20.10.2023 | 21:39
Tíu ára saga í dag, en sú saga er framhald af aldar langri alþjóðlegri sögu.
Fyrir réttu ári, að morgni mánudagsins 21. október 2013, hóf lðgregla, sem samanstóð til helminga af víkingasveit, vopnaðri kylfum, og auk þess venjulegum lðgreglumönnum, alls um sextíu manna sveit, að skipa útivistarfólki, sem sat á víðavangi í Gálgahrauni, að fara brott af staðnum, þar sem komin var stærsta jarðýta landsins til að ryðja rúmlega kílómeters langt vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg.
Fólkið hafði verið þarna daglega síðan á Degi íslenskrar náttúru 16. september til að mótmæla gerð nýs vegar, sem væri án gilds framkvæmdaleyfis eða mats á umhverfisáhrifum, auk þess sem ranglega væri haldið fram að vegurinn, sem nýi vegurinn átti að leysa af hólmi, væri einn hættulegasti vegurinn á hðfuðborgarsvæðinu.
Hið rétta væri að hann væri ekki meðal tuttugu hættulegustu vegstæðanna.
"Takiö hann" kallaði einn lögregluþjónninn og benti á fyrrverandi umhverfisráðherra sem stóð utarlega í hópi mótmælenda.
"Fyrir hvað?" spurði ráðherrann fyrrverandi.
"Fyrir að vera inni á merktu vinnusvæði" var svarað.
"Ég sé engar merkingar", svaraði mótmælandinn.
Við þetta kom fát á lögreglumennina, sem komu skðmmu síðar með borða sem þeir ætluðu fyrst að leggja þannig mótmælandinn lenti innan við línuna.
En hann færði sig jafnharðan rólega svo að eina ráðið sem lögreglumennirnir sáu, var að reyna að hrinda honum inn fyrir línuna!
Fyndin uppákoma á borð við gamla brandarann af því að lðgreglumaður fann lík í Fishersundi, en dró það fyrst upp í Garðastræti, af því að hann vissi ekki hvernig ætti að stafa orðið Fishersund.
Í andófi Hraunavina var vonast til að Árósasamningurinn svonefndi yrði lðgtekinn um þessar mundir en hann er löngu lðgtekinn í öllum nágrannalöndum okkar. Samningurinn gefur almennum félögum og samtðkum lögvarinn rétt til að öölast lögaðild að framkvæmdum.
Því miður tókst lagatæknum þeirra, sem hafa barist á móti slíkum réttarbótum að seinka svo mjög og útvatna samninginn, að hann kom of seint.
Aöferðin, sem Gandhi útfærði á ferli sínum í það að vera lagalega viðurkennt sem "borgaraleg óhlýðni" og var nefnt af einum dómaranum í Gálgahraunsmálinu, átti 100 ára afmæli 2013, og felst í því að andófsmaðurinn staðsetur sig á svæði, sem hefur af yfirvöldum verið skilgreint sem bannsvæði.
Þegar beita á lðgregluvaldi til að fjarlægja mótmælandann, veitir hann enga mótspyrnu, og fjarlægir lðgregla hann þá með valdi og fangelsar oftast um lengri eða skemmri tíma.
Nokkur dæmi úr sðgunni.
Gandhi fór inn á bannsvæði 1913 og var fjarlægður með valdi.
Blökkukonan Rósa Parks settist í laust sæti í strætisvagni, þar sem aðeins hvítir menn máttu sitja í sætum, og var hún handektin og fangelsuð.
Muhammad Ali neitaði að láta færa sig úr valdi fram Bandaríkjunum til herþjónustu í Víetnam.
Margt fleira væri hægt að skrifa niður um á degi tíu ára afmælis Gálgahraunsmálsins, sem hollt væri að íhuga núna, þegar skefjalaus sókn í íslensk náttúruverðmæti stefna í nýjar hæðir.
Eftirminnilegt er hvernig stærsta skriðdreka landsins í formi tröllaukinnar jarðýtu var stefnt að mótmælendum og síðan brunað áfram og hraunið mulið mélinu smærra.
á þeim tíu árum, sem liðin eru síðan hervirkin voru unnin í Gálgahrauni stóð félagið af sér kostnaðarsöm málaferli, og þegar ætlun yfirvalda í Garðabæ var að fá laumulega í gegn gerð göngustígs frá Sjálandshverfinu svipaða leið og hætt var við sem akbraut, tókst að afstýra þeim miklu fyrirhuguðu spjöllum, því að til þess að gera nothæfan stíg fyrir göngufólk og hjólafólk hefði þurft jarðýtur og vegagerðartæki og bíla.
Tilvist Hraunavina hefur því tryggt ósnortið svæði þarna og getur gert það áfram.
Bloggar | Breytt 21.10.2023 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2023 | 17:48
Knattspyrna er hópíþrótt og þjálfarinn er einn af liðsmönnum.
Í hópíþróttum gildir það oft að heildin getur verið betri eða verri heldur en samanlögð geta liðsmanna. Þetta gildir ekki síður um þjálfara liðsins en liðsmenn sjálfa.
Þetta verður að hafa í huga þegar liðið er valið, og þá getur góður þjálfari verið betri en enginn eins og Bjarni Fel orðaði það stundum.
Síðuhafi er gamall Framari og hefur aldrei haldið með KR, en það breytir engu um það, að sé það KR-ingur, sem gæti gagnast best sem landsliðsþjálfari, þá er aðalatriðið við ráðningu hans geta hans og gildi fyrir landsliðshópinn.
Vill fá Íslending í staðinn fyrir Åge | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2023 | 11:03
Ísland - Spánn 4 af 5; gríðarlegur munur á veðri.
Sex daga langri skreppiferð til Spánar á fund skyldfólks, sem hefur flust þangað búferlum, endaði með býsna algengu sýnishorni á þveim gríðalega mun, sem er á búsetuskilyrðum vegna veðurskilyrðinna einn.
Brottfarardaginn var hitinn um frostmark á Reykjanesskaganum og bílar festust í ófærð á stofnbrautum
Á sama tíma var logn og heiðríkja í Álicante og hitinn fór yfir 30 stig; að vísu hár októberhiti, en hitamismunurinn meira en 30 stig!
Það var enn logn, léttskýjað og hitinn í kringum 30 stig þegar farið var til Íslands, en heima beið okkar svo mikið hvassviðri að hliðarvindur með 22 metra vindi á sekúndu gerði það að verkum, sem og sjá má á tengdri frétt, að stefndi í að það truflaði flug tuga flugvéla gesta á Hringborð norðursins.
Þarna er á ferðinni eitt einkenni hlýnandi loftslags, þar sem óvenju miklir og snarpir straumar hljýs lofts hefur neikvæð ástand hér á norðurslóðum.
Fraktflugvél gat ekki lent í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2023 | 09:08
Annað af tveimur stærstu samanburðaratriðunum, Ísland-Spánn.
Sjá næsta pistil á undan, nr. 1 til 2.
3. Ráðstöfunartekjur lífeyrisþega gefur af sér þrefalt til fjórfalt betri kjör en heima á Fróni.
Þess vegna var upplýsandi að fara í fimm daga heimsókn til skyldmenna nálægt Alicante, en hér eru allt að fimm þúsund Íslendingar þegar best lætur.
Nánar um það þegar heim kemur á morgun, en athugasamdarrýmið fyrir neðan pistilinn er opið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2023 | 18:15
Fimm samanburðaratriði í stuttum skreppi til Spánar.
Í stuttri ferð til að heimsækja nokkra ættingja, sem fest hafa rætur á Spáni, blasa við ýmis atriði, sem hafa orðið meðal ástæðna til búsetuskipta. Hér skulu nokkur nefnd í pistlum á síðunnni, tvð í þessum og kannski fleiri síðar.
1. Mun skýrari og gleggri merkingar á akvegum, sem stafar af því, að heima á Íslandi slíta negld vetrardekk merkingunum og hafa í för með sér aukið viðhald á þeim.
2. Óhagstætt veður er bæði til trafala og tímaþjófur. Á morgun verður hugað að heimferð til Íslands þarf sem óveðursviðvaranir vegna snarpra hauslægða bíða í hr0nnum. Eitt gleggsta dæmið um mismun á veðráttu eru sólarlandaferðir íslendinga sem koma í bylgjum þegar landinn sækist eftir betra og þægilegra veðri en er á Klakanum.
Lægðir á leið til landsins á fullri ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2023 | 20:47
Einn angi af herfilegu ástandi í dýrahaldi og ofbeit í landnámi Ingólfs.
Frétt um vandræðaástand vegna sauðfjárhalds á hðfuðborgarsvæðinu er aðeins angi af því herfilega ófremdarástandi, sem ríkt hefur öldum saman á mestöllum Reykjanesskaganum.
Skaginn er eitthvert verst útleikna svæðið af völdum ofbeitar á öllu landinu, og hugarfarið að baki því skín vel í því þegar landeigendur á umbrotasvæðinu í fyrsta gosinu við Fagradalsfjall viðruðu hugmyndir um að fá greiddar skaðabætur fyrir gróðurskemmdir á hraunstraumssvæðinu, sem fyrir gosið var svo illa leikið af völdum ofbeitar af völdum sauðfjár þessara sðmu landeigenda, að leitun var að öðru eins á landinu.
Kindur til vandræða á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2023 | 09:35
Útkoman er meira virði en orðin.
"Stétt með stétt" og "gjðr rétt, þol ei órétt" voru eitt sinn einkunnarorð Sjálfstæðisflokksins.
Síðan fölnuðu þau og hurfu, því að efndirnar skiptu meira máli en orðin.
Svo einfalt getur það verið.
Vill gera einkunnarorð Sjálfstæðisflokks að sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2023 | 12:06
Hetjurnar í "Krafti" og "Blóðskimun til bjargar."
Fyrir nokkrum árum var hleypt af stað átakinu "Blóðskimun til bjargar" í tengslum við starf Krabbameinsfélagsins og fólst það í að ákveðnu úrtaki af fólki, sem gafst kostur á að koma í blóðskimun eftir mergæxli.
Síðuhafi var einn af þessu fólki, og fékk síðan bréf um það að hann hefði greinst með forstig og beðinn um að koma í framhaldsskoðun.
Niðurstaðan varð áframhald eftirlits, en með fylgdi þessi ráðlegging; "Þú skalt samt ekki hafa of miklar áhyggjur því að þetta er enn á algeru forstigi og þú orðinn það gamall, að eitthvað annað mun líklegra til að drepa þig fyrst."
Við hliðina á dyrunum á blóðskimunarherberginu eru dyr með áletruninni "LÍFIÐ ER NÚNA" og viðtðl við fólk á biðstofunni höfðu svo djúp áhrif, að niðurstaðan varð að semja sérstakt lag undir þessu heiti og fá Margréti Eir og Pál Rósinkranz til að syngja það.
Það hefur áður verið birt á Facebook síðu minni og í tengslun við viðtengt viðtal á mbl.is birt í framhaldinu á ný.
L
Þú ert með krabbamein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2023 | 16:25
Bílaframleiðslukapphlaup á öllum sviðum.
Fyrir bílanörda, sem hafa um áratuga skeið stundað það af mikilli ástríðu að fylgjast sem best með og afla sér vitneskju um ðll svið bílaframleiðslunnar hefur þetta áhugaefni aldrei verið eins erfitt og nú, þvílíkt er framboðið af nýjum nýjum bílum með nýjum nöfnum.
Allir veraða að taka þátt, svo sem Kia, sem teflir fram þremur nýjum núna á sama tíma.
Dæmi um eldri tíma samkeppni stærstu bílaframleiðendanna á sviði eldsneytisknúinna bíla, svo sen Audi, Benz og BMW, hika þeir ekki við að slá í klárinn á því sviðið, en á sama tíma að moka út nýjum rafbílum sem keppa í mismunandi tengilstvinnbílaflokki í öllum stærðarflokkum.
Leiðtogabíllinn ber nafn með rentu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2023 | 10:05
Oft eins og hráviði hvar sem er.
Þegar umræða er um þörfima á betra regluverki fyrir rafskútur er aðal höfuðverkurinn eftir ef marka má reynsluna af ferðum um um samgðngukerfi borgarinnar, en hann birtist í því að svo virðist sem þorri notenda rafhlaupoahjólanna fari helst ekki eftir neinum reglum um gerð og notkun þeirra.
Rafhlaupahjólin leysa að vísu margar þarfir og nauðsynjar, en notendurnir virðast jafnóðum skapa fleiri, oft á þann hátt að skapa hættu fyrir aðra vegfarendur.
Mikilvægt að rafhlaupahjól hindri ekki aðgengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)