Rallið hjá Trump er ekki búið fyrr en það er búið.

Allur ferill Donalds Trumps hefur einkennst af miklu vanmati á styrk hans, og voru forkosningarnar 2016 engin undantekning.  

Þótt gefi á bátinn virðist hann hafa seinstakt lag á að koma tvíefldur til baka. 

Stór hluti af því er að halda nafninu ávallt inni í umræðunni. 

Með því tekst honum að beisla hinn sterka straum í bandarískum stjórnmálum, sem hefur klofið þjóðina í herðar niður. 


mbl.is Frambjóðandi Trumps tapaði meðal Repúblikana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrslitastund að nálgast?

Þegar Halldór Ásgrímsson varð að segja af sér sem forsætisráðherra hér um árið var það fyrst og fremst vegna þess, að sú ætlun hans að stjórna atburðarásinni mistókst herfilega. 

Nú er að myndast ástand, sem um margt minnir á þessa sögu, en getur orðið að miklu flóknara og erfiðara viðfangsefni þar sem erfitt er að ráða í stöðuna; og endalokin því farið á óvænta lund. 

Frá sjónarhóli forsætisráðherrans sýnist vera mikilvægast að úr því að hvort eð er eru lagðir ráðherrakaplar væri skást að nýta tækifærið til að hreinsa málið sem best, bæði hvað varðar hálfgerða stjórnarkreppu en ekki síður gagnvart framhaldinu og stóru málunum, sem leysa þarf í vetur. 

En gallinn við það að ráða skakkt í stöðuna eða missa alla stjórn á ástandinu er óskðp einfaldur: stjórnarslit. 


mbl.is Bjarni hafi fært vandann á VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvæg "límtúba", Bjarni Benediktsson, að tæmast?

Staöa Bjarna Benediktssonar í ríkisstjórn hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og þar á eftir í skammlífri stjórn hans sjálfs var þess eðlis að það mátti hafa á orði að Bjarni væri límið í þessum tveimur ríkisstjórnum. 

Hann var í valdamesta ráðuneytinu í fyrri stjórninni og forsætisráðherra í hinni seinni, formaður stærsta stjórnmálaflokksins og stóð af sér mótframboð á síðasta landsfundi. 

En tvívegis hafa athafnir náins skyldmennis, sem notið hafa fyrirgreiðslu, orðið honum að fótakefli, og kemur fyrir lítið að lýsa yfir því að vera ósammála færðum rökum umboðsmanns Alþingis um vanhæfi. 

Afsögn Bjarna núna er enn ein viðbótin við alllanga röð af ásteytingarsteinum í núverandi stjórnarsamstarfi sem halda áfram að hrannast upp. 

Ef tekinn er samanburður við Nýsköpunarstjórnina sést að aðeins eitt mál, utanríkismál, sprengdi þá stjórn. 

Límið í þeirri stjórn var Ólafur Thors og einstakur trúnaður á milli hans og Einars Olgeirssonar. 

Ágreiningssmálin nú virðast bæði fleiri og erfiðari en 1947, og hriktir í burðarvirki fleys ríkisstjórnarinnar.  


mbl.is Oddvitarnir ætla að hittast síðar í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirrótin svipuð og á Ólympíuleikunum 1972 en umfangið margfalt.

Palestínumenn hafa orðið að lifa við það að vera hernumin þjóð í 56 ár, og þegar fimm árum síðar var óþol þeirra orðið slíkt að þeir komu allri heimsbyggðinn óþyrmilega á óvart á Ólympíuleikunum í Munchen með að ráðast inn í búðir Ísraelsmanna á leikunum og taka þar gísla. 

Vestur-Þjóðverjar hðfðu lagt sig í líma við að ljá leikunum sem friðsamlegast yfirbragð í góðri trú, reyndust fyrir bragðið herfilega illa undir þetta búnir, svo að mannfallið varð miklu meira en ella. 

Eftir ellefu sinnum lengra hernám eru Palestínumenn orðnir enn hatursfyllri en nokkru sinni fyrr við það að horfa upp á stóraukin vðld harðtrúarmanna, aukna sókn í að auka svokallaðar "landnemabyggðir" og sækja í að minnka lýðræði í átt til harðstjórnar. 

Þar á ofan hafa þeir orðið að horfa á Ísraelsmenn komast upp með það að brjóta sáttmála og ályktanir Sameinuðu þjóðanna. með hernámi Vesturbakkans.  

Aðgerðir Palestínumanna núna eru margfaldar að mannfalli og eyðileggingu miðað við atburðina 1972, og þær koma enn meira á óvart að umfangi og hörku sem yfirgengur allt það sem á undan hefur gengið. 


mbl.is „Þetta á eftir að stigmagnast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða þúsundir Palestínumanna drepnir?

Í átökum Ísraels og Palestinumanna síðustu áratugi hefur það yfirleitt verið þannig, að fyrir hvern drepinn Ísraelsmann hafa verið drepnir alls tíu sinnum fleiri Palestínumenn.  

Ísraelsmenn hafa þegar lýst yfir stríði og því miður virðist stefna í miklu harðari átök en nokkru sinni fyrr, en eru harðlínumenn með mun sterkari tök í núverandi ríkisstjórn en nokkru sinni fyrr.  


mbl.is Yfir 200 Ísraelar látnir í árásunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstum eins mikil framför og koma Willys jeppans.

Þeir sem sáu fyrstu blaðaauglýsingarnar fyrir 70 árum gleyma því seint hve nýstárlegt útlit þessara tveggja bíla, Bjðllunnar og Rúgbrauðsins var. 

Á þessum árum var að hefjast einhver mesta efnahagsbylting sögunnar á Vesturlöndum, og endurnýjun einkahjóla, örbíla og annarra farartækja í mikilli sókn. 

Fyrir mikla framsýni forráðamanna Breta á breska hernámssvæðinu náðist það fram að VW verksmiðjan í Volfsburg, sem slapp að mestu óskemmd í stríðinu, fengi að framleiða bílana tvo fyrir markað bæði heima og fljótlega líka erlendis. 

Nordhoff, fyrsti forstjórinn, gaf út þá stefnu að ítrustu gæði yrðu höfð í hávegum í smáu og stóru. 

Volkswagen stóð frá upphafi ýmsa galla, eins og þröngt innanrými, lævísa yfirstýringu vegna staðsetningar vélarinnar fyrir aftan afturhjólin og takmarkað útsýni, en á móti kom frábærlega einföld vélargerð, sjálfbær bygging, einföld loftkæling og ótrúlega samkeppnishæft verð.  

Fram til 1978 voru framleiddar Bjðllur í milljónatali í Þýskalandi og 21 milljón í heiminum, fleiri en af nokkurri annarri bílgerð í sögu bílsins. 

Tilkoma Willysjeppans hér á landi 1945, var vegna lélegra vega meiri byltin hér fyrstu árin eftir stríð ne tilkoma Bjðllunnar, en hér á landi var það fyrst og fremst Bjðllunni að þakka að almenningur gat stokkið yfir miklu minni bíla á svipaðan hátt og aðrar þjóðir.  


mbl.is 70 ára afmælissýning Volkswagen á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtarhugmyndirnar virðast takmarkalausar.

í fyrra settu forsvarsmenn um sjókvíaeldi fram kröfur sínar um framtíðarstefnu í þeim málum, sem byggðust á því að á tíu árum yrði það tífaldað hér á landi, og að stefnt yrði einbeitt að því að framleiðsluverðmæti þeirra yrðu allt að 500 milljarðar á ári! 

Þeim, sem leist ekki á blikuna, var lýst sem óvinum landsbyggðarinnar og þaðan af verra, og var þó að hluta til um andófsfólk að ræða á borð við meirihluta Seyðfirðinga, sem vilja bægja þessum ósköpum frá sér. 

Hvort einhver 60 prósenT aðspurðra i skoðanakönnunum séu andvíg þessum brjálæðislegu aðgerðum skiptir í ljósi reynslunnar ekki nokkru minnsta máli í þessu sambandi. 

Útlenda fjárfestingarféð sem streymir hingað frá Noregi sannar hina gömlu reynslu dæmisögunnar, að asni, klyfjaður gulli, kemst yfir hvaða borgarmúr, sem er. 


mbl.is 60% andvíg fiskeldi í sjókvíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er furða að launþegar vilji fá eitthvað til baka af orðinni kjaraskerðingu?

Nú þegar standa launþegar frammi fyrir mikilli skerðingu kaupmáttar. Seðlabankastjóri lýsir yfir undrun yfir því ef þau dirfast að reyna að ná einhverju af þeirri miklu kjaraskerðingu, sem nú er í gangi. 

Fyrir nokkrum árum náðust samningar sem fengu heitið Lífskjarasamningar. 

Þeir reyndust skár en margir höfðu búist við, en spurningin er hvort aftur sé hægt að endurtaka svipaðan leik.  


mbl.is Eina landið sem brást við með launahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bensínstöðina við Laugaveg 180 þyrfti að færa til upprunalegs horfs.

Enn er á lífi í Reykjavík fólk, sem man eftir því sem bernskuminningu þegar bensínstöðin við Laugaveg 180 var reist.  

Það sem var mest áberandi við hana var, að hún leit út eins og flugvél, sem sneri í vestur með uppsveigðum vængjum líkt og sjá má á mörgum flugvélum. (Dihedral). 

Síðar var annar vængurinn rifinn af, en af af því að þessi bensínstöð er sú elsta, sem nú er lagt til að vernda, væri alveg tilvalið að breyta henni úr hinu vængbrotna ástandi í það, sem hún var í upphafi, eins og tilbúin til flugtaks. 

Þótt það sjáist litt utan frá var frá upphafi rekin smurstöð í þessari byggingu, sem vel mætti athuga að gera að eins konar fornminjum. 


mbl.is Leggja til friðun fjögurra bensínstöðva í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldá og Kaldársel eru fágætt náttúruvætti.

Kaldá og skálinn þar eru fágætt náttúruvætti, annars vegar svæðið sjálft með stærsta ferskvatnsfall Reykjanesskagans neðanjaðrar, sem veldur því niðri við Straumsvík, að sjómenn fyrri tíma gátu ausið drykkjarhæfu vatni úr sjónum þar sem þeir voru í bátum sínum uppi við ströndina, og hins vegar Gamli skáli sjálfur, sem er svið 80 ára gamallar sögu með tengsl við tugþúsundir ungmenna og hugsjónamanna. 

Mikið starf þarf að vinna til þess að rannsaka þetta fágæta vatnsfall sem hverfist um Kaldárbotna, svo að hægt verði að tryggja nægilegt rennsli Kaldár ofan jarðar, auk þess sem tilvist skálans verði tryggð, annað hvort í endurbyggri gerð eða nýjum skála. 


mbl.is Skoða framtíð Gamla skála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband