegurinn var lagður á bakkanum, og þar var þá enginn jeppavegur og gönguleiðin jafn ósnortin og hún hafði verið 1984.

Ég á myndir teknar í öll skiptin.

Ómar Ragnarsson, 6.9.2009 kl. 21:50

11 Smámynd: Magnús H Traustason

Það er dapurlegt að sjá svona fallegt svæði eyðilagt vegna skammsýni og fljótræðis.

Magnús H Traustason, 6.9.2009 kl. 22:41

12 identicon

Ég var að ganga með hópi göngufólks á Trölladyngju á Reykjanesi í sumar og þetta borsvæði blast þar við. Hrikalegt sár í landinu og áberandi.

 Ég er fyrsta lagi sammála að þetta er algerlega óásættanleg eyðilegging. En þegar og ef slík skemmdarverk eru unnin, afhverju í ósköpunum geta menn ekki reynt að ganga aðeins frá eftir sig. Veit ekki hvað er hægt að gera mikið í þeim efnum en akvegur og ferkanntað borstæði í fallegri náttúruperlu eins og þarna er, er eins og að teikna Óla prik á málverkið af Monu Lisu.

 Það er alveg óskiljanlegt að í dag og undanfarin ár, í allri þeirri umhverfisumræðu sem hefur verið, þá geti menn gengið svona um. Þetta er umgengni sem maður hélt að tilheyrði þriðja heiminum eða hefði liðið undir lok fyrir 30-40 árum.

 Það ætti að þrýsta á núverandi umhverfisráðherra að skikka þessa aðila til að ganga frá eftir sig.

Orkufyrirtæki okkar monta sig af því að við Íslendingar notum stundum umhverfisvæna orkuöflun. Er þetta umhverfisvænt?

Afhverju reyna orkufyrirtækin ekki meira að ganga vel um náttúruna og fella mannvirkin inn í umhverfið? - Slíka stefnu ættu þau að hafa að leiðarljósi.

 Bestu kveðjur,

Kristján G.

Kristján G. (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 23:00

13 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ég get tekið undir þetta. Svæðið með Sogin, Sogsel og dyngjurnar tvær, sú græna og trölla eru  klárlega einn fallegast staðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Litadýrðin og fjölbreytni náttúrunnar er svo mikil.

Hér er tengill á selið í Sogaselsgíg.

http://fiskholl.blog.is/blog/fiskholl/image/869674/

Sigurpáll Ingibergsson, 6.9.2009 kl. 23:19

14 identicon

Ómar.

Planið austan við Víti er ef ég man rétt orðið meira en 6 ára gamalt. En það hefur verið stækkað með síðustu borunum. Hins vegar er djúpholuteigurinn og aðrir nær Leirhnúk nýrri. Held að Landsvirkjun hafi því ekki í sjálfu sér svikið neitt en það er hins vegar ljóst að menn verða að vanda sig. Það er algjörlega nauðsynlegt að benda á þessa borteiga og varpa ljósi á að þetta þarf alls ekki að vera svona. Með smá hugsun og samsvörun við náttúruna er hægt að framkvæma án þess að skilja eftir náttúruspjöll. Þvi miður eru menn að brenna æði stórar brýr að baki sér og koma óorði á möguleikana. Nýting auðlinda er nefnilega ekki bara verkfræðilegt úrlausnarefni heldur listrænt og samfélagslegt.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 00:02

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég man sjálfur eftir því hvað skáboranirnar voru mærðar þegar þær komu fyrst til umræðu. Fæ ekki séð hvernig holur, sem hrúgað er niður á barm gígs, sem er margfalt merkilegri en Kerið í Grímsnesi, beri vitni um neina tillitssemi gagnvart umhverfinu.

Það yrði allt vitlaust ef þetta yrði gert við Kerið, en munurinn er sá að Reykvíkingar þekkja kerið en ekki Víti við Kröflu.

Ómar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 00:21

16 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Má ég varpa fram einni spurningu með mynd:  Er þetta Sogaselsgígur?

http://farm3.static.flickr.com/2611/3826341603_48df56ef91.jpg

Kær kveðja.

Auður Matthíasdóttir, 7.9.2009 kl. 20:23

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, það held ég ekki. Það liggur ekki vegur meðfram Sogaselsgígnum og ég sé engar tóftir í gígnum.

Ómar Ragnarsson, 7.9.2009 kl. 20:35

18 Smámynd: Auður Matthíasdóttir

Þakka svarið.  Þá nefni ég þetta bara Sogadæld!  Eiithvað verður "barnið" að heita. A.m.k. þangað ég finn út hvað þetta nefnist.

Kveðja

Auður M

Auður Matthíasdóttir, 7.9.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband