Eyjólfur Sverrisson í annað sinn !

Þegar ég þurfti að velja 100 merkilegustu fréttir síðustu aldar í þætina "Fréttir aldarinnar" var úr vöndu að ráða varðandi þær örfáu íþróttafréttir sem ættu þar heima.

Meðal þeirra var sá atburður þegar Íslendingar voru nálægt því að halda jöfnu á móti sjálfum heimsmeisturum Frakka á troðfullum heimavelli þeirra í París og það í alvöru leik í stórmóti en ekki vináttulandsleik.

Íslendingar komu Frökkum í opna skjöldu allan leikinn með því að hafa í fullu tré við heimsmeistarana svo að þeir máttu þakka fyrir að merja eins marks sigur. 

Eyjólfur Sverrisson skoraði glæsimark af löngu færi og munaði minnstu að það nægði til þess að ná jafntefli. 

Nú hefur Eyjólfur leitt nýtt gullaldarlið lengra en nokkurt íslenskt knattspyrnulið hefur áður náð og enn eru það glæsimörk sem ráða úrslitum. 

Vísa að öðru leyti í næsta pistil minn á undan þessum um þessa frábæru frammistöðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eyjólfur er líka ósérhlífinn og hjálplegur,því gladdist ég mikið með honum að ná þessu takmarki. Sá var ekki að finnast of góður eða fínn,þegar hann ýtti ásamt bróður sínum Nizzanbíl mínum í gang inn í Sundahöfn fyrir nokkrum árum á hátindi frægðar sinnar.Það var ekkert venjulegt,sem þurfti til,en þeir gáfust ekki upp. Druslan var alltaf að drepa á sér á keyrslu,enda fljótlega úreld.

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2010 kl. 21:32

2 identicon

"Nú hefur Eyjólfur leitt nýtt gullaldarlið lengra en nokkurt íslenskt knattspyrnulið hefur áður náð ..."

Hvað með kvennalandsliðið?

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 21:58

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kvennalandsliðið hefur enn ekki komist á úrslitakeppni á sama hátt og þetta þótt litlu hafi munað.

Ómar Ragnarsson, 11.10.2010 kl. 23:04

4 identicon

"Einu ári eftir endurvakningu kvennaliðsins komst liðið í átta liða úrslit Evrópukeppninnar og munaði litlu, að liðið fengi að leika í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar. "

"Á árinu 2008 urðu straumhvörf hjá kvennalandsliðinu. 10 landsliðskonur urðu atvinnumenn, þær Guðbjörg Gunnarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný B. Óðinsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Edda Garðarsdóttir, Ólína Viðarsdóttir, Ásta Árnadóttir, Þóra Helgadóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir.[7] Kvennalandsliðið var á sama tímabili það fyrsta A-liða Íslands sem komst í lokakeppni stórmóts."

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband