Ólýðræðislegur og ranglátur "þröskuldur."

Samkvææmt skoðanakönnunum eru Vinstri grænir nú dottnir inn í einhvers konar limbó varðandi það að detta út af þingi. Og í hverri skoðanakönnuninni eftir aðra eru sósíalitar í slíku ástandi. 

4,4 prósent kjósenda eru um það bil 10 þúsund manns, og þessir tveir flokkar verða að sæta því að vera í raun rændir því þingfylgi, sem þeir ættu að hafa með réttu.  

Ástæðan er sú, að þegar síðasta breytingin á kjördæmaskipaninni var gerð um síðustu aldamót, fengu fulltrúar stóru flokkanna þessu framgengt. 

Svona þröskuldar eru að vísu til erlendis, en enginn er hærri en sá íslenski.  


mbl.is Miklar fylgissveiflur forsetaefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægar framfarir í gangi í málefnum göngu- og hjólafólks.

Gerð göngu- og hjólastígs yfir Geirsnefið á sínum tíma færði með sér nýja nálgun á sýn manna yfir net samgöngumannvirkja hér á landi. Eins og títt er um nýjungar hrukku ýmsir í bakgír í áliti sínu á samgönguháttum og töluðu um bruðl, sérvisku og þröngsýni  í því sambandi.  

Fyrir áratug ákvað skrifandi þessarar síðu að kynna sér málið beint og skoða mismunandi kosti sem hefur verið lýst hér á síðunni og teygt anga sína um allt vegakerfið hringinn í kringum landið, allt frá Ísafirði til Hornafjarðar.  

Hefur alloft verið fjallað um árangur þessa "hjólatímabils".  

1. Ferð á rafreiðhjóli eingöngu fyrir þess eigin raforkuafli frá Akureyri til Reykjavíkur 2015. Orkukostnaður 115 krónur. Ferðatími (svefn og áningar innifalinn) 1,7 sólarhringar. 

2. Ferð á 125 cc léttbifhjóli 2016 hringinn um landið á 1,4 sólarhringum. Orkukostnaður 6400 krónur. 

3. Rúmlega þriggja daga hljómleikaferðalag á vespuhjólinu 2017 með 10 viðkomum og þremur hljómleikum allan hringinn eftir þjóðvegi eitt að viðbættum Vestfjarðahringnum fyrir orkukostnað uppá samtals 10 þús kronur.Léttfeti við Gullfoss

4. Skreppitúr á vespuhjólinu frá Reykjavík að morgni til Siglufjarðar 2017 og til baka aftur síðdegis sama dag með orkukostnaði uup á 5 þúsund krónur. Léttir við Jökulsárlón

5. Skottúr á rafknúnu létt bifhjóli með útskiptanlegum rafhlöðum 2020 Gullna hringinn á fjórum klukkustundum fyrir orkukostnað upp á 220 krónur. Geirsnef. Blíðfari Super Soco CUx.

Í fyrra hóf ég prófanir á svipuðu rafknúnu hjóli, sem er 25 km/klst hámarkshraða en búið útskiptanlegri rafhlöðu sem getur skilað 25 km hraða upp allar brekkurnar á hjólastígunum. 

Sjá meðfylgjandi mynd af þessu hjóli á Geirsnefinu hér fyfir ofan.

Stærð rafhlöðunnar er aðal kostur þessa netta hjóls, því að á algengustu leiðunum, sem það er notað á, er talsvert um brattar brekkur, sem draga niður hraðann á venjulegu rafreiðhjóli. 

Tímamunurinn hefur reynst vera 16 km á rafreiðhjólinu á móti 24 km á rafbifhjólinu. 

Rafbifhjólið er bæði tímasparandi og þægilegri farkostur.  

Þegar flett er í gegnum nýjustu erlend tímarit og bækur um vélhjól sést vaxandi úrval af nýjum hjólum í flokki 25 km / klst hjóla, sem eru með öflugri rafhlöður en önnur, en eru samt búin takmörkunum á hámarkshraða.   

Leiðin yfir Geirsnef stytti leiðina fyrir gangandi og hjólandi um 600 metra á sínum tíma. 

Að nota hana í staðinn fyrir einkabíl færir með sér sparnað í vegalengd og því að hjólið losar um rými fyrir einn bíl. 

Því eru myndarlegar framkvæmdir í hjóla- og göngustígakerfinu framfararspor í raun. 

 


mbl.is Þetta eru hjólaframkvæmdirnar sem unnið er að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fróðlegt gæti verið að sjá svipaða sýn á hugsanleg Eyjagos.

Eldsumbrotin, sem orðið hafa við Fagradalsfjall og á svæðinu milli Svartsengis og Grindavíkur, segir Magnús Tumi Guðmundsson að minni um hið tvískipta gos 2010, sem byrjaði á Fimmvörðuhálsi, tók sér síðan stutt hlé og kláraðist síðan á toppi Eyjafjallajökuls.  

Í framhaldi af þessu gæti verið fróðlegt á fá álit Magnúsar Tuma á því hvort gos á Vestmannaeyjasvæðinu gætu tekið upp á einhverju svipuðu og á árunum 1967 og 1973. 

Fyrra gosið, Surtseyjargosið, varð eitt lengsta gos Íslandssögunnar, en Heimaeyjargosið hins vegar með þeim stystu. 

Heimaey er stærst Vestmannaeyja, væntanlega einfaldlega vegna að þar hafa gosin orðið flest. 

Fyrir bragðið er öll byggðin í Eyjum á litlu svæði á henni og því gætu rannsóknir á eldgosavá í Vestmannaeyjaklasanum ekki aðeins orðið áhugaverð, heldur beinlínis nauðsynleg.


mbl.is Réttara að gosið aukist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama ástand í siglingum fyrir Ísal og var fyrir áratug?

Fyrir rúmum áratug var vitnað í viðtal við íslenskan skipstjóra á erlendu súrálsflutningaskipi,

sem sagði að eftir margra áratuga siglingu um þveran hnöttinn með súrál og ál fyrir álfyrirtækin, færi ekki aðeins góð og gömul tilfinning Íslendings þegar hann sigldi skipinu til fæðingarlandsins, heldur bættist við feginstillfinning vegna þess, að hér við land væri griðastaður fyrir þá skipstjórnendur, þar sem engar hömlur lægju á losun á skolvatni. 

Viðtalið við hinn reynda skipstjóra birtist í heimablaði starfsmanna Ísals, en nú eru liðin meira en tíu ár síðan það birtist án þess að séð verði að það hefði vakið hérlendis. 


mbl.is Banna mengandi búnað sem leyfður er á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju er hljótt um STV?

Í kosningabaráttunni hingað til hefur alloft verið minnst þann möguleika að kjósa tvisvar ef enginn frambjóðandi fær meirihluta greiddra atkvæða.  

Sumir hafa imprað á því að hafa kerfi, þar sem kosið sé tvisvar ef enginn fær hreinan meirihluta, en mótbáran gegn því er sú, að þá sé hætt við því, að forsetakjörið verði of flókið og dýrt. 

En það eru til fleiri aðferðir, sem geta dregið úr ókostum þess kerfið, sem notað er hér á landi. 

Þekktast er líkast til kerfi sem heitir Single transferable vote, skammstafað STV. 

Þá eru nöfn allra frambjóðenda á kjörseðlunum, en kjósendur raða frambjóðendum með því að gefa þeim númer.  

Helsti kostir þessa kerfis er að að aðeins þarf aö halda einar kosningar í stað tveggja, og að líkindin aukast oft á því að sá frambjóðandi nái kjöri, sem flestir geta sætt sig við.


mbl.is Helga komin með lágmarksfjölda undirskrifta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þú ert ekki í röðinni..." Á það að verða hið raunverulega sumarsvar?

Það vantaði ekki stóru orðin og loforðin  hjá ráðamönnum þjóðarinnar þegar þeir flýttu sér á vettvang Grindavíkurgossins í upphafi eldsumbrotanna. 

Í ljósi augljósra vanefnda um skjóta úrlausn er nöturlegt að vita til þess að á fyrsta sumardegi skuli Grindvíkingar æurfa að breyta fagnaðarsamkomum í heitar mótmælasamkomur.   


mbl.is „Hvílir mikil leynd yfir þessu öllu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfileikaríkar konur á besta aldri, Katrín og Halla Hrund.

Þegar Halla Hrund Logadóttir hlaut skipun í embæti Orkumálastjóra vakti hún strax athygli fyrir afar yfirvegaða og góða framkomu. Þar skein í gegn afar góður og hagnýtur námsferill, sem hún gat nýtt sér í hinu vandmeðfarna starfi.  

Þegar blasti við að í´krafti þekkingar og traustvekjandi framkomu gátu ráðamenn ekki gefið sér það að hún yrði ætið þæg og auðsveip fyrir þá, kom tvennt fram, sem hefur sett þegar strik í kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar:

Hið fyrra var sá möguleiki væri skoðaður að leggja Embætti Orkimálastjóra lagt niður og hið síðara varð að veruleika, að Halla Hrund færi af stað í framboð til embættis forseta Íslands.

Þetta getur orðið til þess, að ef markhópar Katrínar og Höllu Hrundar skarast mikið muni það gagnast Baldri Þórhallssyni.  


mbl.is Vonbrigði fyrir Katrínu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsdómur var slæmt forneskjulegt fyrirbrigði,

Á sjðtta áratugnum, þegar síðuhafi var í lagadeild HÍ virkaði ákvæðið um Landsdóm eins og furðulegt og forneskjulegt fyrirbrigði.  

Samkvæmt honum var dómsvaldið í svona málum sett í hendur alþingsmanna og fráðherra sjálfra um þeirra embættisfærslu og þeir, eftir margra ára kynni í þrengslum vinnustaðar, skikkaðir til að fella dóm við óviðunandi aðstæður. 

Hálfri ðld síðar í starfi stjórnlagaráða, var ákveðið að fella ákvæðið um Landsdóm út og láta þetta viðfangsefni í hendur dómsvaldsins.  


mbl.is Hefur ekki beðið Geir Haarde afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bárðarbunga áhrifavaldur svæðis frá Holuhrauni suður í Friðland að Fjallabaki.

Bárðarbunga og Grímsvötn eru samanlagðar stærsti af tveimur mðttulstrókum heims, hinn möttulstrókurinn er undir Hawaieyjum. Eyjarnar búa hins vegar miklu minna þurrlendi en Ísland og Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins. 

Holuhraungosið skilaði af sér meira hrauni en nokkurt annað gos eftir Skaftáralda og eldgos í Friðlandi að Fjallabaki voru afurð áhrifa allar götur noeðan frá Bárðarbungu. Flogið yfir Bárðarbungu.

Myndin, sem sögð er vera af Várðarbungu á viðtengdri frétt á mbl og sést hér á síðunni er afar torkennileg og engin bunga sjáanleg á henni. 

 


mbl.is Gæti verið byrjunin á margra ára ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á betri upplýsingagjöf við gosstöðvarnar.

Í fréttum sjónvarpsins í kvöld mátti sjá vísbendingar um brotalamir í upplýsingagjöf á umbrotasvæðinu við Svartsengi og Grindavík og tengd frétt á mbl.is staðfestir illan grun hvað þetta snertir.  

Fréttir af útkalli björgunarsveita í kolvitlausu veðri austar á umbrotasvæðinu vegna týndra ferðamanna sýna, að í þessum málum þarf að gera átak, því að máltækið segir að betra sé að byrgja brunninn áður dottið er ofan í hann.  


mbl.is Hópur fólks týndist við gosstöðvarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband