"EKKI ER ÉG VEL GÓÐUR ENN".

Þegar einn af kynlegu kvistunum í Reykjavík í den fipaðist á reiðhjóli og hjólaði inn um gluggann á veitingastaðnum Uppsalakjallaranum, reis hann blóðugur upp úr brotnu leirtaui milli borðanna, leit á hjólið og sig og sagði: "Ekki er ég vel góður enn." Þetta kemur í hugann nú þegar ég horfi á Bjarna Ármannsson og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í sjónvarpi. Ætlar þetta engan enda að taka?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Í myrkrinu eru allir kettir gráir.

Magnús Þór Hafsteinsson, 15.10.2007 kl. 20:15

2 identicon

Sá á Vísi.is að Vatnssósa Rósa sé fyrsti íslenski bíldraugurinn.Það mun ekki vera rétt. í bók Steinólfs frá Ytri Fagradal kemur fram að blá VW bjalla ´68 gangi ljósum logum um sveitina. ;-)m.kvSverrir

Sverrir Gíslason (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jæja, ég vissi ekki um bjölluna en það skiptir ekki svo miklu máli. Hafnar-Skotta var alveg eins sérstök og Þorgeirsboli og Írafellsmóri ef út í það er farið. Gerði reyndar mér til gamans fyrir austan að raula fyrir munni mér undir hinu þekkta lagi "Vísur Vatnssósa Rósu":

Ljósin þín og ljósin mín,

lemstruð af kasti steina.

Mitt er mitt og þitt er þitt, -

þú veist hvað ég meina.

Fyrir þig ég fór á fjöll

um frera í djúpa snjónum

en barin síðan og brotin öll

af berserkjum og dónum.

Síðan var í drullu drekkt

og dregin burt í kafi

barin aftur, beygluð, skekkt

með brotna dyrastafi.

Ég var grýtt og ég var hrist,

ég var ötuð blóði.

Ó, að við hefðum aldrei hist

elsku vinurinn góði.

Þetta mikil mæða er.

Mörg ég felli tárin

en kannski aftur unni þér

ef þú græðir sárin.

Ómar Ragnarsson, 15.10.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég bara minnist þess ekki að neinn borgarstjóri í Reykjavík hafi heitið Vilhjálmur og hvað þá að hann hafi verið Vilhjálmsson.

Hvað fólk eiginlega að hugsa?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 15.10.2007 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband