18.10.2011 | 19:17
Geta orðið fljótir að vinna þetta upp.
Erfitt er á þessum tímapunkti að spá um það hve miklu til batnaðar samkomulag Ísraelsmanna og Hamas um fangaskipti geti valdið.
Hitt er ljóst að báðir aðilar gætu orðið fljótir til að láta allt fara í sama farið aftur.
Ísraelsmenn taka 300 menn höndum að jafnaði í hverjum mánuði eða 3600 á ári. Þessum mönnum er haldið föngnum án dóms og laga og mannréttindi brotin á þeim.
Þegar Hamasmenn taka ísraelska gísla er það að sjálfsögðu algert brot á mannréttindum og siðlegum samskiptum.
![]() |
Laus úr fangelsi hjá Hamas |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.10.2011 kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2011 | 19:10
Stóð mjög tæpt 2009.
Það fór ekki hátt sem gerðist þegar Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst, að litlu munaði að lögreglan yrði algerlega uppiskroppa með búnað, sem hún notar í óeirðum.
Þessu tókst að bjarga í horn samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fékk þá.
![]() |
Alvarlegt þjóðfélagsástand ríkjandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.10.2011 | 18:58
Sanngirnismál.
Stundum fara reglugerðir og lög út í öfgar vegna of mikillar smásmygli og ósveigjanleika. Bannið við heimabakstri í þágu góðgerðarmála hefur verið dæmi um það, og því miður hefur svona dæmum fjölgað á fjölmörgum sviðum.
Það er sanngirnismál að aflétta slíkum bönnum og hið þarfasta mál.
![]() |
Heimabakstur leyfður með lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2011 | 23:46
Gagnslaus fundur og breytir engu?
Nei, ekki gagnslaus þessi íbúafundur í Hveragerði í kvöld hvað það varðar, að í raun var upplýst að hann breytti engu um aðgerðir, stefnu og fyrirætlanir Orkuveitu Reykjavíkur.
Skiptir þá engu þótt allir fundarmenn risu úr sætum og klöppuðu fyrir bæjarstjóranum Aldísi Hafsteinsdóttur, þegar hún krafðist þess að þessum tilraunum yrði hætt nú þegar og gefið ráðrúm til skoða framhaldið betur.
Forstjórinn upplýsti að niðurdælingin, sem koma á í veg fyrir að affallsvatn mengi Gvendarbrunna, væri forsenda fyrir rekstri virkjunarinnar og aðeins um tvo kosti að velja: Að halda áfram á sömu braut eða að leggja virkjunina niður.
Sem þýðir að í raun breytti þessi fundur engu og var að því leyti til gagnslaus. Ljóst er af orðum forstjórans að ekkert svigrúm er til að hætta niðurdælingunni, enda hefur þegar runnið mengað affallsvatn frá virkjuninni í nokkur ár án niðurdælingar að nokkru marki og væntanlega ekki á það bætandi.
Aðspurður um það hvers vegna ekkert hefði verið gert til að láta vita um það fyrirfram að skjálftar gætu fylgt niðurdælingu svaraði forstjórinn: "Það var vegna einfeldni og andvaraleysis."
Hreinskilið svar sem afsökunarbeiðni fylgdi, en vekur þó spurningar um það hvort víðar í starfsemi fyrirtækisins ráði einfeldni og andvaraleysi ríkjum.
![]() |
Fjöldi á fundi í Hveragerði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.10.2011 | 18:59
Sex til sjö fyrirtæki í staðinn?
Það hefur verið fyrirsjáanlegt síðustu árin að það hefur verið fjarri því að til værinæ g orka handa 340 þúsund tonna álveri á Bakka, sem Alcoa viðurkenndi að væri lágmark.
Síðan breytti Alcoa um taktík með því að segja að 250 þúsund tonna álver væri nóg. Væntanlega var þá undirliggjandi að orkuverðið væri "viðunanlegt" eins og það er orðað, sem sé, að orkan fengist á lægra verði en aðrir vilja borga fyrir hana og auk þess var síðar hægt að hóta lokun álversins nema að það yrði stækkað.
250 þúsund tonna álver þarf meira en 450 megavatta orku og augljóst er að sú orka er ekki fyrir hendi nema að farið sé í að virkja Skjálfandafljót eða Jökulsá á Fjöllum.
Stundum er hægt að lesa ýmislegt út úr ummælum manna. Í útvarpsviðtali í kvöld kom fram hjá talsmanni norðanmanna að sex til sjö fyrirtæki þyrfti til að koma í staðinn fyrir Alcoa.
Sú spurning vaknar því hvort krafan verði ekki sú að allt sem hægt er að virkja verði virkjað til þess að "bæta upp tjónið" sem brotthvarf Alcoa veldur.
Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld lýsa norðanmenn yfir að áfram verði sóst eftir orkufrekum iðnaði.
Það þýðir að enn hefur ekkert breyst hjá áltrúarmönnum varðandi það að það sé eftirsóknarverðast að viðkomandi iðnaður eyði sem allra mestri orku. Hugtakið "orkunýtinn iðnaður" virðist víðs fjarri í hugum Íslendinga.
Ég vísa í blogg mitt á undan þessu um það sem bíður Mývetninga þegar reist verður 90 megavatta virkjun í Bjarnarflagi eins og nú stendur til að gera. Nýjustu upplýsingar um það sem er að gerast á Hellisheiði eru sláandi.
Ég á venjulega ekki sjö dagana sæla eftir atburði eins og brotthvarf Alcoa. Mér er í minni þegar reiðir Húsvíkingar skóku framan í mig hnefana á fundi Íslandshreyfingarinnar-lifandi lands á Húsavík 2007 þegar við vorum kölluð "óvinir Norðurlands" og bætt við: "Þið ætlið að koma í veg fyrir hækkun fasteignaverðs hér og þar með möguleika okkar til að flytja suður."
Ég er viðbúinn viðbrögðum svipuðum þeim sem ég fékk vorið 2005 þegar ég greindi frá áliti norsks snjóflóðasérfræðings sem benti til þess að afar hæpið væri að draga línur í miðjum bratta eins og er í vestfirskum bæjum og slá því föstu að snjóflóðahætta væri ofan við línuna en ekki fyrir neðan hana.
Fyrir vestan barst pati af því að ég ætlaði að fjalla um þetta í kvöldfréttum og sveitarstjórnarmenn hringdu bæði í mig á leiðinni suður og í Boga Ágústson fréttastjóra til þess að koma í veg fyrir að ég fjallaði um þetta.
Eftir að fréttin var samt flutt fékk ég upphringingar með tilfinningaþrungnum orðum eins og þessum: "Ertu ekki ánægður með að hafa eyðilagt ævistarf fjölda fólks í tveggja mínútna frétt?"
Mér leið ekki vel undir þessu, fann að eftir þetta yrði ég kannski kallaður "óvinur Vestfjarða".
Haustið eftir féll á Flateyri snjóflóð yfir sams konar snjóflóðahættulínu og ég hafði sýnt í fréttinni og eftir það fékk ég ekki fleiri upphringingar frá æstu fólki.
Ég hef síðan verið undir það búinn að fá svipuð viðbrögð vegna frétta minna eða bloggskrifa og hef ákveðið að lifa við það.
![]() |
Alcoa hættir við Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
17.10.2011 | 13:18
Gjaldþrot "stórkarlastefnu" í landbúnaði.
Þegar Hitler skrifaði Mein Kamph var eitt af lykilatriðunum "drang nach Osten - lebensraum" eða þörf þess fyrir Þjóðverja að tryggja "lífsrými" sitt með sókn til austurs, allt austur að Úralfjöllum.
Lykillinn að þessu voru svæði sem þá var litið á sem kornforðabúr, einkum í Suður-Rússlandi og Úkraínu.
Stalín innleiddi landbúnaðarstefnu sem ég vil kalla samheitinu "stórkarlastefna", það er, að taka jarðnæði af smábændum og koma á stórkarlalegum ríkisvæddum samyrkjubúskap.
Griðasáttmáli Stalíns og Hitlers 23. ágúst 1939 var mikill sigur fyrir Hitler, því að nú gat hann einbeitt sér að því að afgreiða Vesturveldin fyrst áður en hann réðist til atlögu við Rússa.
Tvennt hafði reynst Þjóðverjum erfiðast í fyrri heimsstyrjöldinni. Annars vegar að þurfa að berjast á tvennum vígstöðum. Hins vegar að vera nærri því að verða sveltir til bana.
Samingurinn við Stalín tryggði Þjóðverjum á friðsamlegan hátt næg matvæli og auk þess frið við austurlandamærin.
Á síðustu áratugum kommúnismans í Rússlandi beið "stórkarlastefnan" skipbrot. Landið, sem áður var "kornforðabúr Evrópu" varð nú háð innflutningi á korni.
Sama hefur nú gerst í Norður-Kóreu.
En þetta er líka að gerast á heimsvísu, því að alþjóðleg stórfyritæki ryðja nú burtu dreifðu eignarhaldi í landbúnaði og valda vaxandi tjóni í landbúnaðarframleiðslu og verslun með landbúnaðarvörur.
Til lítils er að hafa ákvæði um tryggt fæðuframboð í stjórnarskrám 22ja landa ef hungurvofan læsir krumlum sínum um hvert landið af öðru.
![]() |
Leggja mat á hungursneyð N-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2011 | 14:55
Allur pakkinn!
Líkamsþjálfun og rétt þyngd skipta máli á miklu fleiri sviðum en virðist í fljótu bragði. Nefnum nokkur dæmi:
Meiri vellíðan líkamlega. Auðveldara að framkvæma flest það sem daglegt líf og vinna krefst.
Meiri andleg vellíðan: Á meðan maður er í líkamsrækt eða hollri hreyfingu örvar það skapandi hugsun og veitir andlega ró.
Krefjandi áskorun sem nautn er að takast á við og ná árangri í.
Gott meðal við ýmsum sjúkdómum. Flestir áhrif á hjarta- og æðakerifi en tengsl offitu við áunna sykursýki eru þekkt og til dæmis slæm áhrif á þindarslit og bakflæði og sömuleiðis slæm áhrif á hrygginn. Sama er að segja um hné og önnur liðamót.
Mín reynsla er sú að besti tíminn fyrir góða líkamsrækt sé á kvöldin. Það getur verið bæði sálarlega og líkamlega eins og vinda skítugan svamp og láta hann soga í sig hreint vatn á eftir.
Eftir slíkt sofnar maður eins og barn.
![]() |
Sjálfstraustið hefur aukist til muna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.10.2011 | 14:36
Sígandi lukka er best.
Lengan tíma ætlar það að taka fyrir þjóðina að átta sig á því, að sala á orku frá jarðvarmavirkjunum og þær sjálfar hlíta allt öðrum lögmálum en vatnsaflsvirkjanir.
Þegar fyrsta stóriðjan kom í Straumsvík var vitað fyrirfram hvað orkan yrði mikil í Búrfellsvirkjun og hve mörg tonn af áli væri hægt að framleiða með henni.
Nú er hálf öld liðin og aðstæður gjörbreyttar. Í stað þess að virkja þurfi til að fullnægja innanlandsþörf, snýst nú allt um það hvort hægt sé hér og nú að virkja tíu sinnum meira.
Og engin leið virðist að koma því til skila að eðli jarðvarmaorku er allt önnur en vatnsorku. Þótt hægt sé að áætla gróft um hve mikla orku sé að ræða á hverjum stað, kemur það ekki endanlega í ljós fyrr en nokkrir áratugir hafa liðið.
Þess vegna er galið að selja fyrirfram alla jarðvarmaorku heils landshluta þar sem eina fyrirfram gefna forsendan er að líklega endist hún í 50 ár.
Þar að auki getur slík orka hvorki flokkast undir endurnýjanlega orku né sjálfbæra þróun þótt því sé stanslaust logið að öllum.
Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson upplýstu í Morgunblaðsgrein að það sé hægt að nýta jarvarmaorku þannig að til langframa geti hún talist endurnýjanleg.
En þá þurfi að fara að með gát og vera viðbúinn því að þegar í ljós kemur að orkan muni fara að dvína verði hægt að draga úr orkuöfluninni til að finna jafnvægi.
Rökrétt afleiðing þessa er sú að eina rétta orkusölustefnan sé sú að selja orkuna frekar mörgum smærri fyrirtækjum af varkárni og ábyrgð heldur en að selja hana alla á einu bretti einum stórum kaupanda og eiga enga möguleika á að bregðast við orkuþurrð.
Nú stendur til að virkja í eldvörpum og eyðileggja einu "Lakagíga"-gígaröðina á öllu Suðvesturlandi.
Jarðfræðingar, sem ég hef haft samband við, segja að með því sé verið að sækja í sama orkuhólfið og er í Svartsengi sem þýðir á mannamáli að það á að pumpa hraðar upp takmarkaðri orku til þess eins að hún endist skemur.
Eldvarpavirkjun er því glapræði í tvöföldum skilningi og síðan má bæta því við að hún er hrópandi mótsögn við síbyljunni um endurnýjanlega hreina orku, sem er orðin að trúaratriði áltrúarmanna.
![]() |
Uppskipun á gagnaveri í Helguvík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2011 | 07:09
Með því lúmskasta sem gerist.
Ég var að koma akandi frá Sauðárflugvelli á Brúaröræfum í gærkvöldi og í nótt og hef sjaldan lent í eins lúmskri hálku og víða var á leiðinni ofan úr Norðurárdal til Reykjavíkur.
Ferðalagið fór ég vegna þess að veturinn er að bresta á af fullum þunga annað kvöld og aðra nótt, og þurfti ég því að sækja gamla Súkku upp á flugvöllinn, sem ég hef haft þar til taks í sumar, og koma honum til byggða.
Spáð er arfaslæmu veðri þarna á Brúaröræfum aðra nótt og þá mun hugsanlega snjóa það mikið að völlurinn opnist ekki aftur fyrr en næsta vor.
Vonandi fer enginn flatt á þessari mjög svo lúmsku hálku og ljóst er að héðan af þurfa ökumenn að fara að taka komu Vetrar konungs með í reikninginn.
Blogga kannski nánar um þetta ferðalag á morgun með myndum og tilheyrandi.
![]() |
Hætta á ísingu á vegum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2011 | 07:02
Mesta þolraunin framundan?
Kornungur þurfti Eiður Smári Guðjonsen að ganga í gegnum langan meiðslatíma og voru sumir svo svartsýnir að þeir efuðust um að hann gæti náð sér aftur.
En Eiður stóðst þessa raun með mikilli prýði og í hönd fór glæsilegur ferill þeirra ára sem hver afreksmaður er venjulega upp á sitt besta.
Meiðslin núna þurfa kannski ekki að verða eins langdregin og forðum, en nú er Eiður ekki ungur lengur heldur kominn á þann aldur að mun erfiðara er að koma sér í form eftir áföll en þegar líkaminn var enn á uppleið.
Eiður stóðst þolraunina á sínum tíma og naut þar kannski æsku sinnar, sem ekki er fyrir hendi nú.
Þess vegna kann þessi nýja þolraun að reynast sú mesta á ferlinum. Á móti kemur að hann hefur reynslu af því að fást við viðfangsefni af þessu tagi og því er honum óskað alls hins besta við að glíma við þessa erfiðleika og vinna bug á þeim.
![]() |
Eiður fótbrotinn og í aðgerð á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)