20.10.2007 | 19:37
KONUR KONUM VERSTAR? EKKI ALLTAF.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.10.2007 | 22:58
"ÓSÝNILEGAR" KONUR.
Í kvöld var ágæt frétt að vestan um ráðstefnu þar sem mikil vöntun væri á konum meðal frummælenda og þess látið getið í leiðinni að í kosningunum í vor hefðu konur verið "ósýnilegar", - líklega átt við það að allir þingmenn kjördæmisins væru karlar. Samt var kona í efsta sæti á lista Íslandshreyfingarinnar. Skýringin á ósýnileika kvenna er því ekki augljóslega ekki bara yfirgangur karla heldur þurfa konur líka að leita skýringa hjá sér sjálfum, - hvers vegna þær ná ekki ofar í prófkjörum í flokkunum og í kosningum í kjördæmi þar sem ca helmingur kjósenda er konur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.10.2007 | 12:50
MATARLAUSIR MATSÖLUSTAÐIR?
Er hægt að hugsa sér matarlausan matsölustað? Nei. En ekki er annað að sjá á forsíðufrétt 24 stunda í dag en að stefni í lyfjalaus sjúkrahús ef svo heldur fram sem horfir. Hvað segja ráðherrarnir Jóhanna og Árni um þetta? Er milljarðs skuld þar sem hugsanlega stefnir í lyfjalaus sjúkrahús og/eða gjaldþrota byrgja eðlilegt ástand til sóma sjúkrahúsyfirvöldum og heilbrigðis- og fjármálaráðuneytunum?
Ef matsölustaður er matarlaus labbar kúnninn bara yfir á næsta matsölustað eða fer heim og fær sér að borða þar. En þetta horfir öðruvísi við sjúklingunum á sjúkrahúsunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2007 | 12:44
MÓTSAGNIR OLÍUGRÓÐAVONARINNAR.
Fróðlegt er að fylgjast með gróðavonum Íslendinga vegna hugsanlegra olíulinda norður af landinu. Á sama tíma er rætt um að við verðum að leggja okkar af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Ef framlagið felst í því að auka framleiðslu á þeim orkugjafa sem veldur mestri loftmengun er um augljósa mótsögn að ræða. Mótsagnirnar eru fleiri.
Við mótmælum harðlega hverju því sem valdið gæti mengun í hafinu við landið, svo sem vegna Sellafield-stöðvarinnar á Skotlandi en dollaraglampinn skín úr augum okkar við tilhugsunina um olíugróða sem byggist jafnvel á "rússneskri rúllettu" hvað varðar þekkingu á hafsbotninum og ekki síður hvað varðar tæki til að verjast mengun vegna olíuslyss.
Og gróðaglampinn vex enn við tilhugsunina um að með tilkomu olíulindanna muni skapast möguleikar á að reisa hér olíuhreinsistöðvar á sama tíma og þjóðirnar sitt hvorum megin við Atlantshafið reyna að bægja frá sér slíkum stöðvum.
Ég biðst afsökunar ef ég hef verið full snöggur að því að fara mótsagnanna á milli. Ragnar Reykás tækis sér kannski svolítið lengri tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2007 | 11:18
FYRIR SUNNAN VATNIÐ.
Í hitteðfyrra setti ég fram í sjónvarpi tvær leiðir til þess að tengja uppsveitir Árnessýslu við Reykjavík. Önnur þeirra lá um Nesjavallaveg gegnum Dyrafjöll, um Kaldárhöfða og Lyngdalsheiði. Hin lá um svonefnt Grafningsskarð norðan við Ingólfsfjall. Báðar miðuðu að því að færa hraðbraut frá vatnsverndarsvæði Þingvallavatns. Tveimur spurningum var þó ósvarað.
1. Hvort vegur við sunnanvert Þingvallavatn gæti haft áhrif á vatnið, t.d. ef olíuslys yrði. Vitað er að arsenik hefur fundist í vatninu eftir að affallsvatni frá Nesjavallavirkjun var veitt í tjörn norðan hennar.
2. Hvaða umhverfisáhrif vegur á nýjum stað yfir Sogið við Álftavatn hefði og hvort sátt myndi nást um veg þar við sumarbústaðafólk og landeigendur.
Niðurstaða mín nú er þessi: Leggjum bundið slitlag á núverandi Konungsveg og lagfærum hann lítillega þar sem snjór sest helst á hann á veturna og höldum honum opnum allt árið. Notum tímann vel framundan til að rannsaka leiðirnar sem ég benti á á sínum tíma.
![]() |
Landvernd óskar eftir frestun á útboði Gjábakkavegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.10.2007 | 20:05
NÝTT 14:2?
Eftir útreiðina í Lichtenstein í kvöld er möguleiki á að markatala Íslands í síðustu leikjum sínum nálgist 14:2 því að Danir munu varla liggja í því í næsta leik á móti því liði, sem lið skyldi kalla, sem var niðurlægt í kvöld. Ég lá á sínum tíma yfir þeim upptökum af 14:2 leiknum fræga sem til voru og niðurstaða mín var sú að 0:6 tap okkar gegn Dönum nú nýlega hafi verið verri útreið, - íslenska liðið átti aldrei glætu í sókninni í 0:6 leiknum en strákarnir okkar skoruðu þó tvö mörk á móti Dönum 1967.
Við hjónin höfum einu sinni átt leið fram hjá Lichtenstein akandi á leið til Davos í Sviss og til baka og þetta var svona eins og að aka fram hjá Hafnarfirði, - ríkið er litlu stærra og fjölmennara en Fjörðurinn.
Nú er ekki hægt að afsaka sig með smæðinni eða nokkrum sköpuðum hlut, - maður er bara í svipuðu sjokki og fyrir réttum 40 árum.
Ég spurði í sumar hvort Eyjólfur myndi hressast. Nú sýnist mér þeirri spurningu hafa verið svarað á versta veg.
Þetta er leiðinlegt þegar svona ágætis maður á í hlut en staðreyndirnar tala sínu máli, því miður.
![]() |
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.10.2007 | 10:15
YFIRBORÐSKENND TALA
Tölur um fleiri vinnustundir karla en kvenna á vinnumarkaðnum kunna að vera réttar en segja þó aðeins hálfa sögu og geta því gefið ranga mynd. Það er nefnilega unnið víðar en á vinnumarkaðnum, - það er vinna að ganga með börn, fæða þau og klæða og sjá um þau á heimilunum, - annast um þau og fjölskylduna. Þessi vinna kynjanna er ekki inni í tölunum um "vinnuna" og ég er ansi hræddur um að hlutföllin kynnu að breytast ef öll vinna yrði tekin með í reikninginn.
Gott dæmi um yfirborðskennda tölu er talan um þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur og dæmisagan um ráðskonuna, sem giftist karlinum sem hafði hana í vinnu og vinnur eftir það á heimilinu sem húsmóðir án sérstakra launa fyrir það.
Við þennan eina gerning, hjónaband, minnka þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur sem svarar launum ráðskonunnar og sömuleiðis fækkar þeim vinnustundum sem teknar eru með í reikninginn í könnunum eins og þeirri sem nú er í fréttum.
Raunveruleg vinna hennar vex við barneignir á stækkandi heimili þótt opinberu tölurnar sýni að vinnuframlag hennar hafi ekki aðeins minnkað, heldur horfið!
Hálfsannleikur getur stundum verið verri en lygi.
![]() |
Karlar vinna tíu stundum meira en konur á viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.10.2007 | 21:13
TIL HAMINGJU, ÁRNI FINNSSON.
Þegar Íslendingar vekja athygli og fá viðurkenningu erlendis er það gott fyrir okkur vegna þess að bæði leiðir það athygli heimsins að okkar málum og varpar ljósi á það að á 21. öld getur enginn verið eyland. Árni Finnsson hefur staðið vaktina staðfastlega og einarðlega um langa hríð í umhverfis- og náttúruverndarmálum og þess vegna er ástæða til að óska honum til hamingju.
Nöturlegt er að sjá suma í bloggheimum hafa þetta á hornum sér. Þeir hafa nefnt það fólk "atvinnumótmælendur" sem reynt hefur af veikum mætti að andæfa áformum og framferði manna sem neyta yfirburða í skjóli valda, aðstöðu og fjár.
Helstu forsvarsmenn virkjana- og stóriðjufíklanna eru í vellaunuðum embættum við þá iðju en þeir eru víst ekki "atvinnustóriðjusinnar".
Svona umræða er á lágu plani og hittir þá fyrir sem draga málin þangað niður.
Enn og aftur, Árni Finnsson, til hamingju! Þótt átt svo sannarlega skilið að fá þessa viðurkenningu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.10.2007 | 19:29
"EKKI ER ÉG VEL GÓÐUR ENN".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.10.2007 | 16:22
F-LISTI FRJÁLSLYNDRA OG ÓHÁÐRA.
Það virðist vefjast fyrir mörgum hvers eðlis aðild F-listra frjálslyndra og óháðra sé að nýju borgarstjórnarsamstarfi. Menn geta svo sem túlkað þetta í ýmsar áttir en þó hygg ég að rétt sé hafa eftirfarandi í huga:
Þessi umræddi listi var kjörinn 2006 áður en Íslandshreyfingin varð til. Fimm af sex efstu mönnum hans sögðu sig úr Frjálslynda flokknum á útmánuðum 2007.
Efsti maður listans er í leyfi. Margrét Sverrisdóttir er réttkjörinn varamaður hans og saman hafa þau átt hlut í myndun nýs meirihluta borgarstjórnar.
Margrét Sverridóttir er varaformaður Íslandshreyfingarinnar og hennar samherjar í Íslandshreyfingunni að Ólafi frátöldum (sem hefur verið í leyfi frá stjórnmálastörfum) voru ofarlega á I-listanum við síðustu alþingiskosningar og háðu harða kosningabaráttu.
Margrét hefur sagt að stefna Íslandshreyfingarinnar sé sú stefna sem hún hefði viljað að Frjálslyndi flokkurinn hefði. Það á til dæmis við um stóriðjumálin en Ólafur F., Margrét og samherjar þeirra í borgarstjórn héldu uppi mjög öflugum málflutningi í umhverfismálum í borgarstjórn og stóðu þá vakt öðrum betur.
Þetta urðu þau að gera í minnihlutaaðstöðu og þess vegna hlýtur það að vera gleðiefni ef sjónarmið þeirra eiga möguleika á meiri framgangi í meirihluta en minnihluta.
Þrátt fyrir að upp kæmi ný staða hjá fólkinu á F-listanum í fyrravetur hefur sá hópur sem unnið hefur mest fyrir listann í borgarstjórn haldið áfram starfi sínu í borgarmálum án þess að riðlast. Dæmi þar um er að einn fulltrúa listans í nefndum borgarinnar er félagi í Frjálslynda flokknum. Það er eðlilegt, miðað við það að listinn er kenndur við frjálslynda "OG ÓHÁÐA".
Ólafur F. Magnússon tók upphaflega sæti á F-lista sem óháður og saga og nafn listans sýnir það eðli listans að hann er ekki rígbundinn við flokka.
Um kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum gildir hið sama og um alþingismenn: Þetta fólk er einungis skylt að fylgja sannfæringu sinni og starfa í samræmi við stjórnarskrá og önnur lög. Enginn stjórnmálaflokkur "á" þetta fólk.
Ég sé hins vegar ekkert óeðlilegt við það að mér og fleirum í Íslandshreyfingunni líki það vel að gott fólk sem ég hef kynnst vel að góðu einu komist í aðstöðu til að berjast fyrir framgangi hugsjóna sinna.
Vægi mála er misjafnt í sveitarstjórnum og á landsvísu og sömuleiðis getur samstarf flokka verið mismunandi.
Minnt hefur verið á það í umræðunni að flugvallarmálið hafi verið aðalmál F-listans í síðustu borgarstjórnarkosningum og verði það væntanlega áfram. Ekki liggur fyrir hvernig því máli verður landað í nýju samstarfi en ég sé ekki að því verði ráðið endanlega til lykta á næstu 2,5 árum vegna þess að fyrir þann tíma liggja ekki fyrir nauðsynlegar upplýsingar.
Á Umhverfisþingi kom fram að unnið sé að friðun Skerjafjarðar og að því máli koma fimm bæjarfélög. Hvað varðar flugvöll á Lönguskerjum er það mál því langt frá því að vera leyst.
Það virðist vefjast fyrir sumum hvert fylgi Íslandshreyfingarinnar hafi verið og voru nefnd tvö prósent í þættinum Mannamáli í gærkvöldi. Íslandshreyfingin fékk hins vegar 4,85% fylgi í Reykjavík í alþingiskosningunum og 3,3% á landsvísu.
Fylgi I-listans hefði nægt til að koma tveimur þingmönnum að í Reykjavík ef ekki hefði verið settur þröskuldur sem kom í veg fyrir 6000 kjósendur fengju fulltrúa miðað við fylgi á við aðra landsmenn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)