15.10.2010 | 07:02
" Vekur vonir..."
Ég bendi á það á hverju álver í Helguvík hefur verið byggt frá upphafi og skín út úr fyrstu setningu fréttar á mbl. is. Þar segir að - "...tilraunaborun á Reykjanesi gæfi góðar vonir.."
Frá upphafi hafa dæmalausar framkvæmdir í Helguvík byggst á "vonum" en ekki vissu og þaðan af síður raunsæi.
Og hvers vegna er orðið "vonir" notað en ekki "vissa" ?
Af samræðum mínum við sérfræðinga á þessu sviði byggist það á því að eðli þessa jarðvarmasvæðis og margra annarra er það að því hraðar sem orkunni er dælt upp, því fljótar mun hún ganga til þurrðar vegna ofnotkunar eða þess sem kallað er "rányrkja" á góðu íslensku máli.
Alltof margir hér á landi eru haldnir áráttu sem lýsa má með tveimur orðum: "ÉG, - NÚNA!"
Hin skefjalausa stóriðjustefna sem hefur heltekið okkur byggist á þessum tveimur orðum, því miður.
"Vonir" vegna einnar tilraunaborholu á Reykjanesi segja nákvæmlega ekkert um það hvort hægt verði að útvega orku í það risaálver sem óhjákvæmilega verður að rísa í Helguvík, ef þar verður haldið áfram á sömu braut og hingað til með óheyrilegu tjóni fyrir íslenska náttúru, auk þess sem risaálver í Helguvík mun ryðja burtu öllum möguleikum á nýtingu jarðvarmaorkunnar á miklu skynsamlegri og hóflegri hátt á suðvesturhorni landsins.
Vísa í næsta pistil minn á undan þessum um þetta.
![]() |
Álver að komast á skrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
14.10.2010 | 13:34
Siðlaus blekkingaleikur.
Í viðtalinu sem birtist við Ásmund Friðriksson á mbl.is í dag segir hann að skipulagsmál hafi hamlað framgangi álvers í Helguvík. En skrýtið. Hingað til hefur VG og "öfgamönnum" verið kennt um allar tafir.
Og hvernig skyldi standa á því að skipulagsmál koma nú allt í einu upp. Það skyldi þó ekki vera að það hafi verið byrjað á álverinu án þess að hafa leyst það mál að raflínur þarf að leggja í gegnum tólf sveitarfélög og afla orku í fleiri en einu.
"Öfgamönnum" og VG var kennt um tafir á orkuöflun þegar hið sanna er að Orkustofnun hefur ekki getað samþykkt stækkun Reykjanesvirkjunar vegna þess að orkuöflunarsvæðið er ekki aðeins þegar fullnýtt heldur jafnvel ofnýtt með því sem hefur hingað til kallast rányrkja á íslensku.
Nú segir Ásmundur að bjartsýnin hafi aukist vegna þess að Norðurál sé reiðubúið að "einbeita sér að fyrstu þremur áföngunum við byggingu álversins" sem eykur líkur á framgangi verkefnisins.
Það að "einbeita sér að fyrstu þremur áföngum verkefnisins" segir ekkert um það að ætlunin sé að láta þar staðar numið.
Í stað þess að krefjast orku fyrir alla fjóra áfangana, sem ekki er finnanleg, á að blekkja menn með því að "einbeita sér að þremur áföngum" sem hvort eð er hefði verið gert ef menn hefðu ætlað að láta þar við sitja.
Ég hef setið á mjög upplýsandi fundi með fulltrúa Norðuráls þar sem það kom skýrt fram að álver á okkar tímum verða að framleiða minnst 340 þúsund tonn af áli á ári.
Lengi var þrætt fyrir þetta í sambandi við álver á Bakka en síðan var því játað.
Það er óheiðarlegt hvernig beitt hefur verið blekkingum í þessu máli frá upphafi, vaðið af stað með framkvæmdir og kaup á túrbínu án þess að hafa orkuöflun og skipulagsmál klár í skjóli þess að allt til enda verði hægt að stilla mönnum upp við vegg fyrir framan gerðan hlut og
Þessum leik á að halda áfram með því að láta í veðri vaka að aðeins verði reistir þrír áfangar í stað fjögurra enda er orðalagið nógu loðið til þess að hægt verði að láta okkur bergja af þessum bikar í botn þegar þar að kemur.
Þá verða það Kerlingarfjöll eða Landmannalaugar sem verða tekin.
![]() |
Aukin bjartsýni vegna álvers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
14.10.2010 | 03:04
Fólk fær það sem það kaus.
70% þjóðarinnar vill nýtt eða ný framboð í næstu alþingiskosningum samkvæmt síðustu skoðanakönnun. Knappur meirihluti vill kosningar strax.
Besti flokkurinn var nýtt framboð við borgarstórnarkosningar og fékk 36% atkvæða og sex borgarfulltrúa. Eina leiðin til þess að aðrir flokkar en Besti flokkurinn gætu myndað meirihluta var að Sjálfstæðismenn og Samfylkingarfólk myndaði meirihluta.
En þetta voru sömu flokkar og mynduðu "Hrunstjórnina" á landsvísu sem Búsáhaldabyltingin hafði púað niður þ annig að þetta ekki inni í myndinni.
Jón Gnarr kom hreint fram og kvaðst bjóða sig fram vegna þess að hann vildi fá gott, þægilegt og skemmtilegt djobb, leyfa hæfileikaríkum vinum sínum að fást við áhugaverð verkefni í borgarkerfinu og hafa spillingu frekar uppi á borðum heldur en að vera að pukra með hana.
Hann kvaðst vilja verða skemmtilegur borgarstjóri sem létti kjósendum lundina. Ekki veitti af eftir Hrunið.
Stórsigur Besta flokksins var túlkaður sem eindreginn vilji kjósenda varðandi nýtt framboð eða nákvæmlega það sama og nú kemur fram í skoðanakönnunum varðandi næstu kosningar til Alþingis.
Kosningaúrslitin voru túlkuð sem vantraust kjósenda á gamla fjórflokkinn.
Afleiðingin af þessu gat aðeins orðið ein: Að Besti flokkurinn í krafti yfirburða stöðu í borgarstjórn yrði leiddur til valda þótt 64% borgarbúa hefðu ekki kosið hann.
Þríflokkurinn (Framsókn úti) treysti sér ekki til að sniðganga Besta flokkinn.
Sjálfstæðismenn, sem töpuðu tveimur mönnum þrátt fyrir nokkuð vinsælan borgarstjóra, fundu fyrir því að miðað við þátt flokksins í Hruninu og ítrekaðan darraðardans á fyrri hluta kjörtímabilsins var það í skjön við kosningaúrslitin að hann yrði í meirihlutasamstarfi við Besta flokkinn.
Raunar virtist slíkt aldrei koma til af hálfu Besta flokksins hvort eð er og það kom því í hllut fulltrúa Samfylkingarinnar að mynda meirihluta með Besta flokknum.
Fyrir Besta flokkinn gaf þetta honum mun sterkara valdahlutfall í merihlutanum heldur en samvinna við Sjálfstæðismenn hefði gefið honum.
Jón Gnarr hefur viðurkennt hreinskilnislega að erfitt sé fyrir alls óvanan mann að setja sig inn í alla mögulega hluti í borgarkerfinu og sitja leiðinlega fundi, svo sem sviðsstjórafundi og aðra slíka.
Allir áttu að geta séð fyrir að þannig yrði það.Hann kemur einfaldlega til dyranna eins og hann er klæddur og kjósendur geta ekki eftir á farið að túlka niðurstöður síðustu borgarstjórnarkosninga öðru vísi en gert var þegar úrslit skoðanakannana og úrslit kosninganna birtust á sínum tíma.
Nú vilja 70% fólksins nýtt framboð á landsvísu og fari svo að sagan úr Reykjavík endurtaki sig í alþingiskosningum fær fólk einfaldlega það sem það kýs, hverju svo sem Ragnar Reykás kann að halda fram.
![]() |
Ný staða eða aukin verkefni? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.10.2010 | 20:25
Svona var þetta hér.
Silvio Berlusconi var í dálæti hjá mörgum Íslendingum á tímum veldis Davíðs og Halldórs. Nú hefur reyndum fréttamanni ítalska sjónvarpsins verið vikið tímabundið úr starfi fyrir að gagnrýna Berlusconi.
Athygli vekur að brottreksturinn er aðeins tímabundinn en ekki varanlegur eins og hér gerðist fyrir áratug þegar jafnvel var ekki látið nægja að reka viðkomandi mann heldur leggja stofnanir niður sem ekki mökkuðu rétt.
Berlusconi verður að herða sig ef hann á að ná þeim hæðum sem svona mál náður hér í aldarbyrjun.
![]() |
Refsað fyrir að gagnrýna Berlusconi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2010 | 20:17
Eva Joly hættir - og byrjar !
"Íslandsvinurinn Eva Joly hættir" er fyrirsögn fréttar um starfslok hennar hjá sérstökum saksóknara, en hitt er ekki minni frétt að hún byrjar líka, - byrjar á að vinna fyrir Björk Guðmundsdóttur og þeim sem leggjast gegn sölu íslenskra orkuauðlinda til útlendinga.
Ekki er að efa að þar er um mikilvægan stuðning að ræða eins og sést á þeim yfirlýsingum hennar að fara verði ofan í saumana á sölu HS Orku af alvöru, sem hæfi hugsanlegu sakamáli.
![]() |
Eva Joly hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2010 | 20:12
Gaman að vinna með svona fólki.
Gróskan er mikil í tónlistarlífi landsmanna þrátt fyrir Hrunið og hefur vakið athygli út fyrir landsteinana.
Ég hef átt því láni að fagna að veita smá aðstoð undanfarna daga, annars vegar Mezzoforte, sem er að fara í mikið hljómleikaferðlag víða um lönd, og hins vegar ungu fólki sem þurfti litla Fiat 500 bílinn minn til þess að nota í upptöku á tónlistarmyndbandi fyrir Iceland Airwaves.
Íslenskur menningariðnaður, sem svo má kalla íslenska listsköpun, sem blómstrar um þessar mundir, skapar miklar gjaldeyristekjur og er orðinn einn af bestu atvinnuvegum þjóðarinnar.
Skal engan undra, því að það er unun að kynnast þessu mikla hæfileikafólki, sem sprettur fram eins og lindin tær.
![]() |
Iceland Airwaves hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2010 | 11:08
Deilt um málatilbúnaðinn.
Samkvæmt forsíðufrétt Morgunblaðsins fer orka alþingismanna aðallega í það að deila um, hvort svonefnt samráð sé samráð og hvort aðgerðir til vanda heimilanna geti kallast verkáætlun eða ekki.
Stjórnarandstaðan átelur að engin verkáætlun sé fyrir hendi en kvartar á öðrum tímum yfir því að ríkisstjórnin hafi ekkert samráð heldur stilli stjórnarandstöðunni upp fyrir gerðum hlut og fari sínu fram.
Í gær sást í fréttum hvað 18% niðurf í eigu ríkisins og þar með okkar allra, og þurfi ríkið að leggja honum til stórar fjárhæðir, þarf að skera enn meira niður en nú er kvartað sáran undan að eigi að gera. elling myndi þýða fyrir íbúðalánasjóð og bankana og sker vandi íbúðalánasjóðs í augun, því að hann er jú
Stjórnarandstaðan segist ætla að "rústa fjárlagafrumvarpinu" en við fáum ekkert að vita um hvað hún sjálf ætli að reisa á þeim rústum.
Fréttir hafa verið sagðar af því erlendir fjárfestar haldi að sér höndum vegna óleystrar Icesave-deilu og þessar nýjustu fréttir um ólgu og vandræðagang hvetja þá ekki til að endurskoða það.
Á sama tíma er líka sagt frá því í fréttum að ríkisstjórnin sé átalin fyrir að "berjast með kjafti og klóm gegn því að erlenda fjárfesta inn í landið."
Það er erfitt að sjá að ofangreint ástand og mótsagnirnar í því séu uppörvandi fyrir erlenda fjárfesta.
![]() |
Engin verkáætlun kynnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.10.2010 | 08:55
Afturábak um 40 ár ?
Ýmislegt sem lenda þarf undir niðurskurðarhníf kreppunnar getur fært þjónustu aftur um nokkur ár.
Þótt kaupmáttur hafi dregist mikið saman er hann þó enn jafn mikill og hann var fyrir sjö árum.
Mæling hans er þó ekki einhlít vísbending um kjör því að skuldir heimilanna hafa margfaldast og eru höfuðvandinnn í kreppunni.
Ef sú verður niðurstaðan að aðein tvær björgunarþyrlur verði á Íslandi er ástandið í þeim málum fært aftur um tæp 40 ár og orðið jafn lélegt og það var fyrir 1970.
Með aðeins tvær þyrlur verður það ekki spurning um hvort heldur hvenær hvorug þeirra verði flughæf og að það muni kosta mannslíf, eitt eða fleiri.
![]() |
Óvíst að Landhelgisgæslan geti leigt þriðju þyrluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.10.2010 | 08:40
Betur má ef duga skal.
Eitt helsa ranglæti heimsins er misrétti kynjanna og þótt hugsanlegt sé að það sé minna hér en annars staðar er enn langt í land í jafnréttisbaráttunni á Íslandi.
Kreppan hefur sín áhrif, svo sem í lakara fæðingarorlofi, en sú löggjöf er einhver mesta réttarbót í jafnréttismálum, sem gerð hefur veirð hér á landi.
Einnig er yfirleitt óhætt að taka niðurstöðum á könnunum á svona hlutum með varúð því að með því að leggja hæpnar eða ófullkomnar forsendur til grundvallar er hægt að komast að röngum niðurstöðum. "Garbage in - garbage out", ef sett er drasl inn kemur drasl út.
Ekki eru mörg ár síðan alþjóðleg könnun leiddi í ljós að spilling væri minni á Íslandi en í nökkru öðru landi. Ein meginforsenda þeirrar niðurstöðu var að ekki þyrfti að múta opinberum embættismönnum hér á landi.
Allir Íslendingar vissu þó hve hláleg þessi niðurstaða var í landi kunningja- og venslasamfélagsins þar sem pólitísk spilling, sjálftaka og oftaka höfðu verið landlæg svo lengi sem menn mundu. Spilling var einmitt helsta forsendan fyrir Gróðabólunni og Hruninu.
Annað dæmi var það þegar alþjóðleg könnun leiddi í ljós að Íslendingar væru í fremstu röð varðandi umhverfismál.
Ég fór ofan í saumana á þeirri skýrslu og þá kom í ljós að Íslendingarnir höfðu svarað spurningunni um ástand jarðvegs með því að setja stafina NA í þann dálk, þ. e. að upplýsingar væru ekki fyrir hendi.
Var þó Ólafur Arnalds búinn að fá umhverfisverðlaun Norðurlanda fyrir rannsóknir á því sviði, sem leiddu í ljós að hér á landi var og hafði verið meiri jarðvegseyðing en þekktist á byggðu bóli í heiminum.
Meðal landa sem settu NA í dálkinn voru Úkraina með sitt Chernobyl-slys og nokkur önnur lönd í göml Sovétblokkinni. Vel má vera að ástand í jafnréttismálum sé skárra hér en víða annars staðar en það segir ekkert um það hvort ástandið sé viðunandi eða ekki.
![]() |
Jafnrétti kynja hvergi meira en hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2010 | 21:01
Eyjólfur Sverrisson í annað sinn !
Þegar ég þurfti að velja 100 merkilegustu fréttir síðustu aldar í þætina "Fréttir aldarinnar" var úr vöndu að ráða varðandi þær örfáu íþróttafréttir sem ættu þar heima.
Meðal þeirra var sá atburður þegar Íslendingar voru nálægt því að halda jöfnu á móti sjálfum heimsmeisturum Frakka á troðfullum heimavelli þeirra í París og það í alvöru leik í stórmóti en ekki vináttulandsleik.
Íslendingar komu Frökkum í opna skjöldu allan leikinn með því að hafa í fullu tré við heimsmeistarana svo að þeir máttu þakka fyrir að merja eins marks sigur.
Eyjólfur Sverrisson skoraði glæsimark af löngu færi og munaði minnstu að það nægði til þess að ná jafntefli.
Nú hefur Eyjólfur leitt nýtt gullaldarlið lengra en nokkurt íslenskt knattspyrnulið hefur áður náð og enn eru það glæsimörk sem ráða úrslitum.
Vísa að öðru leyti í næsta pistil minn á undan þessum um þessa frábæru frammistöðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)