10.2.2024 | 00:03
Hræðilegur flöskuháls. Milljarðatjón í mannslífum og öðrum skaða.
Síðusstu árin hefur verið asnalegur flöskuháls á Reykjanesbrautinni, allt að tíu kílómetra langur, sem náð hefur til suðurs til móts við Rjúpnadalahraun og norður fyrir Vellina í Hafnarfirði.
Útlendingar á leiðinni þarna um þegar þeir koma til landsins, undrast að um leið og komið er að þéttbýlinu við Straumsvík, skuli taka við þeim langlélegasti og hættulegasti kafli leiðarinnar.
Gott dæmi um gildi góðra vega er kaflinn við Kúagerði, sem kostaði mest tjón árum saman, en gerbreyttist til hins betra við tvöföldun brautarinnar.
Látinn eftir umferðarslys á Reykjanesbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2024 | 10:52
Meginlínurnar og húsið á sandinum.
Alþekkt er dæmisagan úr Biblíunni um mennina tvo sem byggðu sér hús, annar á bjargi og hinn á sandi. Hún kemur vissulega í hugann núna þegar við blasir sú hugsun að viðhalda 4000 manna byggð á svæði, þar sem jörð getur umturnast hvenær sem er af sprungum og jafnveld eldgosum í sigdæld, sem er hluti af 15 kílómetra löngum kvikugangi af sömu gerð og gígaröð, sem myndaðist á fyrra umbrotaskeiði, sem stóð öldum saman.
Rof Grindavíkurvegur sýnir að engin þeirra þriggja leiða sem legið hafa inn í Grindavík er óhult fyrir eyðingarafli jarðeldsins.
Þótt Suðurstrandarvegur sé enn opinn, skeikaði litlu í Fagradalseldum að hann rofnaði í framhaldi af því að hraun rann í átt að honum við Nátthaga.
Glögglega hefur sést á gögnum sem fyrir lágu fyrir áttatíu árum, að sprungusvæðið sem hótar að viðhalda eyðileggingu byggðarstæði Grindavíkurbæjar, liggur til suðvesturs út í sjó.
Ekki er að sjá að hægt sé að tryggja að allar veglínurnar þrjár, sem hingað til hafa verið óskemmdar til Grindavíkur standist hugsanleg áhlaup jarðeldsins sem nú ræður í raun ríkjum á þessu svæði.
Kvikugangurinn 15 kílómetra langur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2024 | 16:26
Eldgosin velja sér sjálft "sviðsmyndir."
Nokkrar staðreyndir hafa blasað við varðandi jarðeldinn, nú lætur gamminn geysa með því að ausa glóandi hraunkviku úr hinu stóra kvikuhólfi, sem er undir Svartsengi og tengist 15 kílómetra löngum kvikugangi, sem liggur í gegnum byggðina í Grindavík.
Þessar tvær staðreyndir segja í raun allt sem segja þarf um umfang eldsumbrotanna sem geta, rétt eins og Kröflueldar 1975-1984, staðið í tíu ár.
Rétt um hádegisbil í dag var greint frá því, að eldgosið núna væri ein af þeim mörgu sviðsmyndum, sem búið hefði verið að gera um aðgerðir til að hafa áhrif á afleiðingar eldsumbrotanna, en vonast hefði verið til að það þyrfti ekki endilega að verða þessi, sem nú er orðin raunin.
Nú blasir við að þetta var samt einmitt þessi óæskilega sviðsmynd og sagt, að það komið á óvart.
Miðað við það að hugsanlega eigi mismunandi sviðsmyndir eftir að raða sér á næstu tiu ár sýnist staðan vera miklu alvarlegri en menn bjuggust við.
Kvikan í neðra og aflögun og umturnun jarðar virðist geta átt sér stað hvenær sem er og hvar sem er,
Viðureign manna og jarðelds hlítir að miklu leyti svipuðum lögmálum og styrjaldir og átök í mannheimum hvað snertir það, að sá aðilinn, sem getur ráðið þvi hvar vígvðllurinn verður, færi miklu betri vígstöðu upp í hendurnar.
Í átökum manns og jarðelds er leikurinn ójafn. Jarðeldurinn ræður öllu um það hvar vígvöllurinn er.
Eldgosin velja sér sjálf staðina sem barist er á.
Sprungan 3 km löng: 30 mínútna fyrirvari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2024 | 00:12
Markar Grindavík endalok "þetta reddast" stefnunnar íslensku?
Íslendingar þraukuðu fyrstu ellefu aldirnar eftir landmám með því að tileinka sér fágætt æðruleysi á "mörkum hins byggilega heims" þar sem hvers kyns plágur, óblíð veðrátta og náttúruhamfarir voru ekki á mannlegu valdi.
Öræfajökulsgosið 1362, Skaftáreldar 1783 og Öskjugosið 1875, Heklugosin og Kötlugosin, þetta voru allt saman stórfelldar hamfarir, en þjóðin tók því eins og hverju öðru hundsbiti.
"Grípa þarf gæsina meðan hún gefst", "neyttu meðan á nefinu stendur," og fleira slíkt, þetta voru stefin í hegðun, sem hverfðist að lokum í kringum orðtakið "þetta reddast."
Tuttugusta öldin markaðist af þessu hvað eftir annað.
Engar viðvörunarbjöllur hringdu þegar Vestmannaeyjagosin tvð dundu óvænt yfir í Surtsey og Heimaey 1963 og 1973.
Mannskæð snjóflóð eins og þau sem féllu á 20. öldinni í Siglufirði, Hnífsdal, Goðdal, Neskaupstað, Patreksfirði, Seljalandsdal, Súðavík og Flateyri, voru til marks um ástandið í ríki vetrar konungs. En engar bjöllur hringdu.
Loksins var brugðist við í aldarlok, en þó ekki betur en svo, að Ofanflóðasjóður hefur verið sveltur og skertur allar götur frá stofnun hans.
2020 bregður síðan svo við að eldsumbrot, ýmist neðan jarðar eða ofan, hefjast á Reykjanesskaga og jörð titrar ekki aðeins út á Reykjaneshrygg, heldur brjóta eldfjallafræðingar nú heilann um hugsanlegt virknisskeið framundan, sem gæti staðið í fimm kvikukerfum allt austur og norður til Þingvallavatns, og endist þetta nýja eldgosaskeið jafnvel í nokkur hundruð ár.
Í Skaftafellssýslu miðaði fólk tímatalið við Skaftárelda og talaði um árafjðldann "fyrir eld" og "eftir eld."
Á svipaðan hátt gæti nú stefnt í að tala um "fyrir Grindavík" og "eftir Grindavík."
Því að mikið er í húfi hvað snertir það stórbrotna fyrirbæri og firn hvað snertir þann grunn tilveru okkar og uppsprettu lífs okkar sem íslensk náttúruvá felur í sér.
Hrina stórra skjálfta á Reykjaneshrygg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.2.2024 | 23:28
Minnir dálítið á stöðu Íslands 2008.
Í ágúst 2008 benti Gunnar Tómasson á það að skuldastaða Íslendinga væri orðin ósjálfbær og nefndi svakalegar tölur því til stuðnings. Ef rétt er munað var skuldabyrðin þreföld árleg þjóðarframleiðala okkar.
Á þessum tíma, aðeins nokkrum mánuðum fyrir Hrunið, skall á alager þögn um þessar ábendingar Gunnars, vegna þess að menn héldu að það myndi skemma fyrir orðstír landsins að halda þeim á lofti.
Hið rétta í málinu kom endanlaga ljós hjá rannsóknarnefnd Alþingis. Þegar síðla árs 2006 hafði munað hárbreidd að hin risavaxna sápukúla íslensku bankanna spryngi.
Ástandið, sem seðlabankastjóri Bandaríkjanna lýsir nú varðandi fjárhagsstöðu Bandar´íkjanna, minnir dálítið óþægilega á þetta.
Skuldastaða Bandaríkjanna ósjálfbær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2024 | 23:17
Ævintýri líkast. Til hamingju!
Laufey Lín Jónsdóttir stekkur eins og í ævintýri inn í skærbirtu tónlistarinnar og skilur eftir fyrir aftan sig stór heimsfræg nöfn á borð við Bruce Springsteen.
Til hamingju Íslandl hefur einhvern tíman verið sagt af minna tilefni; enn hefur bæst við nýtt nafn í safn heimskunnra listamanna.
Það verður spennandi að sjá, hvað á eftir að spinnast úr þessum óvænta og gleðilega viðbori.
Laufey hlaut Grammy-verðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2024 | 02:44
Dramatísk saga bræðra.
Fyrir nokkrum áratugum olli nýrnakrabbamein því að bróðir hins sjúka ákvað að gefa honum nýra úr sér.
Hann þurfti að fara í rannsókn vegna þessa, og kom þá í ljós, að í nýranu, sem gefa átti, var mein á frumstigi, en sem betur fór það skammt, að full lækning fékkst á þeiri meinsemd út af fyrir sig.
Leysa tókst vanda beggja bræðranna, og gjafmildin bar ríkan ávðxt.
Systirin greindist mánuði síðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Djúpavatn er skammt frá Trölladyngju og liggur við kvikjukerfi sem kennt er við Krýsuvík.
Ein sviðsmyndin á Reykjanesskaganm kann að vera sú, að þð komi að því að storknuð kvika loki fyrir leið kvikunnar við Grimdavíkk og að ný leið fyrir miðju eldsumbrotanna opnist austar.
Hvimleiður misskilngur veður stanslaust uppi um ýmsar staðreyndir varðandi heiti þeirra staða og svæða sem nefnd eru í fréttum.
Í frétt um jarðskjálftann við Djúpavatn var í ljóavakamiðli sagt frá því að jarðskjálfti hefði orðið "við Djúpavatn á Reykjanesi."
Er engu líkara en að stór hluti blaða- og fréttamanna haldi að allt sem er fyrir sunnan Hafnarfjörð sé "á Reykjanesi."
Hið rétta er, að Reykjanes er ysti tanginn á Reykjanesskaganum, og að til dææmis er nesið í meira en 30 kílómetra fjarlægð í loftlínu frá Djúpavatni.
Og það er um 50 kílómetra akstur frá Reykjanesi til Djúpavatns.
Iðulega kemur fyrir, að blaðamenn telja að Sandskeiðið sé á Hellisheiði, þótt rúmlega 20 kílómetrar sé á milli og að þessir tveir staðir séu ekki í sama sveitarfélagi.
3,3 stiga skjálfti við Djúpavatn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.2.2024 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2024 | 19:21
Furðufrétt. "Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint"
Furðulegt verður að teljast að lögregla telji sig tilneydda til handtaka fólk, sem telur sig yfir það hafið að fara eftir aðvörunum og tilheyrandi lokunum vega. Enn magnaðra er að þeir óhlýðnu skuli þar að auki geta tekið lögin í sínar hendur og opnað leiðir, sem lokað hefur verið með því að fjalægja merkingar og hindranir.
Í hugann koma hendingarnar góðu í fyrsta Þorskastríðinu, lýstu stemninginni;
".. látum engan yfir okkur ráða,
þótt ýmsir vilji stjórna okkur, bæði ljóst og leynt."
Hefðu venjulega ekki verið handteknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2024 | 15:46
Enn ný dæmi um afleiðingarnar af slæmri stefnumótun Boeing?
Nýjustu ummæli fyrrum starfsmanna Boeing þar sem þeir telja að röng forgangsröðun í stjórnun og rekstri Boeing verkmsiðjanna hafi lengi verið ágalli, sem kominn sé tími til að ráða bót á, ættu á verða aðalsmerki þessa mikilvæga fyrirtækis.
Meðal þess sem áður hefur verið minnst á hér á síðunni eru illa grunduð samskipti við misjöfn undirverktaka fyrirtæki sem reyndist illa og hefur vonandi verður ráðin bót á.
Ég myndi alls ekki fljúga Max-flugvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)